Akranes - 01.04.1955, Side 21
Síðasta veturinn, sem ég var í Flensborg, stofnuðum við
skólapiltar leikfélag og lékum þami vetur tvo sjónleiki, er báðir
voru þýddir úr erlendum málirm. Aðsókn var góð og einnig við-
tökur, svo að nokkur afgangur varð af leiksýningum. Seinna
um veturinn var á fundi skólapilta samþykkt tillaga um að
fénu, er afgangs varð kostnaði, skyldi varið til styrktar efna-
litlum nemendum, er nám stunduðu við skólann. Þetta voru
frumdrög að stofnun Nemendasjóðs Flensborgarskólans.
VII.
Ég gerist kennari — Tónlistin bærir á sér.
Næstu veturna tvo var ég farkennari í Villingaholtshreppi.
Kennslustarfið féll mér vel; börnin voru siðprúð og mörg vel
greind, en aðbúnaður var slæmur, engin upphituai á veru-
staðnum og því mjög kalt, og áhaldalaust var með öllu, og
háði það kennslunni nokkuð.
Fyrri veturinn kenndi ég á níu bæjum, en á fimm hin síð-
ari. Stundum fór kennslan fram í baðstofunni, þar sem fólkið
sat að vinnu sinni.
Vorin 1904—1905, var ég við jarðarbætur í Brautarholti á
Kjalarnesi. Seinna vorið fór ég sunnudag einn til kirkju að Saur-
bæ. Organistinn, Andrés Ölafsson, söng og spilaði þar, m. a.
gullfallegt lag, er hreif huga minn, og minntist ég þess, er
faðir minn og síðar bræður hans, höfðu oft farið með það í
Stokkseyrarkirkju, á æskuárum mínum. Á heimleiðinni fór ég
að hugsa um það, hve gaman væri að geta leikið á hljóðfæri
og tók þá ákvörðun um að 'hefja nám í orgelspili, þótt seint væri
og öll skilyrði til þess óhagstæð, því að erfiðisvinnu varð ég að
stunda vor og sumar og kennslu á vetrum, er stóð yfir allan
daginn. Övíða voru hljóðfæri á bæjum til iðkana, lagði ég þó
út á þessa braut 25 ára gamall, en hafði skömmu áður aðeins
lært að þekkja nótumar.
Seinni veturinn, sem ég kenndi í Villingaholtshreppi, ból-
aði nokkuð á óánægju meðal bænda út af kostnaði, er leiddi
af veru minni þar. Mér leiddist þetta og réðst þá kennari og
organisti í Gaulverjarbæjarhrepp, fyrir milligöngu sóknarprests-
ins, sér Einars Pálssonar. Var ég næsta illa búinn undir org-
anleikarastarfið, þótt aðeins sé miðað við þær kröfur, er þá
voru gerðar til slíkra starfa.
Þegar lokið var kennslu þennan síðari vetur, fékk ég skjal
undirritað af bændum Villingaholtshrepps, þar sem þeir skor-
uðu á mig að vera kyrran og buðust til að hækka kennslukaupið.
að verulegum mun og buðu mér auk þess ýmiss þægindi, er
ég hafði eigi áður notið. Ekki var hægt að sinna tilmælum
þessum, þar sem ég var fastráðinn annars staðar, en jafn-
an ber að minnast hinnar góðu viðurkenningar, sem mér var
með þessu sýnd.
í Bæjarhreppnum kenndi ég í tvo vetur. Til þess að kom-
ast í nánari kynni við tónlistina, varð ég að fá mér þægilegri
lífsstöðu. — Þetta tókst. — Næsta haust, árið 1908, fékk ég
kennarastöðu við barnaskólann í Hafnarfirði og einnig tíma-
kennslu í söng við Flensborgarskólann.
Oft hef ég farið utan, eftir komu mína til Hafnarfjarðar
og hlotið tilsögn í ýmsum greinum tónlistar, hjá góðum kenn-
urum.
Vera mín í Kaupmannahöfn, eins og víðar erlendis, var
mér til mikils gagns og ánægju. Heim kom ég frá Höfn rétt
fyrir jólin 1913 og kvæntist þá Guðlaugu Pétursdóttur frá Grund
í Skorradal.
