Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Page 19
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ2004 1 9 Töpuðu stórt í fyrsta leiknum íslenska kvennalands- liðið í körfubolta lék þrjá vináttulandsleiki gegn Englendingum um helgina. Fyrsti leikurinn fór fram í Keflavík á föstudagskvöldið og íslenska liðið átti aldrei möguleika í leiknum, sem tapaðist með 24 stigum, 77-101. Erla Þorsteins- dóttir og Hildur Sigurðar- dóttir skoruðu báðar 22 stig og Signý Hermannsdóttir varmeð 16 stigog 12 fráköst. íslenska liðið spilaði ekki góða vörn og enska liðið nýtti meðal annars 53% þriggja stiga skot sinna (8af 15). Allt annað lið og góður sigur Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í öðrum leiknum sem fram fór í Grindavík á laugardaginn. íslenska liðð hafði góða forustu allan leikinn og náði mest 22 stiga forskoti í þriðja leikhluta og vann leikinn loks með 9 stigum, 85-76. Signý Hermannsdóttir skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og varði 5 skot, Alda Leif Jónsdóttir var með 15 stig, 10 fráköst og 4 stoð- sendingar og Erla Reynis- dóttir var með 15 stig. Auk þeirra skoruðu tvær til viðbótar yfir 10 stig, Birna Valgarðsdóttir var með 13 og Erla Þorsteinsdóttir gerði 11 stig og varði 6 skot. Þá var Hildur Sigurðardóttir með 9 stig og 6 stoð- sendingar. Naumttapí lokaleiknum íslenska landsliðið tapaði síðan mjög naum- lega í þriðja leiknum, sem bar þess merki að liðin voru að spila í þriðja sinn á innan við tveimur sólar- hringum. Enska liðið vann leikinn 58-53 og þar með tvo af þremur leikjum helgarinnar. Hildur Sigurð- ardóttir var með 13 stig og 12 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir skoraði 10 stig og gaf 5 stoðsendingar, Birna Valgarðsdóttir var með 9 stig og Erla Þorsteinsdóttir skoraði 8 stig og tók 8 fráköst. íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er öruggt með sæti í umspilinu fyrir EM eftir stórsigur í Ungverjalandi, 5-0, á laugardag. Þrátt fyrir það stefnir íslenska liðið á annað sæti í riðlinum því það gefur auðveldari mótherja í umspilinu. fslenska liðið er í fínum málum eftir leikinn gegn Ungverjum en þær vilja meira. Annað sætið í riðlinum gerir það að verkum að liðið fær veikari andstæðing í umspili og um leið eru þær nær drauminum um að komast í lokakeppni Evrópumótsins. Ef liðið leikur eins og það gerði í Ungverjalandi eru allar líkur á því að það takmark náist. íslenska liðið byrjaði leikinn gegn Ungverjum með miklum látum og Jiin magnaða Margrét Lára Viðarsdóttir kom íslenska liðinu yfir eftir aðeins 12 mínútna leik. Olga Færseth bætti síðan öðru marJd við úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikhlé og staða íslenska liðsins í leikhléi var mjög vænleg. íslensku stúlkurnar létu kné fylgja kviði í síðari hálfleik og Olga skoraði þriðja mark íslenska liðsins og sitt annað á 54. mínútu. Hún hafði ekki sagt sitt síðasta orð í leiknum því þrennan var fullkomnuð hjá henni sex mínútum síðar. Það var síðan stalla hennar í ÍBV-liðinu, Margrét Lára Viðarsdóttir, sem rak síðasta naglann í kistu Ungverja með fimmta marki íslenska liðsins á 62. mínútu. 5-0 lokatölur fyrir fsland og ÍBV-stúIkumar sáu um að gera öll mörkin. Sanngjörn úrslit Helena Ólafsdóttir landsliðs- þjálfari var að vonum kampakát er DV Sport heyrði í henni hljóðið. „Úrslitin gefa algjörlega rétta mynd af leiknum því við vorum mildð betri „Það er mikilsam- heldni í þessu liði og margir leikmenn að stíga virkilega upp og leika vel. Þetta lið ersem einn maður og það fleytir okkur mjög langt." og grimmari frá upphafi og hefðum í raun getað unnið enn stærra því við fengum fullt af fínum færum," sagði Helena og bætti við að það hefði verið mikilvægt að Þrenna hjá Olgu Olga Færseth átti stórleik með Islenska landsliðinu I Ungverjalandi og skoraði þrjú mörk. Þetta var fyrsta þrennan hennarOlgu með íslenska landsliðinu. byrja leikinn mjög sterkt. „Við ákváðum að vera mjög aggressívar alveg frá upphafi. Koma þeim í opna skjöldu og gera þeim það ljóst að þær ættu eldcert möguleika í leilcnum. Það tókst vel því við settum mark snemma og það var álcveðinn léttii fyrir okkur. Marlcmiðið var einnig að halda hreinu og það tókst líka og við erum alsælar með úrslitin í leiknum." Mikil samheldni Helena var geysilega ánægð með vinnusemi liðsins og samheldni í leiknum og hún hefur trú á því að stelpurnar geti gert enn betur. „Það er mikil samheldni í þessu liði og margir leikmenn að stíga virkilega upp og leika vel. Þetta lið er sem einn maður og það fleytir okkur mjög langt," sagði Helena, sem var að sjálfsögðu ánægð með að vera örugg inn í umspilið en hún vill meira. „Annað sætið er ekki tryggt sem við stefndum að og við ræddum á fundi eftir leikinn að við þyrftum að halda áfram. Við ætlum okkur annað sætið og vonandi kemur það á miðvikudag." Orðnar spenntar Á miðvikudag leikur íslenska liðið gegn því franska á Laugardalsvelli. Franska liðið er klárlega sterkasta liðið í riðlinum en íslenska stelpurnar hafa trú á því að þær geti velgt frönsku meyjunum undir uggum. