Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 26

Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 26
SÉRA FRIDRIK FRIÐRIKSSON: STARFSÁRIN III. A leiðinni heim fengum vér dálítinn mótbyr og nokkra ágjöf. Vér sátum á þilíarinu í hvirfing.og sungum ósköpin öll; varla mundi það 'hafa þótt frambærilegt á „samsöng“, því að til þess var söngurinn allslitróttur, og nokkrum sinnum, gat það komið fyrir, að einhver fann hjá sér þörf til að fórna Ægi úr innra djúpi sínu, og var það látið úti inn í hringinn, en svo kom bylgja yfir og hreinsaði hringinn. Allir voru í bezta skapi, og þegar einhver var búinn að ljúka sér af, þá féll rödd hans inn í samsönginn, eins og ekkert hefði rofið „konsertinn“. Allt gekk ágætlega. Þó er mér ekki grunlaust um, að flestir hafi orðið fegnir, er vér komum inn fyrir Engey, eð minnst kosti varð ég það, þótt ég hefði ekki af sjóveiki að segja, því satt að segja var í mér talsverð hræðsla, ef einhverjum kynni að skola út. Og það er víst, að sjaldan hef ég haft heitara í hug og hjarta en oft á þeim ferðum. Abyrgðin var svo ægilega þung; að hugsa um þessa drengi og foreldra þeirra, ef eitthvað skyldi koma fyrir. En mikil var líka lofgjörðin og þakklætið, þegar komið var heilu og höldnu í land og verða sjónarvottur að fögnuði drengj- anna og ástvina þeirra á bryggjunni. — Eftir vikutíma átti svo næsti flokkur að fara aftur upp í skóginn. Var nóg að gjöra þessa viku og tilhlökkun mikil. Einn af þeim dögum hafði ég eitt hlutverk að leysa af hendi, sem mér var næsta kærkomið. Átti ég þá að kanna nýja stigu. Þannig var mál með vexti, að við guðsþjónustu á Bessastöðum um vorið 1921, gáfu tveir piltar úr Hafnarfirði 100 krónur til að leggja í sjóð fyrir sumarbúðir K.F.U.M. fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð, og viðtekið, að þeir úr báðum bæj- unum, sem áhuga hefðu fyrir þvi, skyldu koma saman á vetr- um, hvert föstudagskvöld, annað skiptið í Hafnarfirði og annað skiptið í Reykjavík, og biðja fyrir þessu máli og leggja fram fórn í peningum í skálasjóð. Síðan var þessu haldið áfram. Nú var álitið að hefjast mætti handa til framkvæmda. En hvar gætum vér fengið hentugan stað? Ég fór einn af dögunum eftir að komið var ofan að suður í Hafnarfjörð. Við vinur minn og hægri hönd, Jóel skósmiður Ingvarsson, fórum að tala um þetta. Hann og þeir Hafnfirðingar höfðu komið auga á stað uppi í Kaldárseli. Jóel lýsti staðnum fyrir mér. Svo varð það úr að við lögðum af stað gangandi og léttum ekki fyrr en við vorum komnir þangað. Það voru hér tun bil 8 kílómetrar. Þar voru nýlegar rústir eftir kotbæ, sem þar hafði staðið framan úr öldum. Bærinn stóð við á, sem heitir Kaldá. Hún kemur þar upp í hólaþyrpingu. Stærsta hæðin er milli bæjarrústanna og Helgafells. Áin kemur upp úr nokkrum tjörnum, og þaðan höfðu Hafnfirðingar veitt köldu og indælu vatni niður til Hafnarfjarðar. Áin bugðast niður sléttu hrauninu, sums staðar breið lygn, sums staðar í nokkrum þrengslum, breiðir lítið eitt úr sér, er hún rennur fram'hjá selinu. Dálítið tún hefur verið kringum bæinn, girt með hraungrýti. Túnið er uppblásið og grýtt sums staðar. Við Jóel komum nú þangað og lögðumst á grænan bala milli rústanna og árinnar, til að hvíla okkur og virða staðinn fyrir okkur. Talsverður niður lék um eyrun, svalur og hressandi og gjörði dvölina svo ljúfa, að mér fannst ég hafa átt þar heima langt fram í aldir. „Já, hér vildi ég dvelja langar stundir, ef vér gætum fengið þennan stað“, sagði ég með ákefð í rómnum. Ég bar staðinn í huganum saman við Vatnaskóg. Það er ómögulegt að hera þessa tvo staði saman, þeir eru svo ólíkir sem mest má verða. Á báðum stöðum er fegurðin svo mikil og sérkennileg. Okkur báðum var stórræði í huga. — Svo gengum við niður i Fjörð, og okkur var nú kappsmál að sækja um leyfi fyrir staðnum til sumarbúða. — Og til þess að orð- lengja