Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 8
70 TIMARIT VFI 1972 Efnaverkfrœðileg ráðgjafarstörf Eftir Baldur Líndal Nú orðið starfa hér nokkrir efna- verkfræðingar sjálfstætt við ráð- gjafarstörf. Þótt þessi hópur sé enn- þá ekki stór, hygg ég, að fullyrða megi, að um sé að ræða varanlegan þátt I starfsháttum efnaverkfræð- inga. I heild starfar nú fjöldi Is- lenzkra verkfræðinga að ráðgjafar- störfum. Af þeim eru langflestir byggingaverkfræðingar, en í þessum röðum má einnig finna vélaverkfræð- inga, skipaverkfræðinga, rafmagns- verkfræðinga og fleiri auk þessara efnaverkfræðinga. Þessi þáttur hefur i'arið vaxandi á síðari árum og styrkzt mjög í sessi. Þótt allir þessir aðilar séu ekki meðlimir í Félagi ráðgjafarverkfræð- inga, sem er islenzka deildin I hinum alþjóðlega félagsskap ráðgjafarverk- fræðinga FIDIC, hygg ég, að flestir starfi í anda þeirra samtaka. Er því þægilegt að skýra starfsemi ráðgjaf- arverkfræðinga með tilvisun i reglur þessa félagsskapar. Nokkuð má strax marka af inn- tökuskilyrðunum hér, sem eru í fullu samræmi við reglur FIDIC annars staðar: 1. Hann skal vera meðlimur I Verk- fræðingafélagi Islands. 2. Hann skal hafa starfað í minnst 8 ár að þeirri verkfræðigrein, sem hann stundar. Af þessum tíma skal hann minnst 5 ár hafa starfað sem sjálfstæður ráðgjafar- verkfræðingur, eða unnið sam- bærileg störf. 3. Hann má ekki vera fastráðinn starfsmaður. 4. Hann má ekki vera hluthafi, stjórnandi, starfsmaður eða um- boðsmaður neins þess fyrirtækis eða félags, sem rekur verktaka-, verzlunar- eða framleiðslustörf, er snerta verksvið það, er hann hyggst stunda sem ráðgjafar- verkfræðingur. Gert er ráð fyrir, að starfseml ráð- gjafarverkfræðings sé þannig háttað, að hann starfræki eigin verkfræði- stofu annað hvort einn eða í félagi við aðra. Hann skal hafa I sinni þjónustu nægilegt starfslið til úr- lausnar þeim verkefnum, sem hann tekur að sér. Innan sérgreinar sinnar getur ráðgjafarverkfræðingur meðal annars tekið að sér eftirfarandi verk- efni: 1. Frumathuganir, skipulagningu og hönnun. 2. Mat á arðseml áætlaðra fram- kvæmda. 3. Framkvæmdastjórn og sam- ræmingu hönnunarstarfa. 4. Gerð vinnuteikninga, verklýs- inga og útboðslýsinga. 5. Athugun tilboða og gerð verk- samninga. 6. Framkvæmdaeftirlit. 7. Reikningsskil. 8. Matsgerðir vegna dómsmála, lánamála o. fl. 9. Rannsóknir á sýnishornum hrá- efnis og framleiddrar vöru. 10. Eftirlit með framleiðslukerfum. Störfin á efnaverkfræðilega svið- inu undanfarin ár hafa nokkuð ein- dregið beinzt að þáttum, sem varða efnaiðnað og uppbyggingu hans. Innan þeirra marka, sem efnaiðnað- urinn hefur, er að sjá, að öll þau verkefni, sem talin voru að ofan, hafi að einhverju eða öllu leyti verið framkvæmd af ráðgjafarefnaverk- fræðingum hérlendis. Það, sem skilur á milli þeirra og annarra er eðlilega hið takmarkaða starfsvið, sem efna- verkfræðingar beita sér á, fremur en eðli starfanna. Auk þessa hafa efnaverkfræðing- arnir augljósa sérstöðu að því leyti, að stór hluti starfa þeirra hefur verið rannsóknir. Rannsóknir þessar hafa einkanlega beinzt að innlendum hrá- efnum. möguleikum þeirra og nýt- ingu með innlendum orkugjöfum. Myndi ég telja, að meira en helm- ingur starfa ráðgjafarefnaverkfræð- inga hér beindist nú að þessu. Talið í starfsviðum, hefur starf- semi ráðgjafarefnaverkfræðinga á undanförnum tveimur áratugum í meiri eða minna mæli náð til eftir- farandi: 1. Mjöl- og lýsisvinnslu. 2. Kisilgúrvinnslu. 3. Þang- og þaravinnslu. 4. Sjóefnavinnslu. 5. Áburðarvinnslu. 6. Plastiðnaðar. 7. Fjöldi annarra starfsgreina, sem stundaðar eru hér eða komið hafa til álita. Sé litið á I hverju hin nauðsyn- lega sérhæfing þessara ráðgjafar- efnaverkfræðinga er fólgin, má telja, að hún hafi verið bundin við fram- leiðslugreinar fremur en sérhæfni í ákveðinni meðferð efnis eða ákveð- inna starfssviða innan efnaverk- fræðinnar. Hvort tveggja er að sjálf- sögðu mögulegur grundvöllur, en hið síðarnefnda krefst meiri starfsvídd- ar og hefur því verið öllu óaðgengi- legri grundvöllur, að minnsta kosti meðan efnaiðnaður er hér í mótun. En án efa á slíkt eftir að koma og nýir ráðgjafarverkfræðingar kunna m. a. að ryðja sér þar til rúms. Að því er mér hefur virzt, þá er höfuðatriðið varðandi starfsaðstöðu það að koma sér fyrir í hæfilegu húsnæði þar sem hægt er að stunda störf með árangri og hafa tök á góðu sambandi við þá, sem unnið er fyrir. Skrifborðið er það fyrsta sem þarf, þvi hvað sem ráðgjafarverk- fræðingur fæst við þarf skriftir og greinargerðir viðvíkjandi öllu, sem gert er. I öðru lagi er svo teikni- borðið, sem fáir komast af án. Þetta er hinn sameiginlegi starfsaðstöðu- grundvöllur allra, sem þessi störf stunda. En allir ráðgjafarefnaverk- fræðingar, sem starfað hafa hér hafa auk þessa, þurft aðgang að rann- sóknarstofu. En sem betur fer hefur reynslan verið sú, að slík aðstaða hefur oftast verið tiltæk og þá stund- um á vegum þess aðila, sem unnið hefur verið fyrir. Ég álít, að heilladrýgsta fram- tíðarskipan þessara aðstöðumála einstakra ráðgjafarverkfræðinga, sé að þeir slái sér saman í hópa og nýti sem bezt aðstöðu til sameigin- legs aðstoðarfólks og tækjabúnaðar. Allra æskilegast er, að I þessum starfshópi séu ráðgjafarverkfræðing-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.