Akranes - 01.10.1954, Page 28

Akranes - 01.10.1954, Page 28
/ ANNÁLL AKRANESS - 7tlunið - Akraness Dráttarbraut OG Vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts Símar: 159 og 39 Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Stefán Stefánsson kaupmaður Siglufirði 150 kr. Guðjón bóndi Rögnvaldsson á Tjöm 150 kr. Gunn- ar Guðmundsson frá Steinsstöðum 200 kr. Kristján klæðskeri Sighvatsson, Rvík. 75 kr. Skeggi Ás- björnsson, kennari, 75 kr. Tómás Tómásson, forstj. Rvik. 100 kr. Jón Sigurðsson, hafnarvörður, Reyni- stað 100 kr. Helgi Guðmundsson, bakarameistari. Isafirði 100 kr. Kristján Bjartmarz fyrrv. oddviti Stykkishólmi 100 kr. Elias Þorsteinsson, forstjóri, Keflavik 100 kr. Carl Ryden, forstjóri, Rvik. 100 kr. Bjöm Hjaltested, forstjóri, 100 kr. Kristján Guð- mundsson frá Indriðastöðum 100 kr. Gjöf frá Guð- mundi Halldórssyni, smið frá Brúarreykjum 50 kr. Eyjólfur Jónsson, skipstjóri, Rvík. 100 kr. Valdi- mar Ölafsson, sjómaður, Bolungarvik 100 kr. Gjöf fré Ásmundi Jónssyni, smið, Rvík. 100 kr. Hjúskapur: 18. sept. 1954. Ungfrú Guðrún Jónsdóttir, Skaga- braut 25 og Reynir Halldórsson s. st. 3. okt. Ungfrú Sigríður Helga Sigurbjömsdóttir, Deildartúni 7 og Guðjón Finnbogason, verzlunar- maður, Vesturgötu 90. 9. okt. Ungfrú Sesselja Jóna Lindal Karlsdóttir og Jóhann Aðalsteinn Ámason, Merkurteig 3. 16. okt. Ungfrú Helga Þóra Ámadóttir, Suður- götu 31 og Hjálmar Gunnarsson, sjómaður, frá Eiði í Grundarfirði. 13. nóv. Ungfrú Sigþóra Karlsdóttir, Kirkjubraut 9 og Þórður Jónsson, málari, Vesturgötu 37. 23. nóv. Ungfrú Rannveig Jóna Eliasdóttir og Haraldur Valtýr Magnússon, vélstjóri, Suður- götu 19. 28. nóv. Ungfrú Kristín Sigurðardóttir frá Að- albóli i Hveragerði og Karl Sigurðsson, bryti, Vest- urgötu 17. Sira Jón M. Guðjónsson gaf saman. Dánardægur: 4. október 1954. Guðrún Eyjólfsdóttir, Ólafsvöll- um, Akurg. 22, f. i Arnarholtskoti i Stafholtstung- um 5. júní 1881, giftist 1906 Bjama Ólafssyni á Ólafsvöllum. 4. nóv. Jónas Jóhannesson, f. 24. júní 1862 í Bakkabúð, rétt hjá Ytra-Hólmi. 6. nóv. Friðrik Hjartar, skólastjóri, f. 15. septem- ber 1888, að Amkötludal í Steingrimsfirði. 10. nóv. Birgir Torfason, Jaðarsbraut 15. f. 2t. marz 1949. Leikfélag Akraness sýnir gamanleik. Oft, og enn, hefur fólk lagt mikið á sig í sam- bandi við leiksýningar og söng. Þetta er ekki enn, fremur en oft áður, metið að verðleikum. Það hefur bezt sýnt sig undanfarið, er Leikfélagið hef- ur verið að sýna franskan gamanleik, „Ævintýrið11, sem það hefur lagt mikið á sig til æfa, og mikið í kostnað, til að ná sem beztum árangri. Þetta var góður leikur, léttur gamanleikur, laus við allan sora og heimskulegan þvætting, eins og stundum er þó boðið upp á. Með hverju nýju við- fangsefni fer félaginu og leikendum fram. Mátti greinilegast sjá það nú, þótt einhverju sé ábóta- vant hjá ungu og litt vönu fólki. Ég ætla mér ekki að gagnrýna hér einstaka leikendur. Um