Akranes - 01.04.1955, Page 28

Akranes - 01.04.1955, Page 28
THcsí og bezl árval af Vefnaðarvöru, Glervöru og Búsáhöldum. —★— Mikið af Barnaleikföngum. —★— Verzlið viÖ Sdinborg og þér munuö komast aÖ raun um, aÖ þar geriö þér bezt kaup. Komið inn. Lítið á varninginn. ANNÁLL AKRANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Sr. Jón N. Jóhannesen 100 kr., Björn J. Björns- son, verksm.stj.^ Akranesi 100 kr., Kjartan Ólafs- son, brunavörður, Rvik. 100 kr., Magnús Jónsson, skólastjóri, Rvik. 100 kr., síra Jón Guðnason, Rvík 100 kr., Halldór Þorsteinsson, útgm., Vörum í Garði 200 kr., Egill Júliusson, útgm., Dalvik 200 kr., Áheit frá N. N. Akranesi 50 kr., Ágúst Jós- efsson fyrrv. heilbrigðisfulltrúi, Rvik. 100 kr. Hjúskapur: 5. marz: Ungfrú Elin Sigriður Sveinsdóttir og Einar Guðmundsson. 5. d.: Ungfrú Guðrún Bergsdóttir (Arnbjarnar- sonar) og Gunnar Sveinbjörn Jónsson^ húsasmiður frá Vestmannaeyjum. 2. apríl: Ungfrú Kristin Hendrikka Jónsdóttir (Sigmundssonar) og Hörður Aðalsteinn Sumar- liðason, sjómaður, Reykjavik. 10. april: Ungfrú Sigurbjörg Fjóla Sigurðardóttir og Samúel Ólafsson, sjómaður, Bárugötu 16. 24. apríi: Ungfrú Stefanía Björg Björnsdóttir, og Svafar Jakob Stefánsson, sjómaður, Vesturg. 21. 8. mai: Ungfrú Sigurlaug Ragnhildur Karlsdótt- ir, Vitateig 1 og Hafsteinn Magnússon, sjómaður s. st. 14. maí: Ungfrú Sigrún Ingibjörg Sveinsdóttir, Öldugöu 17 i Reykjavik og Ottó Nielsson, sjómað- ur, frá Skorrastað i Norðfirði, Bjarkagrund 1. 20. mai: Ungfrú Halldóra Björnsdóttir (Jóhanns- sonar Bjömssonar), Vitateig 1 og Þórður Óskars- son. skipstjóri, Vesturgötu 70. Síra Jón M. Guðjónsson gaf öll brúðhjónin saman. Dánardægur: 6. marz: Var jarðsettur að Görðum Hannes Eggertsson, bónda að Hávarðsstöðum i Leirársveit, Ólafssonar, bróðir Bjarna Eggertssonar á Kringlu og þeirra systkina. Hann var fæddur 4. nóv. 1908 á Hávarðsstöðum. Hann var ókvæntur, en mjög mörg hin siðustu ár vinnumaður á Hvítárvöllum, trúr og dyggur maður. 13. marz andaðist hér Guðbjörg Jónsdóttir frá Reyni, f. 4. des. 1879 á Sæunnarstöðum í Hallár- dal í Austur-Húnavatnssýslu. Hún var tápmikil kona. Hennar verður væntanlega getið í sambandi við Reyni. 28. marz andaðist Bjami Brynjólfsson frá Bæjar- stæði, f. 15 /8 1873 í Móakoti í Innri-Akranes- hreppi. Hann átti heima hér i Skaganum frá 10 ára aldri. Hans verður hér betur getið fljótlega í sambandi við Bæjarstæði. 8. apríl andaðist hér i sjúkrahúsinu, Kristín Jóns- dóttir frá Ausu i Andakíl, Eggertssonar, kona Ólafs Guðmundssonar, en þau bjuggu lengi í Mið- vogi. 11. apríl andaðist i sjúkrahúsinu hér, Sigriður Kristjánsdóttir, Heiðarbraut 12, 84 ára að aldri. Hún var f. 30/10 1870 að Þjóðólfstungu i Bol- ungarvík. Hún átti heima í Vestmannaeyjum, Kaupmannahöfn og í Reykjavik. Dvaldi hér á Akranesi frá 1932. Hún lá rúmföst g seinustu árin. Hún var vel gefin kona og snyrtileg. Hún giftist ekki. 16. apríl andaðist i sjúkrahúsinu hér, Ingibjörg Helga Sigurðardóttir frá Melkoti. Hennar verður síðar getið í sambandi við Melkot. 