Akranes - 01.04.1955, Blaðsíða 9

Akranes - 01.04.1955, Blaðsíða 9
þá ekki sízt hugstæð fyrir það, að hann var þess albúinn að sinna því kalli hvenær sem væri. Ýmislegt fleira var mér hugstætt úr þessari stuttu heimsókn að Fellsmúla, Með al þess var siðari hluti kvöldstundarinnar áður en við gengum til náða. Við rædd- umst mikið- við þetta kvöld, og ekki var mikið hlustað á útvarp fyrr en lestur Passíusálmanna hófst. Þá kom allt heim ilisfólkið inn í borðstofuna og hlustaði á lesturinn. Allt tal .féll niður, þar var hlustað sem í kirkju væri, til þess er siðasti ómur sálmalagsins hafði dáið út. Þannig var heimilisbragurinn á þessu heimili. Ró og friður og heilög þögn þar sem það átti við, en hóglát gleði, vafin yndisþokka og umhyggju i annan tíma. Að Skammbeinsstöðum — sem eru í prestakalli sira Ragnars — er alllangt, en þangað var för minni heitið. Ekki varð hjá því komist að þiggja af sira Ragnari, að hann keyrði mig þangað sjálfur. Þar þurfti ég að hitta organista hans, Óskar bónda Pétursson. Ekki gleymi ég í bráð kveðjum þeirra né orðræðum. Þar var ekki um neina Júdasarkossa að ræða Þar heilsuðust og kvöddust vinir, sem svarizt höfðu í fóstbræðralag um það að styðja hvorir annan í mikilvægu starfi. Þar var allt traust og heilsteypt, fagurt og óbrigð- ult. Þarna hefi ég séð sannasta mynd af tryggð og trvinaði milli prests og safnaðar. Kom þessi mjmd og vel heim við það, scm mér var sagt áður og eftir um samlif prests og safnaðar í Fellsmúlasóknum. Islenzk saga mun geymin á afrek merkra klerka á öllum öldum fyrir mælsku, menntun og aðrar dáðir. Og ekki munu Fellsmúla feðgar falla þar i neinn skugga vafasamrar viðurkenningar, þvi að þar má segja að menntaskóli hafi staðið traustum fótum langa hrið. Þar menntaðist mikill fjöldi ungra manna af óþrjótaandi fræða brunnnum klerkanna þar, þar sem fræðin voru mótuð og lauguð af því hugarfari, sem miðar allt við himinsins náð, og innsta manndómskjarna í hverri manns- sál. Hér var ekki skóli til að halda uppi málamyndarkennslu, eða til að afla fjár fyrir vafasamt fóður. Nei, þar var litið tekið fyrir fullunnið verk. Þarna var eftirsóttur skóli starfraiktur af innri þörf vegna meðfæddra ótvíræðra hæfileika, og fyrst og fremst fyrir þá, sem þurftu skóla- vistar við, en hefðu oft a. m. k. annars larið á mis við fullkomna menntun. Þetta var köllunarstarf, og mikils metið af þeim, er nutu, og aðstandendum þeirra. Hér er ekki farið með neitt fleipur, þvi að síra Öfeigur kenndi hvorki meira né minna en hátt á annað hundrað ungum mönn- um undir skóla. I þeim hópi eru margir ]ijóðkunnir mennta- og fræðimenn, sem ölium ber saman um ágæti skólans að Fellsmúla, og óumdeilanlega hæfileika og AKRANES mannkosti þeirra mætismanna, er stað þennan gerðu svo frægan sem skóla- og prestsetur. Hér var sannarlega um skóla að ræða, því að hvern vetur munu þar hafa verið að námi hjá síra Ófeigi 5—8 nemendur, en hjá síra Ragnari 3—5. Það er mál manna, að sira Ragnar hafi í engu vsrið síðri fræðari en faðir hans, nema fremur væri. Hefur hann Mklega í mál- urn og alhliða menntun tekið föður sínum fram. Síra Ragnar Öfeigsson var fæddur að Guttormshaga í Holtum 30. desember i8g6. Sonur hinna mætu hjóna, Ófeigs Vigfússonar prests þar, siðar