gall- ana hafa þeir heyrt frá öðrum, og sjálfsagt, eða ekki sízt, hjó leiðbeinandanum að þessu sinni, Jóni Norðfjörd leikara frá Akureyri, sem nú var leið- beinandi og leikstjóri. Sumir leikendumir gerðu sinum verkefnum sérlega góð skil, svo sem Ásgerð- ur Gisladóttir, sem lék frú de Trévillac. Hefði hún sómt sér hvar sem var i þessum leik. Einnig mátti segja að leikur Alfreðs Einarssonar væri furðanlega góður, en hann leikur hinn eintrjáningslega sér- vitring, Valentin. Leiksviðsútbúnaður er og stöðugt að taka hér framförum, og smærri og stærri gallar að smá sníð- ast af. Sýnist mér flezt standa til bóta, nema skiln- ingur almennings í bænum til þessa mikla menn- ingarstarfs, sem hér er verið að reyna að halda uppi, af miklum áhuga fárra einstaklinga, sem til þess offra bæði tima, fé og kröftum. Við verðum að eiga hér einhvem metnað og hlúa að því sem gert er til að efla og auka listfengi innanbæjar og sjálf- stæðar skemmtanir við og við, án lánsfjaðra tir ýmsum óttum. Við verðum sem fyrst að kunna að skammast okkar hvað þetta snertir, og láta okk- ur svo ekki henda það framvegis, að setja fót fyrir mikilsverða viðleitni þess fólks, sem mikið leggur á sig fyrir okkur á ýmsum sviðum. með þvi að mæta því ekki, þá er það býður upp á sæmileg leikrit og batnandi meðferð. Fyrsta úrsmíðavinnustofa á Akranesi. Halldór Ármannsson, úrsmiður, Halldórssonar á Hofteigi, hefur sett upp úrsmíðavinnustofu og skartgripaverzlun að Skólabraut 12. Gerir hann auðvitað við úr og klukkur, og selur alls konar skartgripi og silfurmuni o. fl. — Búðin er litil, en snoturlega frá öllu gengið. Skólarnir. Auk þess sem getið var í siðasta blaði, hefur lítil breyting orðið á kennaraliði skólanna. Tveir nýir kennarar komu þó að bamaskólanum, þau ungfrú Friða Hörðdal ogÞorgils Stefánsson, sem siðast var kennari í Ólafsvík, en hafði áður kennt hér nokkuð. Þorvaldur Þorvaldsson, kennari við gagnfræða- skólann fékk ársleyfi til utanferðar, til framhalds- náms í Danmörku. Fyrir hann kennir hér í vetur ungfrú Ragnheiður Kristófersdóttir fró Kalmans- tungu. Ýmislegt þyrfti að gera hér til að búa skólana betur úr garði, auðvelda kennsluna annars vegar og gera hana áhrifaríkari, t. d. með því að lagfæra ýmislegt sem aflaga fer, og bæta við húsgögn og kennslutæki. Þá er enn eitt, sem skólar landsins hafa of mjög vanrækt, og hefur ekki verið gefinn sá gaumur, sem vert er. Það er að prýða stofumar með ýmsu móti og gera þær heimilislegri. Það hlyti að hafa nokkur áhrif á nemenduma, og ef það gæti orðið til þess að auka áhuga þeirra sjólfra fyrir umbót- um í þessa átt og leggja þar eitthvað til (beint eða óbeint, ásamt kennaraliði), væri ekki til einskis barizt. Bærinn, með fræðsluráð í broddi fylkingar, á hér auðvitað að ganga á undan. Þetta ó ekki, eða þarf ekki að gera allt í einu, heldur árlega, smátt og smátt, eftir þörfum og getu. 136 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.