Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 14
4
TlMARIT VPl 1972
árs viðbótarnámi í nánar tilteknum
sérgreinum. Kennslu og próf í sér-
greinum myndu erlendir verkfræði-
háskólar annast samkvæmt samn-
ingi milli þeirra og H.I., en prófskír-
teini veitti H.l. Einnig er vel hugs-
anlegt, að hinir erlendu skólar tækju
íslenzka BS-prófið gilt sem slíkt og
veittu sjálfir stúdentunum MS-gráðu
að loknu umræddu námi og prófi.
mjög lágt verð miðað við nývirði. um ræðir, myndu hugsanlega verða,
Verulegur hluti einnar vélsmiðjunnar að því er varöar byggingarverkfræði:
Kennarar
1) Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins 3
2) Orkustofnun (vatnsvirkjatilraunastöð) 2
3) Reykjavíkurborg 2
4) Landmælingar Islands 1
5) Reiknistofnun Háskólans 1
Samtals 9
Kennsluaðstaða
Oft hefur því verið haldið fram,
að síðarihlutakennsla í verkfræði
yrði mjög kostnaðarsöm, þar sem
koma þyrfti upp tilraunastofum með
dýrum kennslutækjum. Þessu er til
að svara, að stúdentar í hinu al-
menna verkfræðinámi hafa yfirleitt
mjög takmarkaðan aðgang að rann-
sóknarstofum. Nauðsynlega aðstöðu
að þessu leyti má að hluta fá með
samvinnu við þær rannsóknastofnan-
ir, sem þegar eru til í landinu eða
fyrirhugað er að koma á fót. Verk-
fræðideild hefur nú þegar samvinnu
við Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins um kennslu I efnisfræði og
tilsvarandi samvinna ætti að geta
tekizt við væntanlega Vatnsvirkja-
tilraunastöð Orkustofnunar, en til
þessara stofnana þyrfti einkum að
leita í sambandi við kennslu i bygg-
ingarverkfræði.
I véla- og skipaverkfræði þarf að
skapa aðstöðu til æfinga í eftirtöld-
um greinum.
1. Varmatækni.
2. Kælitækni.
3. Brennsluvélar.
4. Raftækni.
5. Verkstæðisvélar, málmsuða,
efnisfræði.
6. Vatnsvélar, prófun skipslíkana
(Likanprófun).
Hér gæti tekizt samvinna við aðra
skóla, svo sem Tækniskóla íslands
og Vélskóla Islands, og ennfremur
má benda á, að undanfarið hafa ver-
ið fyrir hendi möguleikar á að koma
upp æfingastöðvum eða skapa full-
nægjandi æfingastcðvar í greinunum
kælitækni, verkstæðisvélum, málm-
suðu, og e.t.v. fleiri. Hér í Reykja-
vík er nú stórt og fullkomið frysti-
hús með öllum vélbúnaði, sem
staðið hefur ónotað í yfir þrjú ár.
Heil verkstæði sumra vélsmiðjanna
í Reykjavik hafa nú um nokkurt
skeið staðið lítið eða ekkert notuð,
en viðkomandi fyrirtæki verið að
selja einstök tæki eða vélar fyrir
hefur nú þegar verið leigður til verk-
legra æfinga og kennslu á vegum
Iðnfræðsluráðs. Þannig mætti benda
á ýmsa aðra möguleika sem að sjálf-
sögðu þarfnast nákvæmrar athugun-
ar, þegar þróun verkfræðideildar I þá
átt, sem áætlun þessi gerir ráð fyrir,
verður endanlega ákveðin.
Að því er varðar kennslu í raf-
magnsverkfræði, má minna á, að
mikið er til nú þegar af þeim tækj-
um og þeirri aðstöðu sem þarf til
þess að hefja síðari hluta kennslu.
