Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 4
sögunnar. Konungur leggur undir sig lön-d
og lausafé í ótrúlega rikum mæli og skipar
hér öllu að vild sinni. Þegnar hans og
hagsmunaklíkur heimafyrir, sjá hér marg-
víslega leik á borði um gróða, völd og
vegtyllur, og allt stefnir beina leið að einu
marki, hinni alræmdu einokun verzlunar-
innar árið 1602.
Einokunin segir fljótt til sín á tvo vegu,
þar sem erlend vara hækkar stórlega í
verði, en innlendar framleiðsluvörur lækka
að sama skapi. Refsingar eru lagðar við
verzlun við erlenda menn, en hagur ein-
staklinga og þjóðar rýrnar nú stórlega og
viðnámsþróttur gegn ofríki og kúgun
þverr. Það má gera sér í hugarlund hver
áhrif þetta hefur haft á hag landsmanna,
þar sem það, sem inn var flutt, hækkaði
stórlega í verði, en stóraukin útflutnings-
verðmæti þeirra lækkuðu, en til að kóróna
svo allt saman fór hagnaðurinn af verzl-
uninni allur á erlendar hendur.
Landsmenn líta upp.
Þegar langt er komið fram á 18. öld
fara ýmsir að rumska. M. a.-stjórnin, sem
vaknar við vondan draum og þykir tekj-
urnar orðnar litlar af landinu. Þá erum
við svo heppnir, að nokkrir mikilhæfir
landar skipa ýmsar mikilvægar stjómar-
stöður, bæði hér heima og í Kaupmanna-
höfn. Það verður meira samspil og skiln-
ingur milli þessara aðila heima og heim-
an. Ýmsir mikilhæfir fremdarmenn sjá
nú, hve allt er hér illa komið, og á fyrst
og fremst rætur sinar að rekja til verzl-
unaránauðarinnar beint eða óbeint. Marg-
ir þessara manna berjast hraustlega fyrir
bættri verzlun og telja algert frelsi þar fyr -
ir öllu. Samhliða þessu dynja svo yfir þjóð-
ina enn aðrar hörmungar, svo sem Móðu-
harðindin, þar sem tugir þúsunda manna
og fénaðar horféll, enda mun sjaldan eða
aldrei hafa verið hér ömurlegra yfir að
líta en fyrir aldamótin 1800. Til hinna
skeleggu frumherja verzlunarfrelsisins má
telja þessa miklu og mikilhæfu menn:
Skúla Magnússon, Magnús Stephensen og
Jón Eiriksson, sem í konungsgarði var
útvörður landsins um þetta leyti, en svo
mæddur af árangurslitlu erfiði fyrir verzl-
tmarfrelsi og viðreisn landsins, að hann
beinlínis styttir sér aldur. Afleiðingin af
allri þessari baráttu hinna hugdjörfu
manna, varð þó til þess að fyrsta skrefið
til verzlunarfrelsis var stigið, er verzlunin
var gefin frjáls við þegna Danakonungs
1787.
ísinn var brotinn.
Með afnámi hinnar algeru einokunar
1787 var stórt spor stigið í rétta átt, enda
sagði það fljótt til sín og hefði þó gert það
enn hraðar og betur, ef þar ‘hefðu ekki
Magnús Stephensen, konferensrnt).
K____________________________________2
komið annarleg öfl til, sem fslendingum
voru óviðráðanleg. Það voru Napóleons-
styrjaldirnar, er orsökuðu siglingateppu
til fslands. Á þeim erfiðu tímum var
Magnús Stephensen landinu betri en eng-
inn, eins og oft áður, fyrr og síðar, er hann
raunverulega upphóf siglingateppuna með
samningum við Englendinga, og kom hing-
að vörum á síðustu stundu, er þeirra var
orðin mikil þörf. Barátta Magnúsar í veral-
unarmálunum var áratuga löng. Árið 1816
lagði hann fram tillögur um að verzlun-
in verði gefin frjáls við allar þjóðir Norð-
urálfu, og að íslendingar verði sérstaklega
styrktir til verzlunar.
