Akranes - 01.10.1954, Side 27
með skemmtilegum viðræðum og frásögnum um starfið i Guðs
ríki, bæði í sjómannastarfimi í Leith og i K.F.U.M. í Reykja-
vik. Þegar svo burtfarartiminn kom, vildi Ester litla ékki fara
og lét það í ljós á sinm barnslega hátt, og oss hinum eldri var
víst svipað innanbrjósts, er vér kvöddum þetta yndislega heimili.
•— Séra Schiibeler varð nokkrum árum seinna prestur í fátækra-
hverfi utan til í Osló og gat sér mikinn orðstír fyrir sitt dug-
mikla og erfiða starf. Hann dó eitthvað mn 1940. —
Eftir að Willemoes var lagður a'f stað, höfðum vér ágæta
siglingu norður með Skotlandi, og segir ekki af ferðum vorum,
þangað til vér komum um kvöld inn í Pentlandsfjörðinn á milli
Kataness og Orkneyja, er það allbreytt sund með stríðum strainn-
um. Það kvöld, sem vér sigldum þar í gegnum, fengum vér mót-
straum og sótsvarta þoku, og tók það því langan tíma að komast
í gegnum sundið, sem er 10 km á breidd og 28 km á lengd. Það
var mjög einkennileg sigling. Ég hef aldrei á æfi minni heyrt
annan eins „koncert“ eins og þá. Fjöldi af skipum voru þar á
ferðinni og þeyttu þau þokulúðra sína, hvert í kapp við anmað,
með alls konar hljómblæ, og „sírenur“ frá ströndum, frá vitum
og duflum, drimuðu undir, svo að úr því varð samfelldur lát-
laus gnýr, sem ekki er unnt að lýsa. Einu sinni skaut upp stór-
um, svörtum skipsskrokk svo nálægt, að hægt var að grilla í
'hanm gegnum þokuna og um leið og báknið mjakaði sér áfram,
rak það upp ámátleg gaul og hvarf svo í þokuna. Ég stóð allan
timann niðri á þilfarinu og hlustaði á allan þennan hávaða og
hrikalega „hljómleik" með nokkurs konar nautnaræsingi far-
þega, sem ekki hefur neina ábyrgðarkennd, en hvort skipstjór-
inn og skipsmennirnir hafa skemmt sér og notið hinna marg-
vislegu hljómbrigða, skal ég ekkert segja um. — Loksins kom-
umst vér út úr þokunni út í hið víða Atlantshaf, og þá fór ég
upp að sofa, og er ég vaknaði var ekkert að sjá nema himinn og
haf. — Síðan sigldum vér þar sem leiðin lá, unz vér komum til
Vestmannaeyja. Þar kvaddi ég skipið og mína kæru vini, því
að ég ætlaði að dvelja þar nok'kra daga, var þó í mér þakklætis-
og saknaðarkennd, því að ég var búinn að fá heimilistilfinningu
á Willemoes eftir þessa ágætu ferð, sem öll hafði verið eitt fagurt
ævintýri, sem ég var þakklátur Guði og skipstjóranum fyrir.
Um leið og ég var kominn upp í fjöruna, beið mín mikil gleði.
Ungur maður vindur sér að mér með umföðmun og innilegum
kossi. Varð ég ekki litið undrandi, er ég þekkti þar fermingar-
son minn frá Winnipeg, Gretti Ásmundsson, sem ég hafði ékki
séð síðan haustið 1915. Varð þar fagnaðarfundur með okkur og
pabba hans, sem ávallt hafði verið mér vinur-í dvöl minni vestan
hafs. Þetta var mér óvænt gleði, sem ég bý að enn í dag; það
fer um mig eins og hlýr straumur, þegar mér dettur í hug þessi
gleðistund í fjörunni í Vestmannaeyjum. Því miður varaði hún
stutta stund, því að þeir feðgarnir fóru út í Willemoes á leið til
Reykjavíkur, en ég held, að ég verði í þessu sambandi að minn-
ast á álika gleði, sem barst mér nú í sumar (1952, 28 árum eftir
að ég hitti Gretti Ásmundsson Jóhannsson). Þá hitti ég á Akur-
eyri nafna hans, Gretti Eggertsson frá Winnipeg, sem eirmig
ávallt hefur verið mér kær minning frá Winnipegdvöl minni.