Á sviði orkutækni þarf vélar og
mælitæki en svipaðar tilraunir hafa
verið gerðar áður á vegum deildar-
innar og var aðstaða fengin hjá Vél-
skólanum. Svipað má segja um fjar-
skiptatækni. Mikið er til af tækj-
um sem nota má við kennsluna en
semja þarf um aðstöðu við Lands-
símann. Þetta mál þarfnast i heild
ítarlegrar athugunar, einnig að þvl
er varðar sameiginlega aðstöðu og
notkun á tækjum H.l. og annarra
aðila.
Hér hefur fyrst og fremst verið
fjallað um hina sérstöku aðstöðu
vegna verklegrar kennslu. Um hús-
næðisþörf vegna almennrar kennslu
verður ekki rætt hér, enda ber að
þessu leyti að líta á hana og hinar
síauknu þarfir háskólans I heild sem
afleiðingu af vaxandi stúdentafjölda
án tillits til kennslugreina.
Kennarar
Samkvæmt meðfylgjandi áætlun-
um verður árleg kennsla um 8000
h/a í verkfræðigreinum, þegar
kennslunni hefur að fullu verið kom-
ið á. Eru þá frátaldir greinaflokkar
01 og 02, sem tilheyra hinni almennu
raunvísindakennslu I deildinni. Laus-
lega má áætla, að þörf verði á um
30 föstum kennurum til að annast
þessa kennslu auk lausráðinna kenn-
ara, sem kenna munu um 3000 h/a.
Skapa þarf föstum kennurum starfs-
og rannsóknaaðstöðu á stofnunum,
sem vinna að verkefnum á kennslu-
sviði þeirra. Þær stofnanir, sem hér
Gagnkvæmur hagnaður myndi
verða að samvinnu verkfræðideildar
og þessara stofnana. Aðstaða sú,
sem stofnanirnar myndu leggja
kennurum til, yrði fólgin I húsnæði,
tækjakosti og starfsaðstoð, en á móti
kæmi starf kennara og stúdenta við
sérstök verkefni innan stofnananna.
Svipaða sundurliðun mætti gera,
að því er varðar véla- og skipaverk-
fræði og rafmagnsverkfræði.
Ein af mótbárum gegn síðarihluta-
kennslu í verkfræði hefur verið, að
hér skorti að mestu viðhlítandi rann-
sóknaaðstöðu í verkfræðilegum
greinum. Telja verður, að þessi að-
staða muni einmitt skapast með um-
ræddum tengslum kennara verk-
fræðideildar við hinar ýmsu stofn-
anir.
Tímamörk og frekari umlirbúningur
Gera verður ráð fyrir nokkrum
tlma til undirbúnings að kennslu
þessari. Lagt er til að kennsla sam-
kvæmt umræddri áætlun hefjist á
1. námsári haustið 1970. Kennsla í
verkfræðigreinum mun þá ekki auk-
ast að ráði frá því, sem nú er, fyrr
en árið 1972-73 og H.l. myndi
brautskrá fyrstu BS-verkfræðingana
árið 1974.
Á hinn bóginn eru ekki nein sér-
stök vandkvæði á þvl að hefja síðari-
hlutakennslu nokkru fyrr en hér er
lagt til og væri það vissulega einnig
mjög æskilegt. Má þvi I þvl sambandi
minna á, að fjölgun tæknimenntaðra
manna í ýmsum greinum er alger
forsenda þess, aö sú iðnvæðing, sem
nú er hafin hér, geti haldið áfram.
Einnig er það mikið hagsmunamál
stúdentanna, að námið geti flutzt
sem fyrst inn I landið sökum lægri
námskostnaðar hér. Frumathugun á
kennslu til slöarihlutaprófs I raf-
magnsverkfræði bendir til þess að
hægt sé að halda áfram með fyrra
ár á síðari hluta strax næsta haust
með aðra eða báðar sérgreinamar
en til undirbúnings fengist rúmt hálft
ár. Siðan má halda áfram til loka-