Akranes - 01.10.1954, Qupperneq 32
7tlcsi og btzi úrval af
Vefnaðarvöru,
Glervöru og
Búsáhöldum.
—★—
Mikið af
Barnaleikföngum.
—★—
VerzliS viö
Sdinborg
og þér rnunuð komast að
raun um, aS þar geriS þér
bezt kaup.
Komið inn.
Lítið á varninginn.
FRAKKLAND VAKNAR VH)
VONDAN DRAUM.
Frarnhald af síSu 124.
umbæta mjólkuriðnaðinn. Stjórnin hefur
hafizt handa — en í nr, eins og að und-
anförnu, mun einn af hverjum 25 mönn-
um, sem andast í Frakklandi að likindum
•falla í valinn vegna áfengissýki.
Hér líkur þessari alvarlegu grein um
áfengismál Frakka. Það er ljót lýsing og
því miður sönn, og á því geigvænlega á-
standi byggist auðvitað hin alvöruþrungna
aðvörun franska forsætisráðherrans Mend-
es-France um varnir og viðhorf Frakka í
ái'engismálunum.
Þótt ólíku sé saman að jafna að ýmsu
leyti, er þetta sannarlega aðvörunarorð
til hinnar íslenzku þjóðar, svo andvaralaus
sem hún er um þetta aldanna mikla vanda-
mál allra þjóða. Þrátt fyrir, þótt með ári
hverju megi greinilegar sjá hér aukna of-
drykkju ungs fólks, en ekkert gert— eða
of lítið — til að hindra, að lengra sigi
á þá ógæfuhlið cn orðið er. Það er mál
til komið, fyrir allt bindindisfólk og hugs-
andi þjóðfélagsborgara að vinna ötullega
að því að stemma nú á að ósi í þessum efn-
um. Að leggjast sameinuð á eitt um að
breyta almenningsálitinu gagnvart
drykkjusiðunum og áróðrinum fyrir hinni
illræmdu tízkudrykkju á hærri sem lægri
stöðum.
0. B. B.
UM BÆKUR.
Framhald af síSu
októbér 1904 setti hann á fót i Reykjavík
eigið gullsmíðaverkstæði og skartgripa-
verzlun.
Með gullsmíði Jóns og skartgripaverzlun
færði hann iðn sína og verzlun drjúguip
í nýrra horf, og því ineira sem lengra leið.
Má þannig með fullum rétti segja að Jón
hafi verið brautryðjandi á þessu 50 ára
skeiði sem verzlunin hefur staðið. Á löng-
um starfsdegi, hafði Jón marga gullsmiða-
nema, sem undu þar vel hag sínum. Hann
var hinn ágætasti fagmaður og húsbóndi,
og ekki fráfældist fólk hið ágæta heimili
hans, sem rómað var fyrir hlýleik, gest-
risni og xnyndarskap. Árið 1903 kvæntist
Jón sinni ágætu konu Ragnhildi Sigurðar-
dóttur frá Neðra-Nesi í Stafholtstungum.
Síðari, — og stærri — hluti bókarinnar
er svo saga íslenzkrar gullsmiði, allt frá
landnámsöld, eftir Björn Th. Björnsson.
Er þar rækilega gerð grein fyrir íslenzkri
listsmíði og skarti, allt frá kvensilfri að
dýrmætum kirkjugripum, þar sem einnig
er gerð grein fyrir breytingum í hefð og
stíl.
Aftast í bókinni eru svo um 30 myndir
af fornum listmunum, afbragðsvel gerðum
og þær prentaðar á sérstakan mynda-
pappir. Þar má t. d. sjá (nr. 12 og 13)
mynd af mektugu skrini undir helga dóma
frá kirkjunni á Keldum á Rangárvöllum.
IClætt gylltum eirþynnum með gröfnum
myndum, og mun vera frá ofanverðri 13.
öld. Skríns þessa er fyrst getið i máldaga
Keldnakirkju 1332, og var í kirkjunni til
1823, er það var selt til Kaupmannahafn-
ar fyrir • 4 speciur.
Að þessari bók er sem sagt hinn mesti
fengur, jafnframt sem hún er nýtt og
ágæt innlegg og viðbætir við iðnsögu vora.
Með svo myndarlegri útgáfu hefur þá
einnig sonur Jóns Sigmundsssonar, Ragnar
Jónsson hæstarréttarlögmaður heiðrað
verðuglega minningu hins látna föður
síns og verzlunaríyrirtækis, sem starfað
hefur með heiðri og sóma um 50 ár.
★ Sefaf jöll.
KvæSi, eftir Þárodd GuSmundsson frá Sandi.
Árið 1946 gaf Þóroddur út sína fyrstu
ljóðabók, „Villiflug“. Hana hefi ég ekki
lesið. Árið 1952 kom út önnur Ijóðabók
hans, er hann néfndi „Anganþeyr“, og
bar að mörgu leyti nafn með rentu. I 4—6.
tbl. AKRANESS var ritað nokkuð irm
þessa ágætu bók, og skal það ekki endur-
tekið hér.
Nú sendir Þóroddur frá sér þriðju ljóða-
bókina, er hann nefnir „Sefafjöll“. I bók
þessari eru bæði frumsamin ljóð og þýdd.
Bókin er 112 síður.
Ekki er að efast um að Þóroddur er
skáld. I bókinni eru góð kvæði en mis-
jöfn eins og ávallt er, jafnvel hjá góð-
skáldum. Ég tel mig allra manna sízt fær-
an að dæma um þýðingar á ljóðum úr
erlendum málum. Þó hygg ég að ýmsar
þýðingar Þórodds í þessari bók bendi til
þess að þar eigi hann eftir að vaxa, og
auðga íslenzkar bókmenntir að ýmsum
perlum heimsbókmenntanna.
Enda þótt hér séu mörg góð og lagleg
frumsamin ljóð, eins og vðenta mátti, hefði
Þóroddur ekki haft óhag af þvi sem skáld,
að láta sex ár líða á milli þessarar bókar og
hinnar fyrri, svo sem var á milli þeirrar
fyrstu og annarrar. Þeir sem hafa ein-
hverju að má, geta vel leyft sér að láta
ekki allt fljóta frá sér jafnóðum og það
verður til. Þetta er ekki sagt af illgimi í
garð skáldsins, heldur af því að mér er
einmitt annt um skáldheiður hans, og tel
að hann eigi að spara sem mest útgáfu i
„boðaföllum", sem gæti valdið þvi, að leik-
menn, — hvað þá þeir, sem þeim væru
fremri, — gerði minna úr skáldinu en
efni standa til. Því að ég trúi því staðfast-
lega, að hér sé efni í skáld á ferð.
AKRANES
140