29. apríl andaðist Ólafur Þorsteinsson, Vestur- götu 63, fyrr bóndi á Vatnsenda í Skorradal. Fædd- ur í Geirshlíð i Flókadal 8. júli 1867. Hann flutti hingað til Akraness 1929. Ólafur var bróðir Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur á Bjargi. 8. maí var jarðsunginn hér í Görðum, Böðvar Gíslason, smiðs Böðvarssonar. Böðvar var f. 2g/3 1886, en var um tugi ára dyggur vinnumaður á Hvanneyri. Kirkjukórar Akraness og Borgarness halda hljómleika. Kóramir héldu sameiginlega söngskemmtanir í Akranesi á Pálmasunnudag og í Borgarnesi sunnu- daginn áður. Söngurinn í Bíóhöllinni hér var í heild sinni ágætur hjá báðum kórum. I báðum kórunum eru margar ágætar raddir, góðir söngstjórar, og. sýni- legt að mikið hefur verið æft,’og auðheyrt að allií' vildu gera sitt til að þetta færi sem bezt úr hendi. Líklega má segja að Akraneskórinn sé styrkari, og ráði yfir meiri tækni. En hitt má fullyrða að Kirkjukór Borgamess er óvenjulega góður, t. d. miðað við hve úr fáu fólki er að velja^ þ. e. bær- inn lítill. Hér er um mikið menningarstarf að ræða, sem kostar miklar fómir allra, sem að standa. Þarf að gera allt, sem hægt er til að hvetja þá og létta þeim lífið til áframhaldandi iðkunar þessarar dá- samlegu listar. Karlakórinn Svanir. Þeir sungu í Bióhöllinni hinn 17. npril s. 1. við hinn bezta orðstir og undirtektir. Aldrei þessu vanl var nú fullsetið hús. Því miður átti sá, er þetta ritar ekki kost á að heyra sönginn, en af honuin var mjög vel látið. Lagaval þótti gott og söngur- inn hinn prýðilegasti. Um mörg undanfarin ár hefur Geirlaugur Árnason stjórnað kómum af miklum dugnaði og fórnfýsi, en nú hefur nýr stjómandi tekið við, Magnús Jónsson, prests Brandssonar. Er talið, að honum hafi farizt stjóm kórsins vel úr hendi. Undirleik annaðist frú Friða Lárusdóttir. Tónlistarfélag stofnað. I vetur var stofnað Tónlistarfélag á Akranesi. Er meining þess að stuðla að eflingu tónlistar 1 bænum á hvem þann hátt, sem tiltækilegastur reynist til þess og ástæður leyfa. Fyrstu viðleitni í þessa átt sýndi félagið með þvi að fá hingað fjóra ágætustu einsöngvara lands- ins til að halda konsert hér hinn 24. april s. 1., en það vom: Guðmundur Jónsson, Guðrún Á. Símon- ar, Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson. Það stóð til að einnig kæmi Kristinn Hallsson, en hann forfallaðist vegna veikinda. Húsfyllir var á þessum fyrstu tónleikum félags- ins og urðu nokkrir frá að hverfa. Söngvurunum var tekið forkunnar vel því að bæði söngskrá og söngur, svo og undirleikur var afbragð. Undirleik annaðist með ágætum Fritz Weisshappel. Þessi söngur var í heild sinni glæsilegur, þótt söngur Guðmundar og Guðrúnar bæri af, eins og vænta mátti. 64 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.