Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 12
Guðmundur Guðmundsson, dósent en
auk hans kennir Ottó J. Björnsson,
adjúnkt, einkum likindafræðina.
Meðfylgjandi mynd gefur heildar-
yfirsýn yfir námsefni reiknifræði-
brautarinnar og samhengi hinna
einstöku greina. Nokkuð er um það,
að nemendur utan þessarar náms-
brautar sæki einstakar greinar eða
greinaflokka námsefnisins. 1 því
skyni hefur verið leitast við að gera
greinar og greinaflokka sem sjálf-
stæðasta.
Um námsefni hinna einstöku
greinaflokka er þetta að segja:
Aðgerðagreining hefst á nám-
skeiði í fléttufræði og er þar fjallað
um ýmsa innviðu endanlegrar stærð-
fræði, svo sem graffræði. Að nokkru
leyti er þetta hjálpargrein vegna
rafreiknifræðinnar. Þá tekur við
bestunarfræði. Er þar farið allítar-
lega í línulega bestun en einnig í
nokkur sérhæfð bestunarverkefni. 1
aðgerðagreiningu I og II er fjallað
um dýnamiska bestun, birgðafræði,
ákvarðanafræði, biðraðafræði, reikni-
eftirlíkingu og ólínulega bestun.
Líkindafræði er kennd á 2. og 3.
misseri og er þar gefinn ítarlegur
fræðilegur inngangur í greinina. Á
seinna námskeiðinu er m.a. fjallað
um markgildissetningar, Markoff-
keðjur og fallhendingar. Tölfræði I
og II tekur þá við. Auk almennra
undirstöðuatriða í tölfræði má nefna
línulega tölgreiningu, tölfræðilegar
prófanir, þáttagreiningu og tíma-
raðir.
Rafreiknifræði hefst með nám-
skeiði í FORTRAN-forritun. Þá taka
við kennslugreinarnar: tölvunotkun,
rafreiknifræði, kerfisforritun og
loks gagnasafnsfræði. Kennd eru
forritunarmálin RPG, FORTRAN IV,
Assembly-mál, og PL/I. Farið er í
atriði eins og stjórnkerfi, skrá, mál-
fræði forritunarmála, strengi, lista,
„loaders', „makró-‘‘mál, fjarvinnslu
og gagnagrunn.
Námi í reiknifræðum lýkur með
ritgerðarverkefni.
Aðbúnaður kennslunnar er sú að-
staða, sem reiknistofa Raunvisinda-
stofnunar háskólans veitir. Er þar
fyrst og fremst um að ræða aðgang
að tölvu, IBM 1620. Þá hefur tölva
Skýrsluvéla rikisins og Reykjavíkur-
borgar, IBM 370/135, verið notuð við
kennsluna. Áformað er að auðvelda
þau afnot með fjarvinnslustöð. Þá
hefur háskólinn afnot af APL-reikni-
kerfi því, sem komið hefur verið á
við rafreikni SKYRR.
Framtíðaráform
Um framþróun reiknifræðikennslu
innan Háskóla Islands er erfitt að
spá. Væntanlega verður hún þó vax-
andi þáttur í námi verkfræði- og
viðskiptafræðinema, einkum þó raf-
reiknifræðikennslan. Þá er ekki
óeðlilegt, að nemendur I félagsfræði
fái nokkra nasasjón af rafreikni-
fræði.
Námsgreinar reiknifræðibrautar
við stærðfræðiskor Háskóla íslands
Stæröí'ræðigr. I Línul. a lgobrn Algobra Forritun
Valgrcin
Valgrcin
Valgrein
Bcs tunarfræði
v
Tölfræði I
Rafreiknifræði
Aðgerðagrcining I Töli'ræði II Kcrfisforritun
v Ý
Aðgcrðagreining II Ritgcrð Gagnasafnsfræði
Efsta línan tilgreinir námsefni 1. misseris o.s. frv.
Skrá yfir helstu fræðiorð.
aðgerðagreining: oparationsanalýsa, operations research
bestunarf ræði: optimerings teoría
fléttufræði: kombínatorisk stærðfræði
forritun: programering
línuleg bestun: línuleg programering
línuleg tölgreining: línuleg regression
rafreiknifræði: computer science
reiknief tirlíking: numerisk simulation
tölfræði: statistik
töluleg greining: numerisk analýsa
þáttagreining: faktor analýsa
90 — TlMARIT V F I 1974