Akranes - 01.04.1955, Side 10
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON:
Nr fékh morgur sigg í lófo
— Önnur grein —
Enn erum við í Leirunni.
MARGIR góðir menn hafa búið í Leir-
unni, þótt fæstra þeirra verði hér getið,
né saga þeirra rakin.
Árið 1644 virðist búa þar Páll Jónsson
er mun hafa verið bróðir þess ágæta
manns, Þorleifs Jónssonar bónda á Hvals-
nesi, sem var mikii hjálparhella Hallgríms
Pétin'ssonar á kvalaárum hans í Hvalsnes-
sókn. Hefur Hallgrimur sjálfsagt haft mik-
ið skjól af Þorleifi, er oflátungar og em-
bættismannastórbokkar þar syðra, gerðu
honum allt til skapraunar og bölvunar.
Á Stóra-Hólmi bjó um 1700 Árni Ja-
kobsson, er verið mun hafa sonur Jakobs
Helgasonar á Þorkötlustöðum í Grindavík.
En systir hans mun hafa verið Kristín í
Njarðvík. Þar bjó einnig fyrir miðja 19.
öld Ásgrímur Símonarson, bróðir Gisla
kaupmanns Símonarsonar, sem rak verzl-
un víða. Þeir voru synir Símonar Jóns-
sonar i Málmey í Skagafirði og konu hans
Margrétar Guðmimdsdóttur Gamalíelsson-
ar. Árni andaðist 1847.
Árið 1880 gerir síra Sigurður B. Sivert-
sen á Otskálum nokkra grein fyrir bú-
endum í Leirunni. Þar nefnir hann eftir-
farandi persónur: Ekkjuna Kristínu Magn
úsdóttur í Melbæ, er hann kallar kvenskör-
ung, ráðdeildarsama, greinda og góðgjarna.
Á Hrúðurnesi neðra, býr þá Ámi Helga-
son ekkill. „Hugvitssamur, vandvirkur,
ágætur smiður og einhver hinn mesti iðju-
og erfiðismaður, hreinlyndur og ráðvand-
ur og guðhræddur en óhraustur. Enginn
hefur gjört aðrar eins jarðabætiur og
hann, og geta menn séð hans prýðilega
frágang á öllu, sem hann leggur hönd á.
Hann er greiðamaður og öllum hinn hjálp-
arbezti. Föðurætt hans er Moldnúpsættin,
en móðurfaðir hans var Ámi Egilsson á
Dufþekju, Eldjáms á tJtskálum.
I Ráðagerðí býr Gísli Halldórsson, hef-
ur hann keypt jörð sina og er mesti áhuga-
og atorkumaður, hefur mjög bætt jörðina.
er heppinn til sjávar, bráður er hann í
skapi, en þó vænn drengur. (Um þennan
ágæta mann Gísla Halldórsson, hefur
Tryggvi Ófeigsson farið um hann svo-
felldum orðum í min eyru: Gisli er einn
af merkustu mönnum er ég hefi þekkt.
Orðlagður dugnaðarmaður og kappsamur,
46
heppinn formaður og afburða ræðari. Hann
var kvæntur stórgáfaðri konu, Elsu Dóró-
theu Jónsdóttur. Þau voru foreldrar Is-
leifs Gislasonar skálds á Sauðárkróki. Ann-
ar sonur þeirra var Guðjón, afburða bjarg-
maður, þótt honum yrði hált á því. Það
var einu sinni á annan í hvitasunnu, er
Guðjón var unglingsmaður, að hann fór
í Hólmsberg eftir eggjum og fugli. Hann
hrapaði þá og komst við illan leik upp á
bjargbrúnina en fótbrotinn, og hafði
staurfót jafnan síðan. Guðjón var
þekktur kraftamaður og hið mesta snar-
menni, þótt svona færi fyrir honum. Guð-
jón þessi drukknaði af báti frá Litla-Hólmi
við þriðja mann, 12. maí, 1910, í útnyrð-
ingsrudda- Hinir tveir, sem fórust, voru:
Jóram Jónsson, formaður, frá Litla-Hólms-
koti, og Ámi Jónsson, vinnumaður, frá
Litla-Hólmi. Dóttir Elsu og Gísla var
einnig Dóróthea, sem giftist Þorleifi Þor-
steinssyni frá Þórukoti í Njarðvíkum. Þor-
leifur var lengi formaður á Suðurnesjum,
þekktur sjósóknari og aflamaður. Hann
var einnig formaður á Búðum á Snæfells-
nesi og bjó jafnframt í Hólkoti, nálægt
Búðum.
Systir Gísla Halldórssonar var Vilborg
í ívarshúsum í Garði, en hún var móðir
Kristjönu, konu Halldórs í Vörum. I
árslok 1898 voru 173 manns i Leirunni,
en nú eru þar aðeins ).
