Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Side 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Side 15
TlMARIT VPI 1972 77 1972. Frá þeim degi hefur öll fram- leiösla þess fyrirtækis veriö háð eftirliti samkvæmt ströngustu kröf- um um gæði. Auk þessa hefur rann- sóknastofan fengizt við framþró- un og/eða endurbætur á lyfjasam- setningum eftir því sem tími hefur gefizt til og lofar þessi starfsemi góðu fyrir fr.amtíðina að mati höf- undar. Svokölluð Lyfjamálanefnd, skipuð af heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, sem starfað hefur á yf- irstanaandi ári (1972) hefur nýlega skilað álitsgerð til nefnds ráðuneyt- is. Innihald greinargerðar þessarar er ekki opinbert ennþá, en svo mikið er þó ijóst, að hún leggur mikla áherzlu á miðhverfingu innlendrar lyfjaframleiðslu, þar með innifalda framleiðsluhætti, sem eru á alþjóða- ‘ mælikvarða. Um framkvæmd þessa máls er þó enn allt á huldu. Ef miðhverfing lyfjaframleiðslunn- ar verður raunveruleiki ætti ekkert að verða því til fyrirstöðu að fram kæmi öflug lyfjaverksmiðja. Fyrsta hlutverk hennar yrði að sjálfsögðu að koma framleiðslunni á lyfjaskrár- lyfjum í viðunandi horf, eins og Pharmaco hefur raunar þegar gert hvað þeim lyfjum viðvikur, sem framleidd eru þar. Hitt er annað, að ýmis sérlyf má vel framleiða hér á landi, að minnsta kosti lyf, sem gerð eru úr efnum, sem eru frjáls verzlunarvara og sem lýst er í lyfja- skránni (eða öðrum viðurkenndum lyfjaskrám, svo sem brezku eða bandarísku lyfjaskránum). En það ber að skyggnast lengra fram í tímann, og hér er átt við framleiðslu á eiginlegum virkum lyfjaefnum. Verði hafizt handa um slíka framleiðslu má það heita ör- uggt, að hún verður fyrst og fremst að miðast við útflutning, ef hún á nokkru sinni að verða arðbær. Það er almennt viðurkennt, að lyfjaverk- smiðjur eru svo til óháðar staðsetn- ingu í heiminum, vegna þess að verð- mæti lyfjaefna er að öllum jafnaði mjög mikið miðað við fyrirferð, og flutningskostnaður er því óveruleg- ur. Liggur þá fyrir að athuga hvaða lyfjaefni myndu þykja vænlegust til framleiðslu og hvernig slíkum iðnaði yrði hrundið af stað. Að því er bezt er vitað hafa mál þessi lítt verið rædd meðal lyfjafræðinga og eftir- farandi hugmyndir verða því að skrifast að mestu leyti á reikning höfundar. Ekki mun ráðlegt að ráðast í fjöl- þætta efnaframleiðslu, en leitast hins vegar við að ná sérhæfingu á ein- hverju ekki of einföldu sviði, tækni- lega séð. Að því er virðist, myndi framleiðsla á fúkalyfjum (antibio- tics) vera sérlega hentugt viðfangs- efni, því eftirspurn eftir þessum lyfj- um er mjög mikil og ekki líkleg til þess að minnka, auk þess sem lyfin eru afarverðmæt. Engin leið er til þess að mæla með neinu ákveðnu efni að svo komnu máli, en efni úr penisillín-efnaflokknum gætu komið til greina. Stofnkostnaður slíkrar verksmiðju myndi verða geysimikill og innlend kunnátta af mjög skom- um skammti. Ráðlegast væri þvl að leita samvinnu við erlent fyrirtæki, helzt sem stærst og öflugast, sem I byrjun legði til bæði vélar og kunn- áttu og síðast en ekki sízt, sem sæi um dreifinguna á framleiðslunni. Að nafninu til myndu innlendir aðilar aðeins leggja til vinnukraftinn í byrj- un, en ef rétt yrði haldið á spöðun- um myndum við þannig læra tökin á slíkum iðnaði. Þannig myndum við síðar fara að leita að nýjum efnum, finna nýjar framleiðsluaðferðir og þar fram eftir götunum. Þetta yrði vissulega ekki einskorðað við lyfja- fræðinga, heldur myndu verkfræð- ingar, efnafræðingar, lífefnafræðing- ar, sýklafræðingar, lyfhrifafræðingar (pharmacologists) og enn fleiri verða að leggja hönd á plóginn. Allt þetta kunna að sýnast draumórar, en verði málið afgreitt sem slikt verður held- ur ekkert framkvæmt. Endursamið í des. 1972. Gosefnaiðnaður Eftir Hörð Jónsson Eg hef tekið að mér að lýsa í fá- um orðum gosefnaathugunum þeim, er unnið hefur verið að á vegum Rannsóknastofnunar iðnaðarins. Þessar athuganir eru frumathuganir °S eru fyrst og fremst könnun á valkostum og söfnun upplýsinga, því Ijóst. er að fleiri aðilar en Rann- sóknastofnun iðnaðarins verða að leggja hönd á plóginn, ef fást eiga nýtiiegar niðurstöður I fyrirsjáan- legri framtíð. Þeir sem unnið hafa að þessum athugunum auk mín eru: Aðalsteinn Jónsson og Guðjón Sverrir Sigurðs- s°h frá R.I. Fyrir liggur að Island er ekki auð- ugt að málmum, en gnótt er hér af gosefnum, t.d. nokkrir kúbikkíló- metrar af vikri í Þjórsárdal og eitt fjall, Prestahnúkur, er að mestu úr perlusteini. Þessi efni hafa hingað til aðallega verið notuð sem fylliefni í steypu bæði hér og erlendis, en hin síðari ár hafa t.d. Rússar og Japanir hafið rannsóknir á þessum efnum í þeim tilgangi að leita eftir hráefnum til iðnaðarframleiðslu. Með þeim frumstæðu tækjum, sem við höfum haft yfir að ráða, hefur verið reynt að kanna sem flesta nýt- ingarmöguleika. Meðfylgjandi línurit sýnir helztu hugsanlega notkunar- möguleika perlusteins, en það er það gosefni er nærtækast virðist að nýta. Vikur er til margra hluta nýtileg- ur. Flestir ykkar þekkja notkun vik- urs í léttsteypur og pozzolan, en vik- ur má nota í fleira. Ein tegund af slípidufti er unnin úr vikri, þ.e. hreinsaður, fínmalaður vikur er sölu- vara t.d. í Bandaríkjunum og hug- leitt hefur verið að kanna þessa notkun. Finmalaður vikur (0,125 mm) hit- aðui og bræddur við ca. 1200 °C freyð- ist af bundna vatninu og myndar

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.