Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Síða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Síða 19
TlMARIT VFl 1965 75 vinsældum og eru því oft áhöld um, hvort ekki skuli heldur telja þau til almennra neytenda- lakka. Þannig er það með Epoxylökkin. Við fór- um að framleiða þau 1957 og gerðum ráð fyrir að þau yrðu nær eingöngu notuð á iðnaðarhús- næði s. s. frystihús, bílaverkstæði o. fl. Epoxy- lökkin eru að vísu mest notuð af iðnaðinum enn- þá, en jafnframt seljast þau samhliða öðrum lökkum í málningarverzlunum. Ég ætla ekki að þreyta ykkur á að telja upp iðnaðarlökkin en aðeins nefna Hömruð lökk og Bökunarlökk, sem notuð eru í margskonar iðnaði. Enda þótt lökk og málningar séu aðalviðfangs- efni okkar, vil ég geta þess, að ýmiskonar lím eru einnig stór þáttur í framleiðslunni, og að við munum vera langstærstu límframleiðendur hér á landi. Þegar á öðru ári, þ. e. 1954, hófst framleiðsla á gólfdúkalími í allstórum stíl. Árið 1957 kom svo Grip trélím, sem er polyvinylacetat- lím, á markaðinn. Þá voru fyrir á markaðnum innflutt polyvinylacetattrélím en Grip trélími tókst á skömmum tíma að sigrast á þeim. Líku máli gegndi svo um Jötun-Grip, sem er Neoprene- snertilím, en framleiðsla hófst á því 1962. Aðrar mikilvægar límtegundir eru Kassagrip á vax- borna pappakassa undir frystan fisk og Gólf- flísagrip. Ein af síðari nýjungum í framleiðslu okkar er Þanþéttikítti. Það er Thiokol (polysulfið polymer) kítti. Þan er blandað hvata rétt fyrir notkun og má þá sprauta með kíttisprautu. Þan polymeriserast eða ,,vulkaniserast“ á einum eða fleiri sólarhringum og myndar gúmmí, sem loðir vel við flestalla byggingarfleti. Það er notað til að þétta með gluggum og byggingaelementum í húsum og sem þéttiefni í sprungur. Þan þétti- kíttið heldur mýkt sinni, f jaðurmagni og viðloð- un árum eða áratugum saman. Veðrast mjög lítið og er óuppleysanlegt í flestum efnum. Loks ætla ég að minnast á síðustu nýjungar okkar, sem eru ný plastlökk til viðarlökkunar, en við erum að hleypa þeim af stokkunum núna. Þelmatt er litlaust, matt plastlakk, sem gulnar ekki. Þelmatt er með innbyggðum herði og verður óuppleysanlegt í vatni, áfengi og feiti. Leifturlakk er annað ljóst plastlakk með inn- byggðum herði og einnig óuppleysanlegt. Það hefur mjög mikið slitþol og því sérlega hentugt á trégólf og parkett. Málning h.f. hefur haft rannsóknastofu frá upphafi. Fyrsta rannsóknastofan var að v's lítil, um 16 m- gólfflötur, og aðallega miðuð við að gera prófanir á framleiðslunni. Til að byrja með var enginn efnafræðingur starfandi hér á staðn- um, en ég var þá ráðgefandi efnaverkfræðingur við verksmiðjuna. Strax á öðru ári var ráðinn hingað efnaverkfræðingur og æ síðan hefur verið starfandi efnaverkfræðingur á rannsóknastof- unni, framan af einn, og tveir síðustu 4 árin, auk eins aðstoðarmanns og aðstoðarstúlku. Vinnuskilyrði voru að vísu léleg framan af, en jafnskjótt og byggt hafði verið við 1956 var rannsóknastofan stækkuð í tæpa 60 m2 og nú s. 1. vor fékk hún þetta húsrými, sem við höfum nú eða rúml. 100 m2 auk ágætrar og rúmgóðrar geymslu hér uppi á lofti.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.