Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Blaðsíða 18
8 TlMARIT VPI 1972 VerkfræSilega hönnun og/eða út- reikninga hefur örðið að fá frá er- lendum aðilum, ef því hefir verið sinnt á annað boro, ög hefur slíkt orð- ið öllum aðilum dýrkeypt. Nú er haf- in skipasmíði hér á landi til útflutn- ings, og má vænta mikils af sliku, en þó því aðeins, að sú starfsemi byggist á verkfræðilegri þekkingu ekki síður en á verkkunnáttu iðnaðarmanna. Eins og sakir standa er alvarlegur skortur á skipaverkfræðingum í landinu, og virðist hann muni fara vaxandi á næstu árum. Aðrar greinar atvinnulífs á Islandi skal bent á, þar sem þörf er aukins fjölda vélaverkfræðinga. Skal þá fyrst telja rekstur, skipulagningu og stjórnun fyrirtækja í iðnaði ög fram- leiðslu. 1 hinu fyrirhugaða BS-verk- fræðinámi falla þau sérsvið innan vélaverkfræðigreina að norrænum fyrirmyndum. Óhugsandi er, að sam- keppnishæfur iðnaður og framleiðsla geti þróazt hér á landi án tilkomu tæknimenntaðra manna, er kunna skil á hagfræðilegum grundvallarat- riðum og hlotið hafa þjálfun í skipu- lagningu, rekstri og stjórnun fyrir- tækja. Nær alger skortur slíkra manna er nú ríkjandi hér á landi. Ennfremur skal bent á, að þjóð- hagsleg nauðsyn kallar á þátttöku verk- og tæknifræðinga í verzlun með tæknivörur í ríkara mæli en nú. Þessi atvinnugrein er að mestu rekin enn þann dag í dag án þátt- töku tæknimanna. Engar rannsóknir í þágu véla- og skipaverkfræði eru stundaðar hér á landi þrátt fyrir mikilvægi þessara greina í siglingum, fiskveiðum, fisk- veiðitækni og iðnaði. Við kennslu þessara greina í Háskóla Islands skapast aðstaða til rannsókna í þágu áðurgreindra atvinnugreina. Ótalin eru að framan tvö verksvið vélaverkfræðinga, sem mikla áherzlu verður að leggja á hér á landi. Er annað þeirra hagnýting jarðvarma landsins til hitunar og orkufram- leiðslu. Umsvif á þessu sviði fara mjög vaxandi um allan heim, og hef- ur Island að ýmsu leyti verið þar í fararbroddi. Mætti hugsanlega halda þeirri stöðu og jafnvel styrkja hana, ef til starfa fást þar vel hæfir verk- fræðingar og aðrir raunvísindamenn. Hitt verksviðið er hraðfrystiiðnaður og kælitækni. Eins og kunnugt er byggist gjaldeyrisöflun þjóðarinnar mjög á þessari atvinnugrein. 1 henni starfa þó aðeins örfáir tæknimenn, þar af einungis 2-3 verkfræðingar með sérþekkingu í sjálfri kæli- og frystitækninni og enginn með sér- þekkingu á rekstri, skipulagningu og stjórnun iðnaðarfyrirtækja. Verð- ur að telja slíkt afaróeðlilegt, og sætir furðu, að ekki skuli fleiri tæknimenn hafa gerzt atvinnurek- endur í þeirri atvinnugrein en raun ber vitni. Má sennilega þar um kenna fámenni í fyrrnefndum sérgreinum og sífelldum skorti sérfræðinga á þeim sviðum. 1 þessari atvinnugrein einni saman ættu að geta rúmazt margir tæknimenntaðir menn með sérþjálfun í fyrrgreindum sérgrein- um (kæling og frysting, rekstur, skipulagning og stjórnun). Að lokum skal þess getið, að al- mennt hafa verkfræðingar hér á landi fenglzt fyrst og fremst við margvísleg þjónustustörf á sviði verkfræðinnar. Æskileg og e.t.v. nauðsynleg þróun á starfssviði verk- fræðinga er, að verkfræðingar og aðrir tæknimenn verði virkir þátt- takendur í atvinnulífinu með því að gerast sjálfir atvinnurekendur í framkvæmdum, iðnaði og fram- leiðslu. Sú þróun getur sennilega ekki orðið að marki fyrr en fullnægt hef- ur verið eftirspurn í verkfræðistörf í ýmsum þjónustugreinum, og verð- ur verkfræðingum og öðrum tækni- mönnum þá að fjölga örar en verið hefur. Takizt sú þróun þurfa verk- fræðingar ekki að kvíða framtíðinni að þvi er varðar starfs- og atvinnu- möguleika. 8. Námstími og námsefni Eins og tekið er fram í erindisbréfi nefndarmanna er í álitinu gert ráð fyrir fjögurra ára námi með 9 mán- aða árlegum kennslutíma auk verk- þjálfunartíma á viðurkenndum vinnustöðum. Kennsluárinu er skipt í tvö 17 vikna misseri, haust- og vormisseri, en í vikunni áður en haustmisseri hefst fara fram sjúkra- próf og endurtekin próf. Verkþjálfun fer fram á sumrin milli vor- og haustmisseris. Kennsluárið skiptist þannig: 27.8,- 3.9. 1 vika Sjúkrapróf, endurtekin próf. 4.9.-19.12. 15 vikur Fyrirlestrar, og tilraunir. reikniæfingar, verkefni 7.1.-20.1. 2 — Misserispróf. 21.1.-14.5. 15 — Pyrirlestrar, og tilraunir. reikniæfingar, verkefni 15.5.-30.5. 2 — Misserispróf. 31.5.-26.7. 8 — Verkþjálfun stað. á viðurkenndum vinnu- Námsefni er skipt í námseiningar, þar sem hver námseining svarar til fullrar vinnuviku stúdents eða 50 stunda. Er skrá um námsgreinar sýnd í töflum IVa og IVb. Sést þar, að til lokaprófs er reiknað með 120 námseiningum eða um 50 stunda vinnu stúdents á viku þann tíma, sem kennslan fer fram. 4. Kennaraþörf. Nefndin áætlaði kennaraþörf sam- kvæmt hugmyndum háskólarektors og háskólaráðs um vinnu við kennslu og í samræmi við venjur í verkfræði- og raunvísindadeild (þ. e. fyrirlestrastund jafngildi 3 vinnu- stundum, dæmaæfing jafngildi 2 Vt vinnustund og verkleg æfing í til- raunastofu jafngildi 3 vinnustund- um). 1 álitinu tekur nefndin þó fram, að hún telji kennsluvinnuna van- metna og væri nær lagi að áætla hana þriðjungi meiri eða 4 vinnu- stundir í stað 3 og 3 í stað 2%. Samkvæmt áætlun nefndarinnar skiptist námsefnið til BS-prófs eins og hér segir: 1. Stærðfræðigreinar 25 námseiningar 2. Eðlisfræðigreinar 16 3. Tæknilegar undirstöðugreinar, verkfræðigreinar 79 — Samtals 120 námseiningar

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.