Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 12
2 TIMARIT VPI 1972 Tillögur verkfræðiskorar um nám til verkfræöiprófs Reykjavík, 17.1. 1970. Til forseta verkfræSi- og' raunvísindadeildar. Að beiðni yðar hefur undanfarið verið unnið að tillögum um nám, er miðaði að undirbúningi að verkfræðistörfum. Að til- lögugeröinni hafa staðið allir kennarar verkfræðiskorar auk verkfræðinganna Jakobs Björnssonar og Sverris Norlands, sem leitað var til, einkum til að aðstoða við tillögugerð um raf- magnsverkfræði. Á fundi skorarinnar hinn 16.1. ’70 var sam- þykkt að senda yður eftirfarandi tillögfur. i. Haustið 3 970 verði hafin kennsla til almennra prófa (BS- prófa) í byggingarverkfræði, véla- og skipaverkfræði og rafmagnsverkfræði. ii. Námstími verði fjögur ár en jafnframt veröi kennslu- árið lengt frá því sem nú er, þannig að raunverulegur kennslu- og próftími verði fullir níu mánuðir. iii. Á þessum vetri verði skipaðar nefndir sérfræðinga til að fjalla nánar um einstaka þætti væntanlegrar kennslu. vi. Um kennslu í eðlis- og efnaverkfræði verði fjallað, þegar fyrir liggja álitsgerðir stærðfræði- og eðlisfræðiskora um kennslu í viðkomandi greinum svo og álit efnafræði- nefndar. v. Skipaöar verði sérstakar nefndir til að fjalla um hugs- anlega kennslu í húsagerðarlist, veiðiverkfræði og fisk- iðnaðarverkfræði. Að því er varðar nánari lýsingu á kennslu og próffyrirkomu- lagi, tillögur um þær sérnámsgreinir, er veita þarf kennslu í af þessu tilefni, kennaraþörf og kennsluaðstöðu vísast í með- fylgjandi álitsgerð. Virðingarfyllst, f.h. stjórnarnefndar verkfræðiskorar Björn Kristinsson, Guðmundur Björnsson, Loftur Þorsteinsson. Inngangur Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um nauðsyn þess að efla verkfræðimenntun við Háskóla Is- lands bæði er varðar lengingu þess náms, sem fyrir er, ög aukna fjöl- breytni. Hinn 10.10. 1964 lagði þáverandi forseti verkfræðideildar, próf. Trausti Einarsson, fram álitsgerð um síð- arihlutanám í verkfræði við H.I. Taldi hann óhjákvæmilegt að fara að undirbúa síðarihlutanám í bygg- ingarverkfræði vegna fjölda stú- denta og jafnframt æskilegt, þar sem þá mundu skapast mjög bætt skil- yrði til ltennnlu og rannsókna á sviði verkfræði. 1 framhaldi af þessu ályktaði deildin hinn 20.11. ’64, ,,að tímabært sé að beina þeim tilmæl- um til menntamálaráðuneytisins, að það léti kanna þörf og möguleika á því, að hér væri hafin kennsla í sið- arihlutagreinum verkfræði”. Hljótt var síðan um afgreiðslu þessa máls, en það mun hafa verið álit ráðuneytisins, að um það yrði fjallað í háskólanefnd, sem skipuð var 24.9. ’66 ,,til þess að semja á- ætlun um þróun Háskóla Islands á næstu tuttugu árum.“ Verkfræði- deild ítrekaði framangreinda ályktun með sérstakri fundarsamþykkt hinn 25.3. 1968, sem send var formanni háskólanefndar, Jónasi H. Haralz. Haustið 1968 fór háskólanefnd þess á leit við verkfræðideild, að gerðar væru tillögur um æskilegt starfslið við deildina næstu tvo áratugi. Á fundi deildarinnar hinn 8.10. ’68 voru prófessorarnir Magnús Magnússon, Sigurður Þórarinsson og Loftur Þor- steinsson, þáverandi forseti vei'k- fræðideildar, kosnir í nefnd til að gera áætlanir um þessi efni. Nefnd- in skilaði áliti í janúar 1969, „Þróun verkfræðideildar áratugina 1970- 1990“, 'og er þar m.a. lagt til, að á árabilinu 1970-’75 verði tekin upp fyrrihlutakennsla í eðlis- og efna- verkfræði og kennsla í síðarihluta- greinum byggingarverkfræði, en kennsla í síðarihlutagreinum véla- og rafmagnsverkfræði verði tekin upp á árabilinu 1975-80. 1 júlí 1969 fóru þeir Jónas H. Har- alz, formaður háskólanefndar, og próf. Ármann Snævarr, þáverandi háskólarektor, þess á leit við pró- fessorana Loft Þorsteinsson og Þorbjörn Sigurgeirsson, Bjarna Kristjánsson skólastjóra Tækniskóla Islands og dr. Gunnar Sigurðsson yfirverkfræðing, að þeir settu fram sjónarmið um það, hvort þörf væri á skammtíma tækninámi, og hvar væri heppilegast að ætla því stöðu í skólakerfinu. Fjórmenningarnir skiluðu áliti í ágúst sama ár, þar sem lagt var til, að tekið yrði upp fjögurra ára almennt verkfræðinám (BS-nám) við H.l. Um skammtíma tækninám var lagt til, að komið verði upp tæknideildum við íslenzka menntaskóla að sænskri fyrirmynd. Stúdentspróf frá þeim veitti aðgang að verkfræðideild með sérstökum kröfum um lágmarkseinkunnir, en jafnframt yrði komið á framhalds- deildum við menntaskólana og gætu þeir stúdentar, sem þess óskuðu, lok- ið tækniprófi frá þeim. Rætt var um framtíðarstöðu Tækniskóla Is- lands, en ekki urðu menn sammála um hana. Sumir lögðu til að T.l. yrði

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.