Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ2004
Fréttir DV
Olíugjaldið
lögfest
Olíugjaldsfrumvarp fjár-
málaráðherra varð að lögum
fyrir helgi, en þar er
gert ráð fyrir upp-
töku olíugjalds með
litun gjaldJErjálsrar
olíu og núverandi
þungaskattskerfi lagt
niður. Auk olíugjalds
verður tekið upp
kílómetragjald á ökutæki
sem eru 10.000 kg eða meira
að heildarþyngd, önnur en
bifreiðar til fólksflutninga.
Meginmarkmið laganna er
að gera dísilknúnar fólksbif-
reiðar að álitlegri kosti fyrir
einstaklinga og samræma
skattíagningu dísil- og bens-
ínbifreiða.
Handteknirá
stolnum bíl
Fjórir menn voru
handteknir af lögreglunni
í Reykjanesbæ í gær eftir
að bifreið sem þeir höfðu
stolið hafnaði utanvegar
við Vogaveg á Reykjanes-
brautinni. Mennimir,
sem vom taldir ölvaðir,
sluppu án teljandi
meiðsla en reyndu að
forða sér á hlaupum þeg-
ar þeir urðu lögreglu var-
ir. Þeir náðust þó allir.
stolnum bíl
Lögreglan í Hafnarfirði
hafði um helgina afskipti af
ökumanni vegna gruns um
ölvun við akstur. ökumað-
urinn var færður á lögreglu-
stöð þar sem skýrsla var tek-
in af honum. Þegar maður-
inn var stöðvaður kom í ljós
að bifreiðin sem hann var á
hafði verið tilkynnt stolin
fyrr um daginn. Málið telst
upplýst.
Viðskíptabann
á fsrael?
Jón Hákon Magnússon
framkvæmdastjóri
„Ég held aö það eigi ekki að
setja viðskiptabann á ísrael
vegna þess að það mun ein-
ungis gera illt verra. Eina lausn-
in er að setja þressu á Bush
Bandarlkjaforseta vegna þess
að það er hann sem framlengir
iífSharons í pólitíkinni."
Hann segir / Hún segir
„Ég er mjög fylgjandi við-
skiptabanni á Israel. Aðallega
vegna þess að ég tel þetta einu
leiðina til þess að koma á frið-
samlegan háttí veg fyrir þau
mannréttindabrot og þjóðar-
morð sem þar eru í gangi og
ég er mjög fylgjandi því að
þessi leið verði farin."
Katrín Jakobsdóttir
varaformaður VG
Guðni Ágústsson varar sjálfstæðismenn við að fara á taugum. Kristinn H. Gunnars-
son stendur ekki að skattalækkunum þegar velferðarkerfið er skorið niður. Mikil
ólga og hótanir hafa einkennt stjórnarsamstarfið eftir að þingi var slitið fyrir helgi.
Verulegur titringur er ríkjandi milli stjórnarflokkanna, Sjálfstæð-
isfiokks og Framsóknarflokks, vegna þess að framsóknarmenn
hleyptu ekki í gegn þingmáli um skattalækkanir fyrir þinglok.
Sjálfstæðismenn á borð við Pét-
ur H. Blöndal, Sigurð Kára Krist-
jánsson, Guðlaug Þór Þórðarson og
Gunnar I. Birgisson hafa opinber-
lega húðskammað Framsóknar-
flokkinn fyrir andstöðuna og jafn-
vel talað um svik við kjósendur.
Þetta kemur í beinu framhaldi af
verulegum væringum milli flokk-
anna vegna fjölmiðlafrumvarpsins
og gremju sjálfstæðismanna með
mótatkvæði Kristins H. Gunnars-
sonar og hjásetu Jónínu Bjartmarz í
því máli.
Fram-
sóknar-
menn
svara
ásökun-
um
sjálf-
stæðis-
manna
Kristinn H. Gunnarsson Hafnar
skattalækkun meðan velferðarkerfið
er skorið niður. ________
um svik í skattalækkunarmálum
fullum hálsi. „Það hafa miklar til-
finningar farið af stað eftir harða og
að mörgu leyti ósvífna pólitíska
umræðu síðustu vikurnar. Það hef-
ur reynt mikið á menn og það er
greinilegt að þessum mönnum hef-
ur sárnað mjög að geta ekki gengið
út í sumarið með prentaða útfærslu
af skattalækkunum upp á vasann.
En menn mega ekki fara á taugum,"
segir Guðni Ágústsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins
Miklar tilfinningar segir
Guðni
Framsóknarmenn vildu ekki
leggja fram tillögur um skattalækk-
anir án þess að hafa um leið stefnu
gagnvart fjárskorti í velferðarkerf-
inu og gagnvart mögulegri þenslu
og verðbólgu. Guðni segir að þessi
atriði verði að hafa í huga áður en
ákveðið verður hvernig standa eigi
við stjórnarsáttmálann. „Við
erum vissulega að skoða hluti
eins og að lækka tekjuskatts-
hlutfallið um 4 prósentustig,
skoða eignaskattinn og
virðisaukaskattinn. For-
menn flokkanna og flokk-
arnir sjálfir klára þau mál
vafalaust fyrir haustið.