prófasts að Fellsmúla, og Ólafíu Ólafsdóttur, systur Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests. Þau hjón- in áttu aðeins tvo sonu, er til aldurs kom ust, sira Ragnar Ófeigsson og Grétar Fells rithöfund, en þeir voru tvíburar. Rræðurn- ir lærðu báðir heima hjá föður sínum, bæði undir gagnfræða- og stúdentspróf, að undanskilinni tveggja mánaða kennslu i Reykjavik fyrir prófraun. Síra Ragnar tók stúdentspróf í Reykja- vík 1917. Na'Sta ár, 1918, fór hann til Kaupmannahafnar og hugðist leggja stund á málvísindi, enda mun hann hafa verið afburða málamaður og kunnað til hhtar a. m. k. þessi tungumáh ensku, þýzku, norsku, sa'nsku, dönsku, frönsku, latinu og grisku. Auk þess mun hann hafa verið allfær i rússnesku, spönsku, portiigölsku og ítölsku. 1 Kaupmannahöfn leiddist Ragnari mik- ið. Það ár geisaði Mka Spanska veikin, svo að hann hætti við frekara nám á þeim slóðum og hélt heim. Árið 1919 hóf hann svo guðfræðinám við háskólann hér og út- skrifaðist þaðan 1923. Veturinn 1923—24, fór hann svo aftur til náms í Kaupmanna- höfn og lagði stund á samanburðarmál- fræði og grisku. Hann var vigður prests- vígslu 1924, sem aðstoðarprestur föður sins, en fékk veitingu fyrir Fellsmúla- prestakalli 1941, er faðir hans lét af prests- skap. Síra Ragnar andaðist 22. april s. 1. og var jarðsunginn að Skarði á Landi 30. s. m., að viðstöddu miklu fjölmenni. Sira Ragnar var ekki heimsborgari sem ferðalangur, eða af því að dvelja lang- dvölum með öðrum þjóðum. Til þess var hann of heimakær og bundinn órofabönd- um átthögum sínum, fjöllum og fólki. Þar vildi hann una ævi sinnar daga, „alla, sem Guð mér sendir". Þrátt fjrrir þennan heimalningshátt var sira Ragnar sannur heimsborgari. Af mennt en ekki munaði. Af sönnum þroska, en ekki þjónustu við neina isma. Af tiginborinni karlmennsku sígildrar menntunar, en ekki til að elta síkvika tizku frá degi til dags. Nei, hann stóð traustum fótum í íslenzkri mold og þjóðarsál, til að verja hvort tveggja örfoki eftir megni. Síra Ragnar mun hafa verið einn þeirra örfáu manna, sem treystandi var til að leysa af her.di mörg embætti og hin fjar- skyldustu. Svo voru gáfur hans miklar og frjóar, svo viðtæk og djúpstæð var mennt un hans, samvizkusemi og réttlætiskennd örugg. öllum þessum metnaði kastaði hann frá sér til þess að þjóna innri köllun, sem allt varð að lúta fyrir: Auka eigið mann- gildi og þjóna vinum og samherjum i afskekktri sveit við hin mestu mannbóta- stör.f sem getur, að auka gróður i örfoka landi, og verja mannssálir fyrir upplausn og kali, þar sem manndómur og fornar dyggðir, mennt og andlegur þróttur hef- ur þrátt fyrir allt átt friðland til þessa. Árið 1947 kvæntist síra Ragnar Ófeigs- son, önnu Guðrúnu Kristjánsdóttur, skip- stjóra úr Reykjavík, afburða glæsilegri og gcðri konu. I þessum sælimnar reit lifðu þau i hamingjusömu hjónabandi, breiðandi frá sér birtu og yl, þar sem engin fyrir- höfn var of mikil frá þeirra hendi til þess að það mætti verða sem varanlegast. Eind- urgoldið í trausti og trúnaði allra sveitung- anna, sem litu upp til heimilis og hús- Frarnhald á síðu 67. Frllsmúli á Landi. Nýja húsiS nær, IriS gamla fjœr, en SkarSsfjall í baksýn. 45

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.