Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 7
EFNISYFIRLIT: Páll Theodórsson: Áratugur með tölvutækni 85 • Dr. Oddur Benediktsson: Forritunarmálin ALGOL, FORTRAN og PL/I 86 • Dr. Þorkell Helgason: Um reiknifræðikennslu við Háskóla íslands 89 0 Dr. Geir Arnar Gunnlaugsson: APLA Programming Language 91 • Pálmi Stefánsson: Ráðstefna um matvælaeftirlit á íslandi, yfirlit 96 Nýir félagsmenn 97 ______________________ ÚTGEFANDI: VERKFRÆÐINGAFÉLAG ISLANDS, BRAUTARHOLTI 20, SlMI 19717 _______________________ RITNEFND: ' HÁKON ÓLAFSSON. KRISTJÁN JÓNSSON, VALDIMAR KR. JÓNSSON, HALLDÓR SVEINSSON OG ÓSKAR MARlUSSON _______________________RITSTJÓRI: PÁLL LÚÐVlKSSON UMBROT: _ GlSLI ÓLAFSSON ÁRGANGURINN 6 HEFTI PRENTAÐ I STEINDÓRSPRENTI H.F. Forsíðumyndln er af tölvunni IBM 1620 i Reiknistofu Raunvisindastofnunar Háskólans. Tímarit VERKFRÆÐINCAFÉLAGS ÍSLANDS 59. ÁRG. 6. HEFTI 1974 ÁRATUGUR MEÐ TÖLVUTÆKNI Nýlega voru liðin tíu ár frá því að til Islands kom fyrsti rafeinda- reiknirinn, sem leyst gat flókin tæknileg og visindaleg verkefni. Kafeindareiknirinn var af gerðinni II5M 1620, og var hann í eigu hinn- ar nýju Reiknistofnunar Háskólans. Hið nýja tæki og möguleikar þess voru þá kynntir nokkuð hér í tíma- ritinu. í tilefni þess, að áratugur er nú liðinn frá þessum tímamótum, hefur Tímarit YFl leitað til þriggja sér- fræðinga til að fjalla nokkuð um stöðu þessarar tækni nú. 1 þessum inngangsorðum mun verða leitast við að meta þann árangur, sem náðst hefur í þessum efnum síðustu tíu ár, og stöðuna nú. Hér verður þó ein- ungis fjallað um þann þátt, sem snýr að verkfræðingum, en vert er að hafa í huga, að meginhluti þeirra verk- efna, sem hinar stóru tölvur vorra daga Ieysa, eru annars eðlis. Vegna hins mikilvæga hlutverks, sem Há- skóli Islands gegnir í þessum efnum, er eðlilegt að beina athyglinni fyrst og fremst að störfum hans og vél- búnaði. An víðtækrar þekkingar mikils f jölda manna á tölvutækni geta þessi flóknu tæki aldrei komið að verulegu gagni. Fáir sérfræðingar geta ekki einir leyst það hlutverk að draga fram þau verkefni, sem best verða leyst með tölvum, eða búið þau undir vinnslu. Kennsla í tölvufræðum er því algjör forsenda þess, að rafreikn- arnir geti orðið þjóð vorri að veru- legu gagni. I>að var gæfa Háskóla Islands, að hann fékk tiltölulega snemma eigin rafreikni, en alla tíð siðan hefur námsskeið í forritunar- gerð verið skyldugrein verkfræði- nema við skólann. Jafnt og þétt hef- ur þessi kennsla verið aukin að fjöl- breytni og árið 1971 var tekin upp ný námsbraut innan stærðfræðiskor- ar við Verkfræði- og raunvísindadeild i tölvufræðum. Um fimm nemendur hafa verið í hverjum árgangi og fyrstu nemendurnir hafa nú lokið BSc gráðu í þessari grein. Þessi kennsla á vafalítið eftir að eiga drýgri þátt í því en flest annað, að tryggja að tækni tölvanna verði nýtt til að efla atvinnulíf þjóðar vorrar. Án þess að eiga greiðan aðgang að tölvu hefði vart verið unnt að halda uppi þessari kennslu. Enda þótt tölva Háskólans (IBIM-1620) hafi gegnt hlutverki sínu vel hefur hún um nokkurra ára skeið verið úrelt, og jafnvel þótt mjög gagnlegum hjálp- arbúnaði hafi verið bætt við tölvu- kerfið á hinum umræddu 10 árum verður það að viðurkennast, að Há- skólinn hefur algjörlega tapaö því forustuhlutverki, sem hann tók að sér fyrir áratug hvað vélbúnað snertir. Orsökina má að verulegu leyti rekja til þess, að um árabil benti margt til þess að stórar tölvu- stöðvar með útstöðvum hentuðu best við lausn meiriháttar verkefna. Af þessum sökum var talið heppilegast að efla vélbúnað Skýrsluvéla rikisins og Reykjavikurborgar, en tryggja Háskólanum greiðan aðgang að tölvukerfi fyrirtækisins. Fyrsta skrefið á þessari braut var stigið með APL stöðvum þeim, sem nú hafa tekið til starfa og kynntar eru i þessu hofti. Á síðustu t\'eimur árum hafa orðið miklar framfarir í framleiðslu minni töluvukerfa og bendir nú margt til þess, að þarfir Háskólans verði best leystar með slíku kerfi. Ljóst er, að verksvið tölva hér á landi muni breikka verulega á kom- Framh. á bls. 88. P,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.