Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 13
TÍMARIT VFÍ 1965
69
6 kV TEINAR
TEINROFI
BRÆÐIVÖR
JAR6BINOIROFI
þÉTTAR 10 ^F
STILUSPÖU
1.4 - 2.7 mH
AMPERMÆLAR 0 - 40 A
YFIR S PENNUAF LEIOAR
EINANGRUNARSPENNIR
14 kVA 500/100 - 270 V
5. mynd. 6 kV tengisella í álagssýrikerfi.
Rofaklukkan í stjórnborðinu er vals, sem snýst einn
hring á sólarhring. Á valsinum er ein rauf fyrir hverja
rás og eru settir í þær tvenns konar pinnar við þann
tíma, sem viðeigandi rás á að fara út eða inn. Pinnar
þessir verka á rofa í baki rofaklukkunnar. Þegar þeir
breyta stöðu einhvers rofa, fer tóntíðnirafallinn af stað
eftir 3 mínútur.
Önnur boð, sem rofaklukkan framkvæmir innan þess-
ara þriggja mínútna, framkvæmast með þessari sömu
impúlsröð. Þessi biðtlmi gerir því mögulegt að safna
saman öllum boðum, sem koma innan þriggja mínútna
og senda þau út með sömu impúlsröð, og takmarka
þannig fjölda útsendinga. Ennfremur að boð, sem koma
frá rofaklukkunni á meðan útsending stendur yfir, virka
ekki fyrr en þeirri útsendingu er lokið, en útsending
einnar impúlsraðar tekur um 3 mínútur.
Mynd 6 sýnir I stórum dráttum hvernig stjórntaflan
vinnur. Þegar stjórntaflan sendir út impúlsröð, þá hefur
rofinn R lokast vegna boða frá rofaklukkunni, ljósnema-
búnaði, eða vegna breytingar á stöðu handstýrðs rofa
og fær þá samfasahreyfillinn SM spennu og snýst einn
snúning, en stanzar síðan og setur rofann R út. Hreyf-
illinn SM snýr valsrofa, sem hefur 23 snertur. Fyrsta
snertan, ræsisnertan, gefur spennu beint inn á spólu
impúlsrofans, sem þá sendir út ræsiimpúlsinn. Hinar
22 snerturnar tengjast allar inn á spólu impúlsrofans,
I gegnum rofana 1 til 22, þ. e. einn fyrir hverja rás.
Þegar valsrofinn gefur spennu á þá rofa, sem eru inni,
fer impúlsrofinn inn og sendir út impúls.
Um leið og rofinn R fór inn og samfasahreyfillinn
SM fékk spennu, fékk ræsirofi hreyfilsins M, sem snýr
tóntíðnirafalnum, einnig spennu og framleiðir rafallinn
því, þar til samfasahreyfillinn hefur lokið snúningi sín-
um, stöðvast og slegið út rofanum R. Kerfið er þá aftur
tilbúið til að senda út aðra impúlsröð.
Á mynd 6 sést hvernig straumimpúlsarnir verða, ef
rofar nr. 4, 5, 12, 15, 16 og 22 hafa verið inni.
1 móttökuliðunum er lítill liði (sjá síðar), sem er
næmur fyrir aðeins 1050 riða spennu. Þegar ræsiimpúls-
inn fer út á netið, dregur þessi liði og gefur 220 volta
netspennu inn á samfasa hreyfil, sem fer í gang og geng-
ur samfasa með fyrrnefndum valsrofa og stöðvast, þeg-
ar hann hefur snúizt einn hring.
Þegar impúlsröð er send út, fara samfasahreyflarnir
í gang í öllum móttökuliðum, en aðeins þeir móttöku-
liðar, sem stilltir eru á rás með sama númeri og þeir
af rofunum 1—22 (sbr. mynd 6), sem eru inni, fara inn
eða halda áfram að vera inni, hafi þeir verið það, áður
en impúlsröðin var send út. Aðrir móttökuliðar fara út
eða eru úti áfram, hafi þeir verið það.
Þannig setur stjórntaflan alla móttökuliða í þá stöðu,
sem þeir eiga að hafa, þegar einhver implúsröð er send-
út, á hvaða tíma sem það er og hvort sem nokkur mót-
tökuliði á þá að breyta um stöðu eða ekki. Hafi því ein-
hver móttökuliði ekki farið inn, þegar hann átti að gera
það, t. d. vegna þess að húsið, sem hann er í hafi
verið spennulaust, þá fer hann inn, þegar fyrsta impúls-
röð fer út, sem send er eftir að húsið fékk aftur spennu.
Þegar tekin er spennan af heilu bæjarhverfi, þá hreyf-
ast móttökuliðar, sem þar eru að sjálfsögðu ekki á
meðan hverfið er spennulaust, enda þótt hver impúlsröðin
af annarri sé send út. Strax og spenna hefur verið sett
aftur á hverfið, er ekki nauðsynlegt að bíða eftir næstu
útsendingu skv. rofaklukku stjórntöflunnar, því hægt er
að senda strax út impúlsröð, með því að þrýsta á hnapp
og fer þá impúlsröðin út án fyrrnefndrar þriggja mín-
útna tafar. Fara þá allir móttökuliðarnir í hverfinu, sem
hafði verið straumlaust, í þær stöður, sem þeir eiga að
vera skv. stjórntöflunni.
Ef breyta þarf roftíma einhverrar rásar, er það
augnabliksverk, þar sem aðeins þarf að færa fyrrnefnda
stýripinna til í raufum rofaklukkuvalsins í stjórntöfl-
unni.
1 stjórntöfluna er innbyggður sérstakur liði, og er
hægt að tengja inn á hann ljósnemabúnað, sem gæti þá
stjórnað allt að tveimur rásum, t. d. fyrir götulýsingu.
Ennfremur er hægt að tengja hvaða rofa sem er inn á
þennan liða eða aðra slíka, sem bæta má inn í töfluna.
Ákveðið hefur verið að bæta tveimur slíkum liðum inn
í töfluna. Inn á annan þeirra verður tengdur rofi, sem
nú gefur spennu inn á aðvörunarbjöllu í stjórntöflu að-
veitustöðvarinnar og fá þannig I staðinn fyrir hringingu
í aðveitustöð, sem almennt er mannlaus, boð hvert sem
er út i bæ, með notkun sérstakra móttökuliða með
bjöllu og merkiljósi. Slíkan móttökuliða geta t. d. vakt-
maður og verkstjóri haft hjá sér og fengið allar þær
aðvaranir, sem komið geta í stjórntöflu aðveitustöðvar-
innar, hvar sem þeir eru staddir á orkuveitusvæðinu.
Inn á hinn liðann verður tengdur hámarksvaki, sem sett-
ur verður upp í aðveitustöðinni. Með samskonar móttöku-
liðum og áður var lýst, en sem stilltir verða á aðra rás,
verður hægt að fá, hvert sem er á orkuveitusvæðið að-