Á Stórahólmi býr Vilhjálmur Sigurðs-
son. Hann er atorkumaður, en mikið farið
aftur frá því að hann bjó eystra. Hann
hefur komið hér upp góðum fjárstofni.
Sonin- hans, sem nokkur ár hefur verið i
siglingum, er nú sagt að sé seztur að i
Englandi. Heitir hann Sigurður. (Vil-
hjálmur á Stóra-Hólmi var faðir Jóhanns
i Kötluhóli. Jóhann rar hinn mesti mynd-
armaður eins og hann átti kyn til. Það var
einnig kona hans, Margrét Steinsdóttir, frá
Stóru-Gröf í Skagafirði. Hiin var móður-
systir Margeirs fræðimanns á ögmundar-
stöðum).
Á Litlahólmi býr Halldór Halldórsson.
Hann er geðspakur maður og hægferð-
ugur, en lítt hefur honum búnast, svo
að hann neyddist til að selja hálfa jörð,
sem hann átti í sveit og hana góða, og mun
þó varla heita að hann eigi þessa jörð,
sem hann nú býr á. Kona hans er Guð-
björg, dóttir Sigurðar smiðs Helgasonar.
Á Gufuskálum býr meðhjálpari Pétur
Jónsson. Kalla má hann sómamann. I 30
ár hefur hann verið djákni og forsöngvari
Búhagur hans hefur oft verið erfiður,
og hefur þó oft orðið talsverður afli, og
jörð þessi með þeim betri, svo að hanu
hefur haldið á henni fjórum kúm. Upp
komin eru þrjú böm þeirra og sonur hans,
Gísli, mannvænlegur og heppinn til sjáv-
ar. í Leirunni voru við árslok (1880)
154 menn“. En voru 1874 um 200.
Einn af öndvegisbændum í Leirunni
um langa hríð var Eiríkur Torfason i
Bakkakoti. Hann var fæddur að Hóli í
Norðurárdal 31. ágúst 1859. Foreldrar
hans voru: Torfi Tímóteusson frá Glitsstöð-
um í sömu sveit, og kona hans Guðríður
Guttormsdóttir, alinn upp hjá síra Guð-
laugi Sveinbjarnarsyni í Hvammi í Norð-
urárdal.
Eirikur átti 11 systkini, og er hann ehin
þeirra á lífi. Eitt þeirra var Guðlaugur
Torfason, kunnur skipasmiður í Reykja-
vík. Þótt um sveitamenn væri að ræða,
voru þeir snemma sendir til sjóróðra. Þann-
ig var Eirikur aðeins á 15. ári er hann
var sendur til sjóróðra á Akranes. Réri
hann þá frá Bakkabæ, með Gunnari, föður
Guðmundar á Steinsstöðum og þeirra
bræðra. Næsta ár fór hann til róðra suður á
Vatnsleysuströnd, og var þá í rauninni
alfarinn að heiman. Þegar hann var 31
árs, kvæntist hann heitmey sinni, Sigríði
Stefánsdóttur, bónda á Vatnsleysu. Þau
byrjuðu búskap í Bakkakoti í Leiru, og
bjuggu þar til 1928, er þau fluttu til
Reykjavíkur og byggðu laglegt hús við
Bárugötu.
Þegar Eiríkur settist að í Leirunni.
fannst honum þar svo mikil fátæktin, að
fólk hefði með herkjum ofan í sig. Þá var
róið á vertíðum, en ekki mikið í annari
tíma, jafnvel þótt fiskur væri. Þótti Eiríki
það undarlegt, því fremur sem jarðrækt og
búskapur var þarna næsta lítill. Að vísu
gekk fiskur misjafnlega mikið á grunn,
og oft var erfitt með beitu. Eiginlega
þekktist ekki önnur beita en kræklingur,
sem eingöngu var sóttur í Hvalfjörð á
ýmsa staði. Bezt þótti beita á Söndunum
sagði Eiríkur. Strax er hann kom að Bakka-
koti tók hann upp róðra á hvaða tíma
sem var þegar gaf, og einhverjar annir
ekki hömluðu. Vildi það svo vel til, að á
annari vertíð sinni hlóð hann dag eftir
dag. Dró það ekki úr róðrum, og fóru
fleiri á eftir.
Eins og áður er sagt, gekk fiskur mis-
mikið og misjafnlega grunnt. Alltaf, eðn
oftast, virtist Eiríki vera fiskur í Garð-
sjónum. Að sækja þangað, var vitanlega
nokkuð langt, en menn settu það ekki
fyrir sig, þótt stundum yrði lengi að
berja eða krusa. Þannig segir Eiríkur, að
AKRANES