Hann var þá nokkru yngri en nafni hans. Ég varð glaður að
mæta sömu vináttu og hlýju hjá honum, eins og nafna hans. —
Og voru þó í sumar, er ég hitti hann á Akureyri, liðin 37 ár frá
samfundi okkar í Winnipeg. Það er stór þáttur í lífshamingju
minni, hve margir, já næstum óteljandi drengir og unglingar, sem
ég hef kynnzt á vegferð minni hér heima, í Vesturheimi og í
Danmörk, hafa um áratugi haldið tryggð og vináttu við mig
allt fram að þessum tíma. — Það yrði stór syrpa, ef ég ætti og
gæti skrifað upp aðeins nafnaregistur yfir þá. Guð blessi þá
alla, hvar sem þeir eru. — Þetta er nú útúrdúr, sem þeir er
þetta kynnu að lesa, verða að afsaka. —
Nú sný ég mér aftur niður í fjöruna í Vestmannaeyjum i
júní 1924 og held svo sögu minni áfram. Willemoes hafði lagzt
fyrir utan Eiðið, og þar kom ég í land; síðan hélt ég yfir Eiðið
inn til bæjarins í fylgd með Steini klæðskera Sigurðssyni, sem
kom að sækja mig. Varð xnikill fagnaðarfundur, er ég kom heim
til þeirra Steins og Kristinar, systur minnar, og sá allan barna-
hópinn þeirra, Friðrik, Ásmund, Sigurð, Jóhannes og þann
yngsta, sem nýlega var 'fæddur, og dæturnar, Guðrúnu, önnu
og Auði, ein dóttirin, Margrét, var dáin.
Alltaf þótti mér gaman að koma til Vestmannaeyja, meðan
þau bjuggu þar, Kristín systir mín og Steinn mágur minn. Hann
lét sér engu síður annt um að gjöra mér allt til yndis, meðan ég
dvaldi þar. Það hefur stundum verið sagt, að köld væri mága-
ástin, en ekki þurfti ég af því að segja, því að Steinn hefði ekki
getað reynzt mér betur, þótt við hefðum verið skilgetnir bræður,
enda var hann ágætismaður og vel virtur a*f öllum, sem þekktu
hann, vandaður og vel kristinn maður. —
Á heimili þeirra varð óg brátt sem heima. — Á öðrum degi
eða svo kallaði ég saman drengi og hélt með þeim fundi og smá-
samkomur, og hugðist ég með þvi imdirbúa K.F.U.M. i Eyjum.
Samt hrapaði ég að engu, en ákvað að koma aftur um haustið
til frekari aðgjörða. Ég þóttist vera vel birgur af hjálparmönn-
um, er til þess kæmi, að af félagssmyndun yrði. Því fyrir utan
Stein mág minn var um þær mundir í Vestmanneyjum Páll
læknir Kolka og Björg Guðmundsdóttir, kona hans, en þau voru
áhugamikil um kristilegt starf frá Reykjavík. Eins og sjá má
á „Starfsárunum“‘, I. bindi, var Páll einn af mínum beztu og
kærustu drengjum á skóladögum hans í Reykjavík, og Björg
hafði verið frá fyrstu byrjun í K.F.U.K. Hvar sem þau hafa
verið, hefur heimili þeirra verið mér sem mitt heimili væri. —
Þá ber mér að geta um einn vin, sem ég átti þá í Vestmanna-
eyjum. Það var minn kæri bekkjarbróðir frá 1886—1889, séra
Jes Gíslason, og var frá þeim skólaárum okkar rótgróin velvild
okkar á milli. Mér var mikil gleði að heimsækja hann, ekki
aðeins sakir fornrar vináttu, heldur og af því, að hann var svo
skemmtilegur og ljúfur, og átti ég þar margar unaðsstundir
hjá þeim hjónunum. Það dró nú heldur ekki úr unaðinmn, að
séra Jes átti son, sem hét Friðrik, ekki heitinn í höfuðið á mér,
en samt nafni minn, og var hann mér mjög ástúðlegur og kær.
Enn á ég eftir einn ótalinn af þeim, sem gjörðu mér þessa
Vestmannaeyjadvöl mína svo hugfangandi, að mér fannst hún
bera af Lundúnaverunni. Það var og skólabróðir minn, Halldór
Gunnlaugsson, héraðslæknir. Hann var í 2. bekk latínuskólans
er ég var í 6. bekk, og var ég nokkurs konar heiðursfélagi í 2.
bekk þann vetur. Ég hef áður minnzt á hann í „Undirbúnings-
árum“ minum bls. 227. Ég var heimagangur hjá honum þessa
daga, og staðfestist þá vinátta okkar. Það var prýðisheimili, og
frúin stórmenntuð kona, en synir þeirra efnilegir og skemmti-
legir drengir. Stendur þessi Vestmannaeyjadvöl mín fyrir mér
sem samfelldir sólskinsdagar; en hvort það var sólskinið ytra
eða innra, eða þá hvort tveggja, er mér ekki fyllilega ljóst, en
tíminn leið allt of fljótt, og ég varð að fara í byrjun júlí. Hlakk-
aði ég mjög til að koma heim, þvi að ég vissi, að í júlí var ráð-
gert að fara í vikudvöl með drengi upp í Vatnaskóg. — Var í
mér undarlegt sambland af tilhlökun eftirvæntingarinnar og
nokkurs konar glímuhrolli við að hugsa til þessa nýja ævintýris,
sem leggja átti út í.
Svo kom ég glaður heim úr þessari elleftu utanför minni, og
var mér vel fagnað að vanda.
AKRANES
135