þetta ekki frekar, sóttum við um staðinn og fengum hann. Um haustið var keyptur efniviður í skálann og fenginn smíðameistari. Guð gaf oss gnægð af fórnfúsum vinum og yfir- smið, Guðjón timburmeistara Arngrímsson. Hvað hann lét oss í té, meðan skálinn var að komast upp og síðan gleymist eigi og má eigi gleymast. Ég er viss um, að til er sá, sem man sér- hverja stóra eða litla fórn, sem fram er lögð, hann, sem lítur á og einn þekkir hjartalagið. Saga Kaldársels kemur í sínum höfuðdráttum á sínum tíma. Þetta er nú nóg í þessu sambandi. Við Jóel komum heim, og sótt var um og fengið leyfi til að nota þetta gamla býli fyrir nýtt starf. — Og nú heldur frásögnin um Vatnaskóg áfram. I næstu viku var svo farið með annan flokk á sama bát og sama skipstjóra, upp í Vatnaskóg. Sá flokkur var nokkru stærri, eitthvað um 20 drengir. Ferðasagan mjög lík þeiiri fyrri. Það var sami unaðs- blærinn yfir allri samverunni og í fyrra skiptið, og þó allt nýtt. Sömu voru erfiðleikarnir og sama ánægjan að yfirstíga þá. Gaman þótti oss að því, er vér komum inn í rjóður og héldum að stóra tjaldinu, sem hafði staðið uppi allan timann, að sjá þann flokk af þröstum og mariuerlum, sem höfðu tekið sér bessa- leyfi að skríða inn, en urðu hamslausir af hræðslu, er vér opn- uðum tjaldið, óg þótt vér héldum því á opna gátt, var eins og þeir vissu ekkert, hvernig þeir ættu að komast út, og flögruðu upp um allt tjaldið. Loksins höfðum við þó lempað þá út. Það var kyrrlátt og fagurt kvöld, og þegar búið var að reisa tjöldin og elda kvöldmatinn, fóru menn fljótt til náða, þreyttir og glaðir. Mikið yndi 'höfðum við af fugluníim og var þá krökt af þeim, og héldu þeir til í rjóðrinu og fjölgaði þeim þar eftir þvi sem á dagana leið. Á nóttunni léku þeir sér uppi á tjöldunum og var eins og þeir væru að renna sér fótskriðu niður þökin á tjöldunum. Ég býst við, að þeir hafi verið að ná sér í flugur. Stundum gat einn fugl smogið inn á nóttunni, en ef tjaldbúinn bærði á sér, varð hann ærður af ótta og fann aldrei upp á að fara út þar, sem hann komst inn. Stundum gekk ég austur fyrir rjóðrið og inn í þykkviðinn. Þar byrjaði ég á að blása í flautuna mína, og þá komu þrestir og ýmsir smáfuglar og hopp- uðu í hæfilegri fjarlægð í kringum mig og tístu svo eftir því sem ég blés í flautuna. Er þeir höfðu kvakað litla stund þögnuðu þeir og þögðu meðan ég blés, og tóku svo til þegar ég þagnaði. Ég reyndi þetta stundum á leiðinni yfir að Saurhæ. Þegar ég var kominn upp fyrir hliðið upp Móaskarðið, tók ég flautuna upp úr vasa mínum og byrjaði að kvaka og reyndi að likja eftir spóunum eða lóunni. Þá komu alltaf heilmargir spóar og flögr- uðu í kringum mig, ýmist á undan eða til hliðar, og tóku til að vella, er ég þagnaði. Þannig fylgdu þeir mér stundum alla leið suður á skarðsbrúnina. Ég gat líka lokkað til mín lóur á sama hátt, aðeins þurfti ég að skipta um lag. Þetta varð mér oft til mikillar skemmtunar og varð ég um 20 mínútum lengur en ég þur.fti yfir skarðið. Stundum fórum við allir saman niður að Eyrarfossi. Það var í þá daga mjög fallegur foss og í hylnum, sem fossinn fellur ofaní, sáust oft nokkrir laxar spreyta sig á að stikla fossinn. En hann var svo snarbrattur, að það tókst víst aldrei. Svo seinna fundu menn upp á því að sprengja fossinn í von um að þá gengju laxar upp í vötnin fyrir ofan. Með þessu tókst að eyðileggja fossana, en aldrei hefur orðið vart við laxagöngur. Vér útilegumenn höfum engan laxveiðirétt í Eyrarvatni og okkur stendur því á sama, en við söknum prýði fossanna. — Þessi flokkur gekk vel, en allt of fljótt fannst oss, og ekki man ég til að neitt sérstakt bæri til tiðinda, og komum vér glaðir heim. Eftir heimkomuna, var nú beint athyglinni enn meir að sumarskálaundirbúningi þeim sameiginlega fyrir Hafnarfjörð AKRANES 62

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.