Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 25
Ráðuneyti það, sem fer með mál kjöt- og mjólkuriðnaðar í Sovétríkjunum, skipuleggur ráðstefnuna í samvinnu við þarlent kælitæknifélag. Meðan á ráðstefnunni stendur verður boðið upp á skoðunarferðir í atvinnufyrirtæki og rannsóknastofnanir og eftir að ráðstefnunni lýkur gefst gestum kostur á skoðunarferðum um Sovétríkin. Frekari upplýsingar um þessa ráðstefnu veitir: The Organising Committee of the XlVth International Congress of Refrigeration, Building 3, 27, Kalinin Avenue, 121019, Moscow, G-19, USSR. PL Nordisk Betongkongress 1975 Dagana 12.—14. júní, 1975, verður Nordisk Betongkongress 1975 haldinn í Tammerfors í Finnlandi. Finska Betongföreningen gengst fyrir þessari ráðstefnu og eru einkunnarorð hennar: Samvinna byggingaiðnaðsr og rannsóknastarfsemi. Ráðstefnugestum verður gefinn kostur á skoðunarferðum í sambandi við ráðstefnuna. Nánari upplýsingar veitir: Nordisk Betongkongress 1975, Finska Betongföreningen, Bulevarden 2, 00120 Helsingfors 12, Finlppd. PL Integrated Planning The International Federation for Housing and Planning ásamt hollenska húsnæðis- og skipulagsráðuneyþnu og bqrgarstjórn Amsterdam gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Amsterdam dagana 24.—30. ágúst, 1975, í tilefni af 700 ára afmæli borgarinnar. Ráðstefnan fjallar um: Integrated Planning and Plan Implementation in Metropolitan Areas. Á ráðstefnunni verða flutt fjölmörg erindi um skipulagsmál, starfshópar munu starfa og kynnt verða sérstaklega nokkur hollensk skipulagsverkefni, sem nú er unnið að og geta haft alþjóðlega þýðingu. Skoðunarferðir verða farnar meðan á ráðstefnunni stendur og ráðstefnugestum verður gefinn kostur á lengri kynnisferðum bæði áður en ráðstefnan hefst og eins eftir að henni lýkur. Nánari upplýsingar um þessa ráðstefnu veitir: IFHP, Wassenaarseweg 43, The Hague, Netherlands. PL ACHEMA 76 Evrópufundur efnaverkfræðinga 1976 verður haldinn í Frankfurt/Main dagana 20.—26. júnl, 1976. Á Evrópufyndinum halda fjölrpörg félög á sviði efnafrsaði og efnaverkfræði fundi sína og apin verður stþr sýning á ýmsum tækjum tengdum efnaiðnaði. Af félögum þeim, sem starfa munu undir samheiti þessa fundar, má nefna: Gesellschaft Deutscher Qhemiker, VDI-Gesellschaft Verfahrenstechnik upd Chemieingenieurwesen, International Social Security Association, Deutsches Atomforum, Deutsche Gesellschaft fúr chemisches Apparatewesen e.V. Nánari upplýsingar um þennan fund veitir: DECHEMA, D6 Frankfurt (Main) 97, Postfach 970146, Germany. PL

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.