Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 10
málum g-eti blandast saman i einu og sama forritinu. Á þetta einkum við PL/I, Fortran, Cobol og Assembler. Þá er hægt að nýta kosti hvers máls- ins fyrir sig og fella saman tilbúin undirforrit úr ýmsum áttum. Allt frá árinu 1970 hefur PL/I verið notað til forritunar við tölvu- samstæðu Skýrsluvéla ásamt RPG og Assembler málunum. Nú mun vera svo komið, að nær helmingur nýrra forrita hjá Skýrsluvélum er skrifaður í PL/I, um helmingur í RPG málinu og svo hverfandi hluti í Assembler. Annars mun RPG vera mest notaða málið í viðskiptaverkefn- um hér á landi um þessar mundir. PL/I er notað við kennslu í reikni- fræði í Verkfræði- og raunvísinda- deild háskólans og þá einkum með til- liti til kennslu á meðhöndlun skráa. 1 fyrstu var hér notuð „DOS PL/I D level“(M) útgáfa málsins, en nú hefur verið tekin upp „DOS PL/I Optimizer‘('“) i'itgáfan. 6. Lokaorð Væntanlega verða forritunarmálin þrjú Algol, Fortran og PL/I í al- mennri notkun enn um árabil við vís- inda- og verkfræðiforritun. Jafn- fram má ætla, að Fortran haldi velli sem algengasta málið enn um hríð. Við okkar aðstæður núna virðist vera rétt að nota Fortran málið svo langt sem það nær og síðan PL/I. Stefna ber að því, að forritunar- málin þrjú séu aðgengileg á vélum hérlendis, og það í sínum fullþróuð- ustu myndum. Það kostar, að komið verði upp OS eða sambærilegu stjórnkerfl á allstórri tölvusam- stæðu. Með þessu mundi skapast fullsambærileg aðstaða til verkfræði- og vísindareikninga og til kennslu og rannsókna og tiðkast erlendis. Þá geta og þeir verkfræðingar og vís- indamenn, sem erlendis eru mennt- aðir, nýtt vitneskju slna án erfiðleika. HEIMILDIR. 1. J. K. Rice og J. R. Rice, Intro- duction to Computer Science, Holt, Rinehart and Winston, New York, 1969, bls. 380, 118. 2. Codosyl Systems Committee, Introduction to Feature Analysis of Generalized Data Base System, Communications of the ACM, Vol. 14, number 5. bls. 315. 3. J. M. Chamber, Another Round of Fortran, The Computer Journ- al, Vol. 14, number 3, ágúst 1971, bls. 312. 4. W. R. Suhncany, B. S. Shannon, jr., P. D. Milton, A Survey of Statistical Packages, Computing Surveys, Vol. 4, number 2, júní 1972, bls. 76. 5. Programming Language Fortran, International Organization for Standardization, ISO/R 1539— 1972. 6. P. Naur (útg.), Revised Report on the Algorithmic Language Algol 60, Comm. ACM 6, Janúar 1963, bls. 1—17. 7. J. E. Sammet, Programming Languages: History and Funda- mentals, Prentice—Hall, New Jersey, 1969. 8. IBM System 360 Operating System, Algol Language, IBM nr. GC28—6615. 9. G. Birtwistle, O. J. Dahl, B. Myhrhaug og K. Nygaard, Simula Begin, Studentlitteratur, Akademisk Forlag, Kaupmanna- höfn, 1973. 10. B. Buchart et al, Northern Europe University Computing Center, upplýsingabæklingur, NEUCE, 1973. ARANGUR MEÐ TÖLVUTÆKNI Framh. af bls. 85. andi árum. Sífellt verður auðvehlara að koma margvíslegum gögnum í vél- tækt form. Til þess að vinna úr þess- um gögnum þarf í senn tölvukerfi, sem er fjölhæfara hvað innlestur snertir en hin eldri kerfi. notandi þarf að hafa beinni og greiðari að- gang að tölvukerfinu og fjölbreyti- iegri úttakstækja er þörf. Einkum er brýn nauðsyn að hafa bæði ein- falda og flókna teiknara við tölv- 11. Einar Jakobsson, einkabréf. 12. 1973 Index by Subject to Al- gorithms, Communications of the ACM, Vol. 16, no. 12, bls. 769. 13. IBM Drops Plans for PL/I Dominance, The British Comp- uter Society, Computing, 6. des. 1973, bls. 5. 14. IBH 1620 Monitor I System Reference Manual, IBM nr. C26 — 5739 — 4, 1965. 15. IBM System 360 and System 370 Fortran IV Language, IBM nr. GC28 — 6515 — 9, 1973. 16. Oddur Benediktsson, Undir- stöðuatriði í Fortran forritunar- málinu, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, Reykjavík 1972. 17. A. T. Berztiss, Data Structures Theory and Practice, Academic Press, New York, 1971, bls. 388. 18. DOS and TOS PL/I Subset Ref- erence Manual, IBM nr. GC28 — 8202. 19. DOS PL/I Optimizing Compiler: Language Reference Manual, IBM nr. SC33 — 0005. 20. Páll Theódórsson, Smátölvur, Timarit VFl, hefti 1—2, 1973, bls. 6—11. urnar til að unnt sé að skila niður- stöðunum í myndrænu jafnt sem stafrænu formi. Eðlilegt er að ætla Háskólanum forustuhlutverk I þessum efnum, ekki einungis hvað kennslu snertir, heklur einnig til að reyna nýjar leiðir. An gagngerrar endurnýjunar á tölvubún- aði skólans getur hann ekki leyst þetta hlutverk af hendi. Því verður að leggja mikið kapp á að tryggja endurnýjun tækjabúnaðarins á næstu 1—2 árum. — Páll Theodórsson Hvers vegna kallarðu þetta „geit“ en ekki hlið eins og venjulegt fólk gerir? 88 — TlMARIT VFl 1974

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.