Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 11
TIMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLAIMDS 1. hefti 1972 57. árg. Vandasamt verkefni Kennsla til lokaprófs í verkfræði hafin við Háskóla Islands. Fyrsti stúdentahópurinn sem ljúka mun fjög- urra ára verkfræðinámi með BS-prófi frá Há- skóla íslands er nú tæplega hálfnaður með nám sitt. Fram til þessa hafa stórir og velbúnir tækni- skólar erlendis annazt síðarihlutakennslu ís- lenzkra verkfræðinema. Háskólinn hefur nú að verulegu leyti tekið við þessu hlutverki, en þó er gert ráð fyrir að hluti þeirra, sem ljúka hér BS-prófi, muni sækja nokkra framhaldsmenntun erlendis. Háskóli íslands hefur með þessu tekizt á hendur mjög vandasamt verkefni. Kveikjan að þessari þróun má segja að hafi verið álitsgerð sem prófessor Trausti Einarsson, þáverandi deildarforseti verkfræðideildar, lagði fram 1964 á deildarfundi, en þar taldi hann nauðsynlegt að kannað yrði, hvort ekki væri rétt að hefja kennslu til lokaprófs við Háskóla Is- lands vegna þess að vaxandi erfiðleikar voru fyrirsjáanlegir á að koma stúdentunum til síð- arihlutanáms erlendis, einkum vegna fjölgunar í deildinni. Þessi varnaðarorð Trausta voru vissu- lega tímabær, en það þurfti þó enn meiri þrýst- ing á háskólann vegna stúdentafjölgunar til að hafizt væri handa um að undirbúa síðarihluta- nám. Þar varð að bíða þar til Háskólanefndin var langt komin með störf sín. Þá þótti hinsvegar svo brýnt að leysa vandann, að ekki vannst tími til að undirbúa málið svo vandlega, sem æskilegt hlýtur að teljast, og ber starf verkfræðideildar- innar þess nú glögg merki. Flestir munu hinsvegar sammála um, að hér hafi verið lagt inn á rétta braut og nú verði því að leggja mikla áherzlu á að verkið verði unnið á þann veg að stúdentar, sem ljúka munu námi frá deildinni, megi vel við una og þjóðfé- lagið megi njóta að fullu kosta þess, að hér sé kennsla til lokaprófs í verkfræði. Undirbúningurinn að hinni auknu kennslu hefði vissulega mátt vera meiri og betri. Um það er of seint að sakast við nokkurn nú, en vinna þarf ötullega að því að frumáætlun sú, sem gerð hefur verið, verði framkvæmd á þann hátt sem verkefnið krefst. Eins og nú stendur vantar töluvert á að háskólinn geti veitt nem- endum þá kennslu tvö síðari námsárin, sem gert er ráð fyrir í áætlunum deildarinnar. Einkum ber þá að benda á eftirfarandi atriði: 1) Ráðning kennara hefur dregizt aftur úr áætlun. 2) Skortur er á kennsluhúsnæði. 3) Enn á eftir að sjá deildinni fyrir aðstöðu þar sem unnt verður að veita nemendum nauðsynlega verklega þjálfun. 4) Bókasafnsaðstaða stúdenta og kennara er óviðunandi. Það ætti að vera metnaðarmál verkfræðinga- stéttarinnar að stuðla að því að hið nýja starf deildarinnar megi efla hag þjóðarinnar og verða til þess að þeir verkfræðingar sem munu útskrif- ast fráhinni endurskipulögðu verkfræðideild megi verða vel undir það búnir að leysa hin margvís- legu verkefni sem bíða þeirra. Ein meginforsenda þess, að svo megi verða, er að íslenzkir verk- fræðingar fylgist almennt sem bezt með störf- um deildarinnar og séu reiðubúnir að styðja hana þegar þess gerist þörf. En verkfræðingastéttin á ekki einungis að veita deildinni margvíslega þjón- ustu, hún á jafnframt að krefjast þess að há- skólinn ræki hlutverk sitt vel og fylgjast gagn- rýnin með störfum deildarinnar. Hér verður við mikið og vandasamt verkefni að glíma, en það er leysanlegt og ýmis knýjandi vandamál verður að leysa í tíma. En viðunandi lausn fæst ekki nema fast sé knúið á frá hendi þeirra aðila, sem hér eiga hagsmuna að gæta. Núverandi kennsluáætlun er að töluverðu leyti sprottin af áliti nefndar, sem skipuð var af stjórn Verkfræðingafélags Islands. íslenzkum verkfræðingum ber því skylda til að stuðla að því, að hin nýja kennsla megi verða þjóðinni til farsældar og verkfræðistéttinni til eflingar.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.