Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Page 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1972, Page 24
14 TlMARIT VFl 1972 ur gert samanburð á áætlaðri skipt- ingu vinnustunda stúdenta á 3. og 4. ári samkvæmt námsgreinaskránni í skýrslunni (taflalVb) og hliðstæð- um greinum við MIT (skv. skýrslu frá 1967-1968), sem fullnægja mundu kröfum til Bo-prófs þar. Er þessi samanburður sýndur í töflu VIII. Námseining við H.l. svarar til fullr- ar vinnuviku stúdents eins og fyrr var getið, en við MIT er eininga- fjöldi námsgreinar skilgreindur sem sá vikulegi stundafjöldi, sem stú- dentinn vinnur við greinina þær 15 vikur, sem misserið stendur. Til BS- prófs við H.l. er krafizt 120 eininga en við MIT er krafan 360 einingar. Við athugun á töflu VIII kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Heildar- stundafjöldi er nokkru minni við MIT en við H.I., en reynsla þeirra, sem stundað hafa nám við MIT mun vera sú, að heimavinna sé vanmetin og ætti sá liður því að vera hærri. Ef lokaverkefnið er ekki talið með, kemur í ljós, að heimavinnustundir stúdenta við MIT nema 58% af heild- arvinnustundafjöldanum, en áætlaður heimavinnustundafjöldi við Hl er að- eins tæp 40% af heildarvinnustunda- fjölda. Aðalástæðan fyrir þessum mikla mun er í dæmatímum við Hl en hliðstæðu þeirra er ekki að finna við MIT. Þar sem greinarhöfundur þekkir til við tækniháskóla vestan hafs (t.d. IIT, Caltech, Berkeley, Stanford) er hlutfall milli heima- vinnu og skólatíma mjög líkt og við MIT. Ekki er höfundi kunnugt um það, hvort evrópskir skólar hafa sama fyrirlcomulag og hér er gert ráð fyrir, en sú spuming hlýtur að vakna, hvort þessi aukna handleiðsla við stúdenta sé nauðsynleg. Er það auðreiknað dæmi, að fyrirkomulag það, sem hér á að taka upp, krefst 40-45% meiri kennslukrafta og kennsluhúsnæðis en þyrfti með því fyrirkomulagi, sem tíðkast við skóla vestan hafs. Hér er því um stórt f jár- hagslegt atriði að ræða, sem er þess virði, að því sé gaumur gefinn. Um fyrirkomulag prófa fylgir skýrslan reglugerð verkfræði- og raunvísindadeildar, þar sem gert er ráð fyrir þvl, að þau taki 2 vikur. Af námsgreinaskrá sést, að hér er um að ræða próf í 4-6 greinum á misseri. Er það álit höfundar, að með auknu aðhaldi við stúdenta í kennslunni sé óþarft, að próf standi lengur en 1 viku. Langur upplestur er óþarfur, þar sem námsefnið á allt að vera ferskt eftir aðeins 15 vikna kennslutímabil, og má þannig stytta lengd kennsluársins um 2 vikur. Að lokum vill greinarhöfundur lýsa ánægju sinni yfir því, að þessi mál eru komin á þann rekspöl, sem raun ber vitni. Miðað við áætlaða árlega þörf nýrra verkfræðinga hér á landi er ljóst, að þessi kennsla á fyllilega rétt á sér. Með því að sníða náms- efnið eftir íslenzkum þörfum og staðháttum á að vera unnt, ef rétt er á spöðunum haldið, að útskrifa verkfræðinga, sem eru betur undir það búnir að glíma við þau verk- efni, sem hér bíða úrlausnar. Háskóli Islands hefur hér miklu og vanda- sömu hlutverki að gegna og er von- andi, að hann reynist vandanum vaxinn. Fyrsta áfanga byggingar Verkfræði- og raunvísindadeildar lokið Kennsla til fjögurra ára náms, sem ljúka mun með BSc prófi, er nú haf- in, allmargir stúdentar leggja stund á fyrrihlutanám í eðlisfræði og efna- verkfræði við Háskólann og mikill fjöldi sækir í nám í jarðfræði og líffræði. Þessi stóraukna starfsemi Verkfræði- og raunvísindadeildar krefst að sjálfsögðu stóraukins húsnæðis. Nú er að mestu lokið við að byggja fyrsta áfanga mikillar kennslubyggingar vestan Suðurgötu, andspænis Árnagarði, og hefur bygg- ingin þegar verið tekin í notkun. Byggingin er samtals 1875 m! og er hún ætluð til verklegrar kennslu í eðlisfræði og efnafræði. Kostnað- urinn við bygginguna er nálægt 60 millj. kr. Byggingarframkvæmdir hófust sumarið 1970 en hluti af hús- næðinu var tekinn i notkun nú að loknu jólaleyfi, en samkvæmt upp- haflegri áætlun átti öll byggingin að vera tilbúin til notkunar s.l. haust. 1 2. hefti Tímarits VFl, bls. 21, 1970 er grunnmynd þessarar bygg- ingar sýnd. Næsti áfangi verður kennsluhúsnæði fyrir verkfræðigrein- ar og er nú unnið af kappi að teikn- ingum því ráðgert er að fram- kvæmdir við þennan áfanga hefjist nú í sumar, en deildin hefur mjög brýna þörf fyrir húsnæðið þegar síðarihlutakennsla verkfræðinnar hefst næsta haust. Kennsluhúsnæði Verkfræði- og raunvísindadeildar 1. áfangi 2. áfangi 3. áfangi 1875 m= 3087 m! 1976 m= 7478 m3 12850 m3 7635 m3 Hin nýja bygging Verkfræði- og raunvísindadeildar séð yfir Suðurgötu frá Ámagarði.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.