Akranes - 01.04.1955, Page 17
dætrum þeirra, Ingibjörgu og Viktoríu.
Þetta ár er þar enn hið sama fólk og hið
fyrra árið.
Jónas Theódór Sigurgeirsson er f. í
Miðvogi 27. desember 1889. sonur Sigur-
geirs Guðmundssonar og konu hans Ingi-
bjargar Stefánsdóttur. Hún var hálfsystir
Eyjólfs Stefánssonar frá Dröngum á Skóg-
arströnd, þess er gaf fyrir skömmu út
æviminningar sínar og kallaði „Kaldur á
köflum“. Sigurgeir var hins vegar ættaður
vestan úr Dölum, og var albróðir Krist-
jáns heitins á Höfðanum, Guðmundar á
Indriðastöðum í Skorradal og þeirra syst-
kina. Sigurgeirs og barna hans verður nán-
ar getið í sambandi við Geirastaði, er hann
b)rggði hér.
Jónas hefur gert húsi sínu mikið til góða,
lagt í það miðstöð, rafmagn og lagað kjall
arann mikið. Þau hjónin hafa og lagt mikla
vinnu í umhirðu á lóðinni umhverfis hús-
ið, svo og trjá- og blómagarð þótt þar sé
erfitt um vik, m. a. vegna ryks af göt-
unni.
Frá unglingsárum hefur Jónas stundað
sjó, fyrst lengi á skútum, á opnum skip-
um og á mótorbátum. Árið 1914 byrjaði
hann formennsku á m.b. Óðni, er þeir
áttu þá Loftur Loftsson og Þórður Ás-
mundsson. Hann var einnig með m.b. Eld-
ingu fyrir Halldór Jónsson og m.b. Vík-
ing og Egil Skallagrimsson fyrir Harald
Böðvarsson.
Jónas var afburðaduglegur maður,
vinnuglaður og fylginn sér, en fyrir rúm-
um tveimur árum fékk hann allt í einu
svo alvarlega hjartabilun, að hann getur
ekki að heiman farið, og ekki gengið eftir
sléttri götunni, án þess að taka inn meðul
áður. Þetta er hinum mikla þrekmanni
mikil raun, þar sem allur hugur stendur
til að vinna fyrir sér meðan lífið endist,
en ekki tjáir mn að sakast. Það versta
er, að slíkum mönnum, sem Jónasi, hættii'
um of við að vinna án þess að geta það
raunverulega. Sérstaklega slikum mönn-
um sem ekki kunna að hlifa sér, þyrfti
endilega að sjá fyrir hæfilegum verkefn-
um eftir þvi sem mögulegt væri. Þetta
þyrfti að athuga miklu betur en gert
er, sérstaklega i hinum fjölmennari, vax-
c.ndi bæjum, þar sem náin kynning
drukknar í hinum vaxandi mannfjölda.
Hér í bæ eru nokkrir algerir öryrkjar,
sem fá mánaðarlega frá tryggingunum
rúmar 500 kr. á mánuði, en þetta segir
auðvitað ekki neitt til að lifa af. Hjá
Jónasi er þetta t. d. sem næst fyrir kolum
lil að kynda húsið að vetrarlagi.
t Vinaminni er auðsæ mikil snyrti-
mennska utanhúss og innan. Börn þeirra
Jónasar og Helgu eru:
1. Ingibjörg, gift Sveini Guðmundssyni
frá Kúludalsá. Þau eiga heima ó Skaga-
braut 7. Þeirra börn:
Framhald á siSu 69
CuiHHir Dul;
Tröllið 09 dvergurinn
Að sannleikans húsi
er langur og villugjarn vegur,
vegur, sem hrislast
um lýginnar göldrótta skóg,
sem pílagrím margan
að paradis heimskingjans dregur,
1 paradís þessari
tröllið og dvergurinn bjó.
1 heimsókn til sannleikans
réðust þeir rauðum á degi.
Risinn tók dverginn
og bar hann á stálöxlum tveim
dagleiðir margar
i ófajrð á áttlausum vegi,
þvi erfið er för sú
að komast til sannleikans heim!
Og risinn varð seinstígur:
Megin og minni hans þrýtur,
hann myrkur og lotinn
um villustíg skógarins 'fer,
svefnlaust og rökkvað
er augað, og andi hans hrýtur,
en ánægða forsjón
á langþreyttum herðunum ber.
Þar ígrundar dvergurinn
trúmál og tilveru sína,
tilgang og eðli
þess lifs, sem í skóginum býr.
Um siðspeki og stjórnvizku
ljós sitt þar lætur hann skína,
er leið sina risinn
að hibýlum sannleikans snýr.
Svo mælir dvergurinn:
„Stjörnurnar vísa oss veginn
að veröldum guðanna
handan við skógarins þröng,
og að paradís andans
mér pilagrím vizkunnar lýsa“. —
„E-pú“, sagði tröllið,
„sú för verður mér nokkuð löng!“
Dvergurinn mælir:
— „Vort jarðlíf er barátta og
byrði,
sem bera vér þurfum
um skóginn að áfangastað.
Sú fórn er það mesta
og eina, sem einhvers er virði“.
..Á“ — sagði tröllið —.
..Hu, fórnin? — Já, laukrétt er
það!“
„Þægur og hlýðinn
og auðmjúkur áttu að vera,
óttastu drottin
og vinn fyrir náunga þinn.
Með hógværð og stillingu
byrðina þína skalt bera“.
— ,.Bö-hum“, — sagði tröllið,
og lagfærði hiisbónda sinn.
Þá mælti dvergurinn:
„Ólíkir erum vér bræður!
Frá upphafi taldist ég
fremri og voldugri þér.
— Sá veiki skal þjóna
og hlýða þeim ríka, sem ræður“
— „Rétt“, sagði tröllið,
„að þjóna var áskapað mér.
En er þetta ekki húsið?“
„Ei sé ég þá sjónvillu þina.
Hinn svartasti galdur
þig blekkir — og förum þar hjá“.
Dvergurinn innir.
-— Svo ræddi hann við samvizku
sína
um siðspeki þeirra,
er drottna h»r jörð vorri á:
„Einn er hér hamar!“
(„Já, slikvtr pr stórmenna siður!“)
„Steðji er annar!“
(„Já, — þú gerist höfðingi hér
og með valdhafans drambi
og hofmóði horfirðu niður
úr hásæti slíku
á þann, sem á öxlum þig ber!“)
„Sá sterki á réttinn!“
(„Vei, líf þitt er loddarans flótti
um lýginnar myrkviði
reikarðu veginum frá“.)
— Hví flý ég þá húsið?“
(„I leynum þig lýstur sá ótti
að lítill þar yrðirðu
gólffjölum sannleikans á!“)
I
akranes
53