En það verður að
skoða þetta í sam-
hengi við annað.“
Guðni á hér við
að staðinn verði
vörður um velferð-
arkerfið. „Við vilj-
um ekki útfæra
þetta nema klárt
liggi fyrir hvernig við
verjum heilbrigðiskerf-
ið og skólakerfið við
áföllum vegna fjár-
skorts. Einnig þarf að
ígrunda aðvörunarorð spekinga um
að skattalækkanir geti við núver-
andi þenslukringumstæður hleypt
verðbólgu af stað.“
Aðspurður hvort það hrikti í
stoðum stjórnarsamstarfsins segir
Guðni að augljóst sé að hin harða
umræða síðustu vikna hafi hleypt
miklum tilfinningum upp á yfir-
borðið.
Ekki samið um niður-
skurðinn
Kristinn H. Gunnarsson læt-
ur sér svikatal sjálfstæðismanna
í léttu rúmi liggja. „Það er ekki
Framsóknarflokksins að efna
kosningaloforð Sjálfstæðis-
flokksins. Við vitum hvað stend-
ur í stjórnarsáttmálanum og það
liggur fyrir að það hefur staðið til
að útfæra skattalækkanir í tengsl
um við kjarasamninga. Þeim
er ekki lokið, frekar en
kjörtímabilinu.
Kristinn
segir að
skattalækk-
anir séu ekki
stefna sem
hann vilji
standa að á
sama tíma
og verið sé
að skera
velferðar-
kerfið nið-
ur um jafn-
vel tugi
milljarða
króna. „Það
er verið að
skera niður í
Landspítala -
háskólasjúkra-
húsi og það er
verið að leggja til
aðgangshindranir á
háskóla- og fram-
haldsskólastigi. Um
þetta hefur ekki ver-
ið samið og þessar aðgerðir eru
langt umfram það sem eðlilegt get-
ur talist. Við þurfum að ræða þessi
mál og ná niðurstöðu áður en við
útfærum tillögur í skattamálum.
Auk þess blasir við að
það er spáð mik-
illi þenslu árin
2005 til 2007
og það gæti
virkað eins og
að hella olíu á
eld verðbólgu
og viðskipta-
halla að
lækka skatta
undir slíkum
kringum-
stæðum.“
fridrik@dv.is
Guðni Ágústsson Hin harða um-
ræða s/ðustu vikna hefur hleypt mik -
um tilfinningum upp á yfirborðið.
Kortaþjófur á Litla-Hrauni segir mannréttindi brotin á sér
Réttarfarið hér eins
og í grínmynd
Fanginn Ondobo Ndzana, sem í
febrúar sl. var dæmdur í 9 mánaða
fangelsi fyrir kortaþjófnað, fjársvik
og fleiri sakir, fullyrðir í kvörtunar-
bréfi sem hann hefur sent Mann-
réttindaskrifstofu íslands að mann-
réttindi haf! verið gróflega brotin á
sér eftir handtöku hans og félaga
hans í desember síðastíiðnum.
Hann fullyrðir að dómari málsins,
Jónas Jóhannesson, saksóknarinn
Eyjólfur Kristjánsson og skipaður
verjandi sinn, Jóhannes Albert Sæv-
arsson, hafi í raun unnið saman
gegn hagsmunum sínum.
Ndzana segir að samvinna Eyj-
ólfs og Jóhannesar hafi verið eins og
um fullkomna samverkamenn væri
að ræða, þeir væru augljóslega vinir,
þar sem samskipti með augngotum
og gríni dygðu oft á tíðum. Þetta eru
skemmtikraftar og réttarkerfið á ís-
landi er líkara Hollywood-grínmynd
en nokkru öðru, segir Ndzana.
Hann kvartar yfir að hafa verið
haldið of lengi áður en hann var
færður fyrir dómara, að gæsluvarð-
hald og einangrunarvist hans hafi
verið óþarflega löng og hann segir
fullum fetum að Jóhannes Albert
hafi á engan hátt gætt hagsmuna
sinna og aldrei mótmælt ákvörðun-
um Eyjólfs. Ndzana bendir á að Jó-
hannes Albert virðist vera skipaður
verjandi í svo gott sem öllum málum
er varða útíendinga sem teknir eru í
Ondobo Ndzana Gefur skipuðum verjanda
sinum ekki háa einkunn.
umdæmi Eyjólfs. Ndzana segir hann
og Eyjólf augljóslega vera mikla vini
og ísland augljóslega vera lögreglu-
ríki.
Ekiðáhótel
Talsverðar skemmdir urðu á
hótelinu á Fáskrúðsfirði á föstu-
dag þegar ekið var á það. öku-
maðurinn var sextán ára réttinda-
laus unglingur sem þar að auki
var grunaður um ölvun. Ökumað-
urinn lét sig hverfa af vettvangi
eftir atburðinn ásamt farþegum
en lét skömmu síðar vita af því
sem fram hefði farið. Bílinn end-
aði inni í eldhúsi hótelsins þar
sem veggur gaf sig með þeim af-
leiðingum að vatnslagnir fóru í
sundur. Talsvert tjón varð vegna
vatnsleka.