Frá 1908 hef ég fengist við ýmiss konar kennslustörf hér
í bæ, mest söngkennslu. Kenndi söng við báða skólanna lengi
vel, stjórnaði söngflokkum, árum saman eða þar til heilsan
bilaði. Einnig kenndi ég nokkuð á hljóðfæri og hef auk þess
haft á hendi organleikarastörf
Lengi ])jáðist ég af illkynjaðri liðagigt, en vamn þó alltaf
að kennslustörfum, en það háði mjög starfsemi minni. Þetta
skánaði þó síðar.
Að ýmsu leyti var það óheppilegt, að ég skyldi velja mér
söngkennslu að lífsstarfi. Auk heilsubilunar, hef ég alltaf verið
sérlundaður, lítill félagsmaður, og um of hneigður fyrir ýmiss
konar fræðagrúsk, er þessum störfum eru óskyld og aldrei
hefur komið mér eða öðrum að nokkru gagni, svo teljandi sé.
VIII.
Trú og tilgátur.
Oft er talað um, að nú sé litlu trúað hjá því sem áður var,
og er ýmsu um kennt.Áður var kirkjan svo að segja einvöld um
skoðanir almennings í trúarefnum, en nú er öldin önnur. Mörg
félög og stofnamir hafa risið upp á síðari tímum, með alls konar
fræðslu, er eigi getur talist í samra'mi við kenningar þær, er
kirkjan hefur flutt mönnum. Innan kirkjunnar sjálfrar hefur
einnig skotið upp ýmsum skoðunum, er eigi varð vart áður,
og hefur sumt af þessu ekki orðið til þess að laða leitandi sálir
að trúar- og kristindómsmálum. Sé vitnað í hin fornu trúar sann-
indi, koma fræðimennirnir brátt á vettvang með nútima vísindin
og segja, að þau samrýmist ekki kenningu kirkjunnar. Af öllu
þessu er það bersýnilegt, að margur mútimamaður lætur sig
trúmálin litlu skipta. Allir vita þó, að lífsfýsnin er mikils
máttug, einnig í trúarefnum, en hvar eru bjargráðin? Skrifað
stendur: „Leitið, og þá munuð þér finna“. En hvar á að leita?
1 lífinu sjálfu, náttúrunni. I mannúð og réttlæti.
Biblían skýrir frá því að Jesús frá Nazaret, höfundur trú-
ar vorrar, hafi verið líflátinn og risið upp á þriðja degi. Á hvern
hátt slíkt hefur átt sér stað, er ofvaxið skilningi vorum.
Þjóðsögurnar geta um það seint og snemma, að svipir
framliðinna manna, séu á reiki í kringum oss. Trúlegt er að
sumar þær sagnir séu tilorðnar fyrir áhrif frá sögninni um
páskaundrið.
Spyrja mætti: Hvað tekur við, er þessu lífi lýkur? Eru
jafnvel einhver lönd að skýjabaki, er séu bústaðir framliðinna
manna. Sé svo — sem margir vona —- er líklegt að hverjum
]ieim, er þangað leitar, verði ekki bægt frá dyrum, hvað sem
kennisetningum líður.
IX.
Menntamenn.
Einn þeirra var Brynjólfur frá Minna-Núpi, þótt eigi væri
hann skólagenginn. Þegar ég var að kenna á Loftsstöðum, kom
hann þar á haustin og dvaldist nokkra daga. Þar kyntist ég
honuiri.
Bry'njólfur segir sögur.
Á kvöldin safnaðist heimilisfólkið saman í baðstofunni, er
Brynjólfur sagði sögur, því að þær kunni liann margar og sagði
vel. Siðavandur var hann og urðu allir að hlýða fyrirskipunum
hans, meðan söguflutningur fór fram, bæði eldri. sem yngri.
Hann sat á innsta rúmi við borð, en á því var bolli með mjólkur
blandi, til þess að dreypa á, er hlé varð á sögulestri. Kodda
varð hann að hafa undir lendum sér og annan undir fótunum,
svo að þægilegri væri setan. Einn af heimamönnum varð að
sitja hjá honum og játa sögunni. Allir aðrir urðu að steinþegja,
en svo kom sagan.
Frásögnin var blátt áfram,ljós og skýr framsetning, laus við
allt handapat og hávaðaglamur, en þó var sem leikin væri hver
persóna, er fyrir kom í sögv.nni, með iítilsháttar blrebrigðum í
rómi og andlitssvip, er gaf hverri persónu það, er henni bar,
svo að eigi varð misskilið.
Framhald í nœsía blaSi.
akranes
57