Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 20
82
TIMARIT VFI 1972
varmaorka, sem áður fór inn á heita
turninn með brennisteinsvetninu og
gufu, sem því fylgdi frá hreinsiturn-
inum, kemst nú ekki inn nema með
sérstökum aðgerðum. Þessi varma-
orka næst inn í kerfið með því að
taka vatnsstrauminn neðarlega úr
heita tuminum, hita hann með jarð-
gufu fyrir utan tuminn og skila hon-
um aftur inn í turninn rétt fyrir
neðan í svokölluðum mettara, þar
sem brennisteinsvetnið frá kalda
turninum keniur inn, hitnar upp og
mettast af vatnsgufu.
Með notkun jarðgufu má gera
ýmsar aðrar breytingar til spamað-
ar á varmaorku og tækjakosti, sem
ekki er farið út í hér. Hefur nú verið
sótt um einkaleyfi á þessum hug-
myndum, því þær hafa almennt gildi,
þar sem til greina kemur að nota
afgangsvarma, t.d. frá kjamorku-
vemm, til þungavatnsframleiðslu.
IV. Samkeppnisaðstaða lslands
1 sambandi við hugsanlegan mark-
að fyrir þungavatn vegna áætlunar
Kanadamanna var gerð ítarleg at-
hugun á samkeppnisaðstöðu Islands
til þungavatnsframleiðslu fyrir tæp-
um tveim árum. Dr. Ágúst Valfells
var fyrirliði í vinnuhóp um þetta
verk, en Baldur Líndal, Sigurður V.
Hallsson og ég aðstoðuðum með ein-
staka þætti þess.
Við fengum mjög ítarlegar saman-
burðartölur frá ýmsum stöðum, með-
al annars frá Lummus Co., sem ný-
lega reisti þungavatnsverksmiðju
fyrir Kanadamenn.
Niðurstöður samanburðarins er
sýndur í töflu 2, sem hér fylgir. Þar
kemur í ljós, að við ættum að geta
framleitt þungavatn um tveim doll-
urum ódýrara á kg en Kanadamenn,
miðað við sömu verksmiðjustærð,
400 tonn/ári. Framleiðslukostnaður
er mjög háður verksmiðjustærð, eða
frá $ 38,90 á kg í 400 t. verksmiðju
og $ 52,70 á kg í 133 t. verksmiðju.
Vandinn við þungavatnsframleiðslu
er að markaðurinn er mjög háður
pólitískum ákvörðunum um uppbygg-
lngu kjarnorkuvera og stefnunni um
ráðstöfun úraníum- og plútoníum-
birgða. Þó virðist mjög líklegt að
fram að þeim tíma, sem „fast
breeder" kjarnofnar verða nægilega
þróaðir til að komast almennt í notk-
un, verði vaxandi eftirspum eftir
þungavatni, og er sjálfsagt fyrir
okkur að kanna þennan möguleika
ef verðþróunin fyrir þungt vatn er
hagstæð.
—I ATS. Tengingor millí
MYND 3 BREYTT FLÓÐRÁS AÐHÆFÐ JARÐHITA
Tafla 2 Samanburður á samkeppnisaðstöðu í þungavatnsframleiðslu
Island Kanada
Liður 133 t/ár 266 t/ár 400 t/ár 400 t/ár
Stofnkostnaður verksmiðju 28.8 M? 49.1 M$ 65.0 M$ 65.0 M$
Leyfisgjöld 2.0 2.0 2.0 2.0
Landjöfnun 0.2 0.3 0.5 0.5
Vatnsveita 1.1 1.6 2.0 2.0
Heildarstofnkostnaður 32.1 M$ 53.1 M$ 69.5 M$ 69.5 M$
15% vextir og afskriftir 4.820.000 7.970.000 10.400.000 10.400.000
1% tryggingargjöld o.þ.h. 288.000 492.000 650.000 650.000
Fastur kostnaður 5.108.000 8.462.000 11.050.000 11.050.000
Starfslið 446.000 585.000 724.000 1.110.000
Viðhaldsefni 576.000 984.000 1.300.000 1.300.000
Varmaorka 360.000 720.000 1.080.000 1.770.000
Raforka (3.6 mill.) 380.000 760.000 1.140.000 1.140.000
Kfni 12.000 24.000 35.000 35.000
Ý' mislegt og stjórnun 134.000 176.000 217.000 333.000
Breytilegur kostnaður 1.908.000 3.249.000 4.496.000 5.688.000
Heildarkostnaður á ári 7.016.000 11.711.000 15.546.000 16.738.000
Framleiðslukostnaöur
US$/kg D20 52.70 44.00 38.90 41.80
Hér er ekki reiknað með tollum eða sköttum.