Þegar eftir 1787 hyggja nokkrir fram-
takssamir íslendingar á að faíra verzl-
unina inn í landið og draga hana smátt og
smátt úr höndum Dana. Var það þó eng-
inn leikur eins og á stóð. Danir höfðu að-
stöðuna, íslendingana vantaði bæði efni
og kunnáttu á þessum nýja vettvangi, en
þar að auki áttu þeir visan fjandskap
danskra verzlana og kaupsýslumanna, sem
fannst frá sér tekin bæði gróðavon, áunn-
in eða sjálfsögð réttindi til þess að reka
einir alla verzlun á fslandi.
Þegar eftir lausn hinna mestu fjötra í
verzluninni mátti sjá batamerki í hækk-
uðu afurðaverði. Og eins og áður er sagt
fóru íslendingar sjálfir að hugsa til verzl-
unarreksturs. Einn þeirra fyrstu, og sem
marka nokkur veruleg spor á þeirra braut,
var Bjami Sivertsen í Hafnarfirði. Hinar
föstu dönsku verzlanir ömuðust auðvitað
við hinum innlendu kaupmönnum, og
einnig lausakaupmönnum, sem hingað
vildu sigla. Fram um 1830, er því frjáls
verzlun við alla þegna Danakonvmgs frem-
ur í orði en á borði. Eftir það fer verzl-
unin hins vegar batnandi, þvi að þá er
lausakaupmönnum leyft að sigla til lands-
in; og verzla þar sem þeim sýnist.
Sá, sem fór með fullan sigur
af hólmi.
Eftir 1830 koma nýir vaskir menn til
sögunnar. Þeir hafa eldmóðinn í hjarta og
framtíðina fyrir sér, en byggja traust-
iega á þeim grunni, sem fyrir var, og sækja
langt til nýrra og gamalla sögulegra skjal-
festra raka. Fjölnismenn koma fram á
sviðið með foringjann mikla að fararstjóra
og málflutningsmanni. Þeir sameinuðust
sem einn maður um kröfur Magnúsar
Stephensens, og eru þegar bornar fram á
hinu endurreista alþingi, en margvíslega
verið unnið að undirbúningi málsins áð-
ur. Þar átti og Jón Sigurðsson góðan liðs-
mann og mikilsmetinn, þar sem var
tengdasonur Magnúsar Stephensen og
bróðursonur hans, Hannes prófastur Step-
hensen á Ytra-Hólmi, sem var fyrsti þing-
maður Borgfirðinga, eftir að Alþingi var
endurreist, en Hannes varð einnig fræg-
ur af skeleggri baráttu sinni fyrir hinum
sögulega Þjóðfundi 1851, þar sem hann
var einn af þremur, er sagt var að dansk-
ir dátar ættu að skjóta, ef í hart færi.
Siðan er þetta linnulaus barátta hjá
Jóni Sigurðssyni, er endar með algerum
sigri, er lögin um siglingar og verzlun
á Islandi eru undirrituð af konungi 15-
april 1854, og tóku gildi hinn 1. apríl
1855.
Eitt hundrað ár eru liðin.
Samkv. þessum lögum var öllum frjálst
að verzla við Islendinga og þeim jafnfrjálst
að verzla við aðrar þjóðir. Að dómi allra
þeirra, er að unnu, var þetta fyrsta skil-
yrðið fyrir því að landsmenn gætu notið
hinna hagstæðustu verzlunarkjara á hverj-
um tíma, hvort sem um væri að ræða kaup
á erlendum varningi eða sölu á framleiðslu
landsmanna. Þrátt fyrir þennan algera
sigur i verzlunarbaráttunni, átti það aö
vonum langt í land að verzlunin yrði
algerlega innlend, og lengi var utanríkis-
verzlimin að mestu eða öllu leyti í hönd-
um Dana. Smátt og smátt verða Islend-
ingar þó aðsópsmeiri í verzluninni. Sum-
um þeirra var ljóst að ekki væri úr vegi
að leita viðskiptasambanda við fleiri þjóðir
en Dani. Þeir töldu, sem rétt var, að það
væri stórt spor i þá átt að draga úr of
miklum áhrifum og hagsmunum Dana af
verzluninni. Til þessa skilnings má t. d.
vafalaust rekja viðleitni Þorláks Ö. John-
sons til að ná verzlunarsamböndum við
Englendinga, en Þorlák má telja einn af
frumherjtmum í íslenzkri verzlunarstétt,
og einn af þeim, sem gerðu garðinn fræg-
an. Fleiri merrn mætti nefna í þessu sam-
bandí, svo sem Geir Zoega, Ásgeir Sig-
AKRANES
40