Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 28. JÚNl2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar. ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Ihi Diesel: 1 í hvaða mynd eftir Steven Spielberg vakti Vin Diesel fyrst athygli? 2. í hvaða teiknimynd frá 1999 léði hann einni aðal- persónunni rödd sína? 3. í hvaða vísindaskáld- skaparmynd frá 2000 sló Vin svo rækilega í gegn og hvað hét persónan? 4. Hver leikstýrði þeirri mynd og hvaða eiginleika hafði persóna Vins Diesel í myndinni? 5. Hvað heitir Vin Diesel réttu nafni? Svör neðst á síðunni Ljón undir stjórn asna? Götublaöiö The Sun í Bretlandi hefurenn á fáu meiri áhuga en tapi Englendinga í Evrópumót- inu í fótbolta. Leið- C£Z: Ii.M arahöfundur segir: „Nú þegar enska liðið lúpast heim hefst réttarrannsóknin. Þessi heimski svissneski dómari hafði sómatilfinningu til að biðj- ast afsökunar. En það er ekki hægt að kenna heimskum dóm- urum um allt. Liðið barðist vel. Það er þjálfarinn sem er í sviðs- Ijósinu núna. Sven Göran Eriks- son var hæstlaunaði þjálfarinn á EM 2004. Hann hefur 5 milljónir punda í laun. Það þýðir að hann kostaðiokkur 1,25 miiijónirá leik. Búlgarski þjálfarinn kostaði sína þjóð ekki nema 23.000 Flestum sem á horfðu finnst að Sven hafi klúðrað taktíkinni, honum hafi ekki tekist aðná því besta út úr Beckham og skipt- ingar hans hafi verið bjánalegar. Fyrir leikinn gegn Sviss gerðu leikmennirnir uppreisn gegn taktíkinni hans, spiluðu sitt eigið kerfi - og unnu. Eru ijónin okkar undir stjórn asna?" Rjúpan við staurinn „Að rembast eins og rjúpan við staurinn" er skemmti- legt orötak sem merkir að leggja sig allan fram, reyna eins og maður getur en kannski með litlum árangri. I Merg málsins eftirJón G. Friðjónsson segir að orð- takið sé kunnugt frá fyrri hluta 19.aldarog erþað skýrt þannig: „Líkingin gæti verið dregin afþeirri þjóðtrú að sé settur staur í rjúpuhreið- ur haldifuglinn áfram að verpa þar til eggjahrúgan er jafn- há staurnum... Fullteins líklegt erþó að likingin sé dregin afþví er rjúpa er notuö sem agn viö fálka- veiðar, þ.e. rjúpan var þá bundin við staurinn." Málið 1. Saving Private Ryan - 2. Járnrisanum - 3. Pitch Black, Riddick - 4. David Twohy, hann sá í myrkri - 5. MarkVincent x *o c 03 OJ Ólafur Ragnar malar Baldur, Ástþór og Auði Það er einfalt mál: Ólafur Ragnar Grímsson getur mjög vel við niðurstöður forsetakosninganna unað. Enda þótt þeir tveir móttframbjóðendur sem gáfu sig fram opinberlega hafi - frómt frá sagt - ekki verið ýkja spennandi kostir, þá má í rauninni segja að hann hafl átt í höggi við einn frambjóðanda enn, opin- beran frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Sá frambjóðandi var að vísu ósýnilegur og nafnlaus en rak þó harða kosningabaráttu, ekki síst f sér- legu málgagni sínu, Morgunblaðinu. Og það boð var látið út ganga til allra sjálfstæðismanna að ætlast væri til að þeir kysu þennan kandídat. Ef þeir gætu ekki hugsað sér að kjósa Baldur. Við skulum segja að þessi frambjóðandi heiti Auður Seðlan. Auður náði vissulega umtalsverðum árangri. Rúm 20 prósent þeirra sem komu á kjörstað kusu hana. Og hafa áreiðanlega að stórum meirihluta