Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNl2004 9 f— DV Fréttir tögregla aö störfum læknideildarmenn i hvitum samfestingum rannsókuðu vettvanginn, Rannsóknnrlogreglumenn reynclu að komast að þvi hvað gerðist. i kiólfar þessa var ákveðid að krefjast gæsluvardhalds yfir konunni. DV-Myndir Róbert Bænastund var í Neskirkju í gær vegna morðsins á Hagamel. Séra Örn Bárður Jónsson og séra Sigurður Árni Þórðarson hjálpuðu fólki að takast á við sorgina. Sorgin færir okkur saman „Maður er auðvitað sleginn," segir Örn Bárður Jónsson, sókn- arprestur í Neskirkju, en mikil sorg hvfldi yfir Vesturbænum í gær eftir að fréttir af morðinu á Hagamel bárust mflli manna. Örn Bárður og séra Sigurður Árni Þórðarson voru á staðnum og veittu þeim sem vildu hjálp á erfiðum tímum. „Við ákváðum að halda bæna- snrnd í kirkjunni til að mæta þörfum fólks til að vinna úr sorg sinni,“ segir Öm Bárður og tekur fram að fólk leiti mikið til kirkjunnar á stundum sem þessum. „í gleði og sorg; lífi og dauða er kirkjan ávallt til staðar," segir hann. Og það var sorg í andlitum þeirra sem stóðu fyrir aftan lögreglulínuna og reyndu að átta sig á því hvað hefði gerst. í búðum skammt frá var um fátt annað talað. „Hvernig gat þetta gerst?“ spurði ein kona sem trúði varla því sem hún heyrði í fréttum. Örn Bárður segir eðlilegt að allir bæjarbúar leggist á eitt við að takast á við sorgina. „Hún er sammannlegt fyrirbrigði," segir hann. „Hún vitjar okkar allra með einum eða öðrum hætti og er eðlileg viðbrögð við missi." Fundur í skólunum Séra Sigurður Ámi segir að kirkj- an sé vettvangur fyrir fólk til að ná út sorg sinni og skelfingu. í gær var hringt í öll bekkjarsystkini stúlkunn- ar og í dag átti að halda fund í skól- unum með starfsfólki sem ræðir síð- an við nemendur. í febrúar á þessu ári fómst tvær ungar stúikur úr Hagaskóla í bflslysi. Sá atburður setti mark sitt á Vestur- bæinn og reyndi sérstaklega á Örn Bárð. „Við munum, eins og þá, fara í skólana og hjálpa þeim sem þurfa hjálp að takast á við sorgina," segir hann. „Á stundum sem þessum finniim við kannski hvað við mann- fólkið erum skyld. Sorgin færir okkur saman." Bænastund í Neskirkju í gær var svo bænastund í Nes- kirkju. Troðfullt var í kirkjunni og víða mátti sjá jafnaldra stúlkunnar sem dó fella tár. Örn Bárður hóf at- höfnina með stuttri ræðu þar sem hann fjallaði meðal annars um sorg- ina. „Sorgin er ekki sjúkleg. Hún er eðlileg viðbrögð við missi. Við skul- um því leyfa okkur að gráta hér í kvöld," sagði Örn og minntist svo á að vegna þess að ekki hefði tekist að ná í alla ættingja væri ekki minnst á nein nöfn. „Þeir sem em hér inni vita þó um hverja ræðir," sagði hann. „Við höfum mynd af henni í huga okkar. Eigum þessa stund saman og huggum hvert annað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.