Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 21
TÍMARIT VFÍ 1972 11 Fyrstu tveir flokkarnir eru í hönd- um samnefndra skora verkfræði- og raunvisindadeildar, og hefur BS-nám í véla- og skipaverkfræði ekki áhrif á kennaraþörf þar. Kennslu í tækni- leg-um undirstöðugreinum og verk- fræðigreinum er skipt í eftirfarandi flokka: 1. Sérgreinar í véla- og skipaverk- fræði: a. VI: Vélahluta- og burðarþols- fræði, sjálfvirkni, stýri- tækni. b. V2: Rekstrar- og framleiðslu- tækni, skipulag, stjórnun. c. V3: Varma- og rennslisfræði, hitun, loftræsting, kæli- tækni. 2. Sérgreinar í skipaverkfræði. 3. Sérkennsla í vélaverkfræði fyrir aðrar námsbrautir. 4. Aðrar verkfræðigreinar sameigin- legar námi í byggingar- eða raf- magnsverkfræði. Þegar fundin er kennaraþörf í véla- og skipaverkfræði eru einung- is hafðir í huga greinaflokkarnir VI, V2, V3, S og sérkennsla í vélaverk- fræði fyrir aðrar námsbrautir, og ber þá að hafa í huga, að síðasti greina- flokkurinn stafar af þörfum annarra námsbrauta en véla- og skipaverk- fræði. Er þá ennfremur gengið út frá kennslu- og vinnuskyldu fastra kennara samkvæmt hugmyndum rektors og háskólaráðs. Er kennslu- skylda þá sem hér segir (30 kennslu- vikur á ári fyrir utan próf): Prófessor: 6 fyrirlestrar á viku, þ.e. 540 vinnustundir á ári Dósent: 7 -—- - — — 630 — — — Að meðtalinni vinnu fastra kenn- ara við próf, stjórnun og ráðgjafa- og rannsóknastörf verða vinnustund- ir samtals 1832 á ári, sem er vinnu- skylda opinberra starfsmanna sam- kvæmt síðasta kjarasamningi. Samkvæmt þessu hefur nefndin dregið saman kennaraþörf og vinnustundir við beina kennslu I véla- og skipaverkfræðigreinum og eru niðurstöðurnar sýndar i töflu V. TAFLA V. Kcnnaraþörf og vinnustundir vegna véla- og skipaverkfræðigreina. Greinaflokkur Fastir kennarar 1 Fjöldi Vinnust. Stundakennarar Fjöldi Vinnust. Alls Vinnust. Sérkennsla fyrir aðrar námsbrautir 1 próf. 540 1047 VI 1 dós. 630 7 2624 2747 3794 V2 1 próf. 540 1 dós. 630 1 248 1418 V3 2 próf. 1080 1 dós. 630 5 1520 3230 S 2 próf. 1080 2 dós. 1260 2 630 2970 6 próf. Samtals 5 dós. 6390 15 5022 11412 1 töflu VI er sýnt nánar, hvernig nefndin gerir ráð fyrir föstum Ifennarastöðum, sérgreinum hverrar stöðu, upphafi kennslu í viðkomandi sérgreinum og hvenær skipun í stöð- una þurfi að fara fram. Þ®r áætlanir, sem nefndin gerði um fastar kennarastöður skv. töflu VI hafa nú þegar farið úr skorð- um að nokkru leyti. Þannig hefur verið ákveðið að fresta ráðningum í skipaverkfræðigreinar sökum nemendafæðar. Kennsla í vélaverk- fræðigreinum fer hins vegar fram samkvæmt áætlun, en stöður þær, sem nefndin gerði ráð fyrir að veitt- ar yrðu i byrjun þessa árs hafa enn ekki verið veittar né hafa þær ver- ið auglýstar. Kennsla í þeim grein- um, sem um er að ræða, hefst næsta haust og verða þessar stöður vænt- anlega fylltar fyrir sumarið, því að kennsla í nýjum greinum krefst rækilegs undirbúnings, ef vel á að vera. 5. Æfingaaðstaða og verkþjálfun Ef kennsla í vélaverkfræðigrein- um á að koma að fullum notum þarf að tryggja aðstöðu til verk- legra æfinga. Hér er mikill vandi á höndum því að fullkomnar æfinga- stöðvar í hinum ýmsu greinum kosta mikið fé, og ekki er hægt að ætlast til þess, að Háskólinn ráðist einn í þær framkvæmdir, sem þarf til að koma þessari aðstöðu upp. Undirbúningsnefndin gerir nokkra grein fyrir þessum málum í bráða- birgðaskýrslu sinni og gerir tillögur um, hvernig leysa megi þetta mál. I töflu VII er sýnt yfirlit yfir þær kennslugreinar þar sem þörf er á æfingaaðstöðu, hvenær kennsla í þessum greinum hefst og hvaða stofnanir nefndin leggur til að sam- starf sé haft við um aðstöðu til æf- inga. Nefndin mun þó eiga eftir að gera frekari grein fyrir þessum mál- um og má vænta ýtarlegri greinar- gerðar um þau í lokaskýrslu hennar. Tækjamiðstöð sú, sem nefnd er í töflu VII, er fyrirhuguð stofnun, sem rætt er um, að komið verði á fót fyrir verk- og tækninámsskólana í Reykjavík. Gert er ráð fyrir sérstakri verk- þjálfun stúdenta, er fara skal fram. á sumrum milli kennsluára, alls 3 sumur og samtals 24 vikur eða 6 mánuðir. Verkþjálfunin skal fara fram á viðurkenndum vinnustöðum, þar sem unnið er að framleiðslu, iðnaði og/eða þjónustu við atvinnu- vegi landsmanna á sviði véla- og skipaverkfræði. Er stúdentum ætlað að kynnast þar af eigin raun vinnslu- og smíðaaðferðum, starfsháttum, að- stöðu og starfi í viðkomandi grein- um. Stúdentar í skipaverkfræði skulu verja 2-3 vikum af verkþjálfunar- tíma sínum eftir 6. misseri við módel- prófanir skipalíkana við erlendan tækniháskóla eftir nánara samkomu- lagi á milli H.l. og viðkomandi skóla (t.d. Þrándheimur, Hamborg, Wag- eningen, Kaupmannahöfn).

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.