Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 26
Shipping Den internasjonale shippingutstilling verður haldin i fimmta sinn í Osló dagana 5. til 10. maí 1975. Verður þar að finna ýmislegt, sem lýtur að skipum og útgerð. Nánari upplýsingar fást hjá: Nor-Shipping 75 Postboks 130, Sköyen, Oslo 2. PL Fryst matvæli Þriðja alþjóða-vörusýning á sviði frystra matvæla verður haldin í Japan dagana 3. til 7. júnl 1975. Nánari upplýsingar veitir: Third International Frozen Food Industry Exhibition and Conference, Japan Management Association, Kyvoritsu Building, 1-22, 3 - Chome, Shiba-Park Minato-Ku, Japan. PL POAC-3 Þriðja alþjóðlega ráðstefnan um höf og hafnir á norðurslóðum (POAC-3) verður haldin í Alaskaháskóla í Fairbanks, Alaska, dagana 11.-15. ágúst 1975. Svo sem á fyrri ráðstefnunum mun á þessari ráðstefnu aðallega verða fjallað um strandverkfræðileg viðfangsefni, en einnig er gert ráð fyrir því, að hún láti náttúruverndar- og umhverfismál til sín taka. Ráðstefnan verður haldin í Alaska einmitt um það leyti sem hagnýting olíu og jarðgass í íshafinu er að komast á nýtt stig með byggingu olíuleiðslu þvert yfir landið. Gert er ráð fyrir, að ráðstefnuna muni sækja a.m.k. 500 þátttakendur, þ. á m. ýmsir vel þekktir sérfræðingar á þeim sviðum, sem ráðstefnan fjallar um. Frekari upplýsingar veita Þorbjörn Karlsson og Jónas Elíasson, Háskóla Islands. VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR Útboð — tilboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Nýlega hefur stofnunin boðið út eftirtalin mannvirki: A. Hitaveita 1. Tilboð í lögn Hafnarfjarðaræðar, 2. áfanga, voru opnuð 6. nóvember 1974. Alls bárust 6 tilboð og voru þau 76,5% (Aðalbraut h.f.), 91,7% (Istak h.f.), 96,5% (Véltækni h.f.), 98,1% (K.R. Vinnuvélar), 101,1% (Brún h.f. og Miðfell h.f.) og 102,0% (Hlaðbær h.f. og Gröfutækni h.f.) af kostnaðaráætlun Fjarhitunar h.f., sem var kr. 129.981.000,-. Samið var við lægstbjóðanda. B. Ýmislegt 1. Tilboð í gatnagerð og lagnir I Seljahverfi í Breiðholti, 5. áfanga, voru opnuð 31. október 1974. Alls bárust tíu tilboð og voru þau 78,0% (Verkframi h.f.), 87,8% (Miðfell h.f.), 100,0% (Hlaðbær h.f.), 100,2% (Loftorka s.f.), 108,8% (Völur h.f.), 112,8% (Aðalbraut h.f.), 116,0% (Húmus), 121,4% (Breiðholt h.f.), 124,8% (Ástvaldur og Halldór) og 133,1% (Kristófer Reykdal) af kostnaðaráætlun verkkaupa, sem var 53.794.200,- kr. Samið var við lægstbjóðanda. 2. Tilboð í gatnagerð og lagnir I Seljahverfi í Breiðholti, 6. áfanga, voru opnuð 27. desember 1974. Alls bárust átta tllboð og voru þau 84,9% Ástvaldur og Halldór), 88,0% (Miðfell h.f.), 89,7% (Völur h.f.), 91,5% (Breiðholt h.f.), 94,1% (Húmus), 94,1% (Loftorka s.f.), 101,3% (K.R. Vinnuvélar) og 101,8% (Hlaðbær h.f.) af kostnaðaráætlun verkkaupa, sem var 48.548.900,- kr. Samið var við lægstbjóðanda. — HS

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.