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur en við erum farnar að hlakka til leiksins og getum ekki beðið eftir að hann verði flautaður á. Leikurinn hérna úti nægir stelpunum ekki og við erum ekkert orðnar saddar. Við ætlum að láta Frakkana hafa fyrir hlutunum því það er langt síðan við töpuðum á heimavelli." henry@dv.is GÓÐ STAÐA í RIÐLINUM Efsta liðið fer beint á EM, liðið í öðru sæti í umspil og þau tvö lið í þriðja sæti með bestan árangur komast einnig þangað. Staðan í 3. riðli: Frakkland 5 5 0 0 22-1 15 fsland 6 4 1 1 23-6 13 Rússland 5 2 2 1 11-6 8 Ungverjal. 7 1 1 5 6-24 4 Pólland 7 0 2 5 6-31 2 Leikir sem eru eftir í 3. riðli: Island-Frakkland 2.jún( (sland-Rússland 22. ágúst Frakkland-Rússland 26. sept. Pólland-Frakkland 3. okt. Rússland-Ungverjaland 3. okt. FYRSTA ÞRENNA OLGU Olga Færseth skoraði slna fyrstu þrennu fyrir landsliðið (Ungverja- landi um helgina og í fyrsta sinn hafa tvær landsliðskonur skoraði þrennu á sama árinu því Margrét Lára Viðarsdóttir, sem skoraði tvö mörk í leiknum, skoraði þrennu gegn Skotum í fyrsta leik ársins. Mörk Olgu fyrir ísland: 1994 Holland (úti) 1 1994 Grikkland (úti) 1 2000 Úkraína (heima) 1 2000 Rúmenía (úti) 1 2001 Rússland (heima) 1 2001 (talía (heima) 2 2002 Rússland (úti) 1 2002 England (heima) 1 2003 Ungverjaland (heima) 1 2003 Póllandi (úti) 1 2004 Ungverjaland (úti) 3 Þrennur fyrir fsland: ÁsthildurHelgadóttir 1994 4 mörk gegn Grikkjum á útivelli Rakel ögmundsdóttir 2000 4 mörk gegn Rúmenum heima Margrét Lára Viðarsdóttir 2003 3 mörk gegn Pólverjum heima Margrét Lára Viðarsdóttir 2004 3 mörk gegn Skotum heima Olga Færseth 2004 3 mörk gegn Ungverjum úti Markahæstu landsliðskonurnar: LÁsthildurHelgadóttir 18 2. Olga Færseth 14 3. Margrét Lára Viðarsdóttir 10 4. Ásta B. Gunnlaugsdóttir 8 4. Margrét Ólafsdóttir 8 6. Rakel ögmundsdóttir 7 EM-draumur stelpnanna fjarlægist Eins marks tap í Ásgarði Kristfn sterk Kristín Guðmundsdóttir átti fínan leik gegn Tékkum og skoraði sex mörk. Draumur íslenska kvennalands- liðsins í handlcnattleik um að komast í úrslitakeppni EM í Ungverjalandi er frekar fjarlægur eftir að stelpumar töpuðu fyrri leiknum í umspili gegn Tékkum í Ásgarði um helgina, 26-27. Það var vel mætt á leikinn í Garðabæ og fín stemning í stúkunni þegar leikurinn fór fram. Mikið jafrtræði var með liðunum nánast allan leikinn en tékknesku stúlkurnar voru þó alltaf skrefi á undan. Til marks um hversu jafn leikurinn var þá munaði mest þrem mörkum á liðunum. Islenska liðið náði einu sinni forystu en það var í stöðunni 6-5. Lokatölur voru síðan 26-27 sem er ekkert veganesti fyrir íslenska liðið fýrir seinni leikinn sem ff am fer í Tékklandi um næstu helgi. Aftur á móti er miði möguleiki og íslenska liðið getur meir en það sýndi í þessum leik. Berglind fris Hansdóttir átti stórkostlegan leik í íslenska markinu og átti stóran þátt í því að liðið tapaði ekld stærra. Inga Fríða Tryggvadóttir var verulega sterk í síðari hálfleik þar sem hún skoraði sjö mörk en hún nýtti öll skot sín í leiknum og fiskaði þar að auki eitt víti. Kristín Guðmundsdóttir átti einnig fínan leik. Mjög fúll „Eg er mjög fúll með þessa niðurstöðu," sagði Stefán Arnarson landsliðsþjálfari í leikslok. „Við vorum ekki nógu góðar." hemy@dv.is ÍSLAND-TÉKKLAND 26-27 (SLAND: Mörk (skot): (nga Fríða Tryggva- dóttir 8 (8), Kristín Guðmundsdóttir 6 (11), Guðrún Hólmgeirsdóttir 3 (3), Dagný Skúladóttir 3 (3), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 3 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 3/2 (8/2), Rakel Dögg Bragadóttir 0 (1), Drífa Skúladóttir 0 (2), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 0 (3). Varin skot: Berglind Iris Hansdóttir 20/1 (47/3) 42%. Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Dagný 3, Guðrún 2, Hrafnhildur). Vitanýting: 2 af 2 vítum (100%). Fiskuð víti: Rakel, Inga Frfða. Brottvísanir: 6 mínútur. Best á vellinum: Berglind (ris Hansdóttir. Dómarar: A. Marreros og J. Gil frá Portúgal. (6).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.