Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 17
og sést greinilega munurinn á ná-
kvæmni þeirra. Þess má líka geta,
að komnir eru á markaðinn fjarritar
með sjónvarpsskerm, en þeir gefa
mikla möguleika til þess að sýna
niðurstöður grafiskt og það með all
mikilli nákvæmni.
Notkun APL
Hér að framan hefur helstu eigin-
leikum APL-forritunarmálsins og
kerfisins verið lýst og verður nú að
lokum vikið lítillega að því til lausn-
ar hvers konar verkefna APL sé
heppilegt og hvernig notkun þess sé
háttað.
APL er talið henta einkar vel til
lausnar smærri og meðalstórra verk-
efna, sérstaklega ef verkefnið er að-
eins unnið einu sinni eða ef oft er
nauðsynlegt að breyta forritum. Er
það því vel fallið til notkunar við
lausn margs konar verkfræðiverk-
efna, til úrlausnar á skipulagningar-
og tölfræðiverkefnum, til kennslu í
stærðfræði, eðlisfræði, verkfræði,
hagfræði o.fl., til þróunar og prófana
á lausnaraðferðum og reiknilíkönum
og til lausnar á minni háttar bók-
haldsverkefnum. Pullnægir APL þvi
þörfum mjög stórs notendahóps með
ólík verkefni.
Aðalinnlestrar- og útskriftartæki
APL kerfisins er fjarritinn og tak-
markar það notkun kerfisins til
lausnar verkefna með mikið magn
gagna, sem þarf að lesa inn eða
skrifa út. Þetta má þó leysa og er
hægt að nota spjaldlesara og hrað-
virkan línuprentara tölvusamstæð-
unnar til þess að koma gögnum inn
í eða út úr APL vinnusvæðum. En
það verður að gerast utan venju-
legs vinnslutíma APL og samkvæmt
sérstakri ósk notandans. Einnig má
geta þess, að komin eru á mark-
aðinn APL kerfi, APL/SV og APL/
PLUS, sem leysa þennan og fleiri
annmarka APL/360. Hefur APL þá
meðal annars aðgang að öllum
skrám og fylgitækjum tölvusam-
stæðunnar. Kerfi þessi eru allmiklu
dýrari en APL/360.
Pyrsta APL kerfið var tekið í
notkun 1966 og síðan hefur APL náð
mikilli útbreiðslu og þá einkum í
Bandaríkjunum og Kanada. I Evrópu
var APL fyrst kynnt í Danmörku
1968 og eru nú tvö APL kerfi I
notkun þar, annað hjá IBM en hitt
hjá Kommunernes EDB Central
(KEC). 1 öðrum löndum Evrópu hef-
ur APL náð verulegri útbreiðslu og
má nefna, að Volvo í Gautaborg not-
ar APL við hönnun á bílum.
Stærstu notendur KEC kerfisins
eru bankar, sveitarfélög og skólar.
Bankarnir, sem eru stærstu notend-
urnir, nota APL til áætlanagerðar
)COPY 1 PLOTFORMAT
SAVED 11.49.58 07/04/72
og til þess að kanna fjárfestingar-
áform og fjárhagsstöðu fyrirtækja,
sem sækja um lán. Hjá sveitarfélög-
unum er APL einkum notað til verk-
fræðilegra útreikninga og gerð á-
ætlana. Má geta þess, að bæjarverk-
fræðingur Tárnby telur, að með
PLOT
30 50 PLOT COSINE AND SINE VS ANGLE
1 . 0OOO * * * *
oo ** **
O * * 5
*
*oo
0. 5 | * o
* o
* oo
o
0.0*
0. 5
1. 0
*
* *
*
*
**
*
o
o
o
o
•*
*
o
o
*
*
oo
oo
oo
o
o
o
o
o
o
o
*
*
o
oo
o
*
**
*
o
oo
oo
o
*oo
*
o * *
oo * *
*
* *
*
100
oooo
200
* * * * I
300
400
30 50 DRAW COSINE AND SINE VS ANGLE
1.0..
0. 5
0 . 0
0.5
1.0
! !'•*•-’ ]••••’!
100 200 300
400
Mynd 4. Ferlar.
TlMARIT V F I 1974
95