Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Side 8
DR. ODDUR BENEDIKTSSON:
FORRITUNARMÁLIN ALGOL, FORTRAN
OG PL/I
Oddur Benediktsson er fceddur 5.
júní 1937. Lauk BMEng-prófi í véla-
verkfræði frá Rensselaer Polytechnic
Institute í Troy, New York 196,9,
MS-prófi í stærðfrœði og PhD-prófi
í stærðfræði frá sama skóla 1965.
Strafaði sem verkfrœðingur í rann-
sóknastofu Bell símafélagsins í
Murry Hill, New Jersey, 1961—62.
Sérfrœðingur við Reiknistofnun há-
skólans 1965—69. Starfsmaður IBM
á Islandi 1969—71 og Skýrsluvéla
ríkisins og Reykjavíkurborgar 1971—
72. Skipaður dósent í stærðfrœði við
Verkfrœði- og raunvísindadeild Há-
skóla lslands 1972.
1. Inngangur
1 grein þessari verður fjallaö um
Algol, Fortran og PL/I forritunar-
málin með tilliti til notkunar þeirra í
kennslu og útreikningum í verk-
fræði- og vísindaverkefnum. Sér-
stakt mið er tekið af íslenzkum að-
stæðum, og notkun og notkunar-
möguleikar forritunarmálanna raktir.
2. Almenn atriði
Nú eru liðin um 30 ár síðan fyrstu
rafeindatölvurnar voru smíðaðar og
um 18 ár síðan Fortran forritunar-
málið var tekið í notkun. Á þessum
þrem áratugum hefur tölvutæknin
þróast stórkostlega, bæði það er vél-
búnað og hugbúnað varðar. Til
marks um þróunina á þessu sviði má
nefna að hámarks reiknihraði hefur
250.000 faldast á s.l. 20 árum. Til
samanburður má geta þess, að á
sama tíma hefur hámarkshraði far-
artækja 6 faldast og orkuneyzla á
mann, 1,5 faldast. (J)
Talið er, að um 15 almenn forrit-
unarmál séu í víðtækri notkun um
þessar mundir.(’) Með forritunar-
máli er hér átt við almenn æðri for-
ritunarmál, svo sem Algol og For-
tran, en mál nátengd vélunum, svo
sem Assembler, og sérhæfð mál, svo
sem Cogo, eru undanskilin. Forrit-
unarmálið Cobol er útbreiddasta
forritunarmálið sé litið á tölvunotkun
í heild sinni. Veldur þar mestu um
ríkjandi notkun málsins í viðskipta-
heimi Bandarikjanna.(2) Aftur á
móti hefur Fortran til þessa verið
lang útbreiddasta forritunarmálið í
verkfræði- og vísindareikningum.(3)
Til dæmis má nefna, að í upptaln-
ingu á helztu fáanlegum tölfræðifor-
ritunarkerfum voru 33 af 37 í For-
tran.(4)
Eins má geta þess, að í yfirliti
yfir forrit (12) á sviði stærðfræði-
legra útreikninga, tölfræði og að-
gerðarannsókna, sem birt voru í
hinum ýmsu fræðiritum á árinu
1973, voru alls tekin til 166 forrit.
Þar af voru 108 skrifuð í Fortran,
50 í Algol, 2 í vélamáli, 4 í PL/I og
2 í blendingi af Fortran og öðrum
málum, en ekkert I Basic, en önnur
mál munu ekki vera tekin til með-
ferðar í viðkomandi ritum.
Gefinn hefur verið út staðall fyrir
Fortran málið. (“) Sé ritað á hinu
staðlaða máli er nokkuð öruggt að
flytja megi forrit milli tölvugerða og
er það að sjálfsögðu mikilvægt at-
riði. Þá má og geta þess, að velflest-
ar minitölvur, sem nú eru á boðstól-
um, eru með Fortran þýðendur.
Þróun Algol forritunarmálsins um
og eftir 1958 hafði víðtæk áhrif á
þróun reiknifræði. Málið er sett fram
sem rökfræðileg heild (“) af alþjóð-
legum samstarfshópi. Málið þykir
einkar hentugt til kennslu í tölvu-
notkun og við framsetningu lausnar-
aðferða í tölulegri greiningu. En
veikir þættlr í meðhöndlun inntaks og
úttaks hafa ugglaust heft útbreiðslu
málsins til muna.
Árið 1963 var stofnuð í Bandarikj-
unum samstarfsnefnd notenda stórra
IBM tölva og fulltrúa frá IBM. Átti
nefndin að skilgreina verulegar um-
bætur á Fortran IV málinu.(’) Nið-
urstöðvar nefndarinnar urðu hins-
vegar þær, að heppilegra væri að
skilgreina nýtt mál fremur en að
færa út kvíar Fortran málsins. Mál-
ið nefndist PL/I (Programming
Language One), og með því var
stefnt að þvi að skilgreina mál, sem
hentaði jafnt til vísindaútreikninga
sem til viðskiptavinnslna og kerfis-
forritunar. PL/I er því æði víðfeðmt.
Og þar af leiðandi er mikið verk að
læra að nota það til hlítar. Eins verða
þýðendaforrit frek á minnisrými og
tölvutíma.
Til skamms tíma hefur verið talið
að IBM stefndi að því, að fá PL/I
tekið upp i stað Fortran og Cobol
við stærri tölvukerfin. Nú hefur því
aftur á móti verið lýst yfir(13) að
IBM muni styðja alla nýja alþjóð-
lega staðla fyrir sex helztu málin,
þ.e. APL, Basic, Cobol, Fortran,
PL/I og RPG.
Hin síðari ár hefur færst mjög í
vöxt við tölvuvinnslu, að notuð séu
fjarvinnslutæki með símasamband
við móðurtölvur. Þá geta margir not-
endur nýtt tölvuna samtímis. öll al-
gengari almennu forritunarmálin
hafa nú þegar verið útbúin sem fjar-
vinnslumál. Jafnframt hafa komið
fram ný mál. Má þar til dæmis nefna
APL málið, en því er lýst á öðrum
stað í hefti þessu. Slík kerfi bjóða
upp á nýja möguleika og mjög aukin
afköst í forritun.
Nú er það svo, að margt er líkt
með forritunarmálum og tungumál-
um. Málin eru notuð til að túika
hugmyndir. Noti stór hópur manna
tiltekið mál, myndast menningar-
heild um málið með innbyggðri
tregðu gegn ytri áhrifum annarsveg-
86 — TfMARIT V FI 1974