Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 7
TIMARIT VERKFRÆÐIIMGAFÉLAGS ÍSLAIMDS 5. hefti 1972 57. árg. Úttekt á rekstraröryggi rafveitna nauðsynlegt Rétt fyrir jólin 1972 gengu tvær krappar lægð- ir yfir landið og aftakaveður fylgdi þeim, einkum hinni síðari. Alvarleg truflun varð á veitusvæði Landsvirkj- unar sem hér segir: 1. Eldingarvari við Búrfellsvirkjun eyðilagðist, er eldingu laust niður í hann og var Búrfells- virkjun þá úti rúma hálfa klukkustund. 2. Mastur í Búrfellslínu I brotnaði undan álagi veðurofsans. Það jók verulega á alvarleika þess- arar truflunar, að mastrið var á bakka Hvítár og því mjög erfitt að gera við bilunina. 3. Sogslína II bilaði í tengivirki við Irafoss. Þessi bilun kom þó lítið að sök þar sem hægt var að grípa til Búrfellslínunnar til Reykjavíkur. 4. Mikill halli kom á eitt mastur Búrfellslínu II, sem nú er í smíðum, þar sem undirstaða mastursins hafði sigið. 5. Bilun varð í annarri einingu varastöðvar- innar í Straumsvík. Með aukinni tæknivæðingu í þjóðfélagi voru valda allar truflanir á framleiðslu og dreifingu rafmagns vaxandi tjóni, vinnutapi og margvísleg- um óþægindum. Tugmilljóna, jafnvel hundruð milljóna króna beint tjón getur fylgt nokkurra daga alvarlegum rafmagnsskorti, og ekki þarf nema nokkurra klukkustunda rafmagnsleysi að degi til, þá verður verulegur hluti fólks í at- vinnuvegunum verklaus. Hér er vissulega ástæða til að staldra við. I erfiðleikum þeim, sem við lentum í vikuna fyrir jólin felst dýrkeypt reynsla. Margt bendir til þess að okkur sé brýn nauðsyn að gera um- fangsmikla úttekt á rekstraröryggi rafkerfisins, og ýmsum þáttum, sem því cru tengdir. Má þar m.a. benda á eftirfarandi þætti: 1. Endurmeta þarf rekstraröryggi framleiðslu- og dreifikerfisins og byggja á því mati tillögur til úrbóta. 2. Endurmeta þarf, hve mikið tjón getur fylgt verulegri rekstrartruflun. Einungis á grundvelli slíks mats er unnt að taka skynsamlega ákvörð- un um framkvæmdir, sem geta aukið rekstrar- öryggið. 3. Endurmeta þarf þær kröfur, sem nauðsyn- legt er talið að gera til álagsþols af völdum storms. 4. Truflanir koma fyrst og fremst vegna alvar- legra sveiflna í veðurfari. I ljós hefur komið að kröfur þær, sem gerðar hafa verið varðandi álags- þol háspennulína af völdum storma, hafa varla verið í samræmi við íslenzkt veðurfar. Veðurat- huganir hér á landi hafa fyrst og fremst beinzt að öflun upplýsinga fyrir veðurspár og almenna vcðurfarslýsingu. Fyrir margvíslega mannvirkja- gerð skipta skammvinnar sveiflur hinsvegar oft mestu máli, og almennar veðurathuganir sýna ekki slíkar sveiflur. Ýmis mestu mannvirki á íslandi eru hönnuð af erlendum verkfræðingum, og íslenzkir verk- fræðingar hafa þurft að sækja menntun sína til annarra landa. Af þessum sökum er mannvirkja- gerð hér á landi í allt of ríkum mæli byggð á er- lendri reynslu. Þekking á raunverulegum aðstæð- um er því oft ófullnægjandi, jafnvel í molum, enda hafa ríkt hér óhagstæðar aðstæður fyrir söfnun og skráningu reynslu á ýmsum þáttum tækninnar, sem eru að einhverju leyti sérstæðir fyrir land vort. Nú er hins vegar hafin við Háskóla íslands kennsla til lokaprófs í verkfræði. Það hlýtur að vera önnur meginskylda þess hluta kennaraliðs- ins, sem kennir hinar hagnýtu verkfræðigreinar, að miða kennsluna við íslenzkar aðstæður. Til að svo megi verða þarf að safna og skrá tækni- reynslu okkar og á skipulegan hátt þarf að kanna þá þætti í verkefnum íslenzkra verkfræðinga þar sem hin erlenda tækniþekking og reynsla reynist ekki fullnægjandi. Könnun á ýmsum veðurfars- ])áttum og því álagi sem þeim fylgir á mannvirki hér á landi og könnun á íslenzkum byggingarefn- um eru tvö mikilvæg verkefni sem bíða. Það er því brýn nauðsyn að rafmagnstruflun jólavikunnar verði til þess að gagnger úttekt verði gerð á rekstraröryggi raforkuframleiðslu og dreifingu hér á landi. Þá ber þess og að gæta, að lærdómur, sem af veðurofsa þessum fékkst, verði hluti af veganesti þeirra verkfræðinga, sem útskrifast munu frá Háskóla Islands á komandi árum. P. Th.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.