verið sjálfstæðismenn sem vildu mótmæla ákvörðun Ólafs Ragnars í fjölmiðlamálinu og/eða hlýða boðinu úr Valhöll. Sjálfstæðismenn skulu að vísu fara varlega í að eigna sér aIla auðu seðl- ana; það má til dæmis ætla að verulegur hluti þeirra hafi komið frá fólki lengst úti á vinstri- vængnum sem aldrei hefur tekið Ólaf Ragnar í sátt síðan í gamla daga - enn síður en almeiinir sjálfstæðismenn. En í þessum póhtískustu forsetakosningum í áraraðir verður samt ekki framhjá því horft að Ólafur Ragnar Grímsson fékk tæp 68 prósent at- kvæða. Hann fékk meira en helmingi fleiri at- kvæði en Baldur, Ástþór og Auður samanlagt. Og ef það heitir ekki góð kosning eftir aht sem á und- an er gengið, þá veit ég ekki hvað. Einhvern tíma hefði svona árangur verið kallaður að maður mali andstæðinginn. Og athyglisvert að það gerist þótt stærsti eða alltént öflugasti stjórnmálaflokkurinn leggist ein- dregið á sveif með Auði. Menn tala um lélega kjörsókn, enda var hún aðeins 62,7 prósent. Kjörsóknin er þó skiljanleg af því allir vissu hvernig þetta myndi fara. Eina óvissuatriðið var hversu vel Auði gengi en allir vissu hver ynni. Kjörsóknin er því ekki í sjálfu sér neinn áfehisdómur yfir Ólafi Ragnari sem forseta og fáránlegar tilraunir manna til að túlka áhuga- leysið þannig. Samanburður við 1988, þegar Sigrún Þorsteins- dóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, er að verulegu leyti ómerkur. Þá komu rúm 72 pró- sent á kjörstað og Vigdís fékk 92 prósent atkvæða. En hafa verður í huga að aUar aðstæður hafa gjör- breyst síðan þá. Þá litu ótrúlega margir svo á að það væri móðgun og svívirða af Sigrúnu að voga sér að bjóða sig fram móti vinsælum forseta eins og Vig- dísi og fólk fór á kjörstað til að votta henni hoUustu í þessum „raunum" hennar. Núna þekkist að vísu enn það sjónarmið að forseti eigi að vera óumdeildur, elskaður og dáður af helst hverjum einasta kjafti í landinu. Baldur Ágústsson rak kosningabaráttu sína t.d. á þeim grunni og náði satt að segja óvæntum árangri. Með þessu gamalkunna röfli um „sameiningar- táknið" sem enginn veit samt hvað þýðir. En meirihluti þjóðarinnar deiUr samt ekki lengur þeirri skoðun með Baldri (og Hannesi Hólm- steini, að því er virðist) að forsetinn eigi endilega að vera sameiningartákn eins og lambalærið á sunnudögum. Hann er bara maður sem býður ffam krafta sína, leggur verk sín (nú verulega um- deild) í dóm kjósenda og uppsker eins og hann hefur sáð til. Og það er síður en svo áfelUsdómur að fá ekki rússneska kosningu eins og Vigdís. Ólafur Ragnar getur því verið hinn ánægðasti. lllugiJökulsson Aldinviðir dómarans VŒ> BERUM FULLA OG DJÚPA VIRÐINGU fyrir vinum okkar á Fréttablaðinu en „vinur er sá sem til vamms segir" ems ogþar stendur. Og okkur finnst Fréttablaðið hafa skotið svoU'tið yfir markið að undanförnu í lofrullum sínum um Pétur Kr. Haf- stein hæstaréttardómara. Hann hef- ur sem kunnugt er ákveðið að hætta störfum í haust og ætlar að setjast á skólabekk og nema sagnfræði við Háskóla íslands. Jafnframt ætlar hann að flytjast austur á land og sinna þar hestamennsku ásamt konu sinni, Ingu Ástu Hafetein, en það er reyndar fé sem fjölskylda hennar hef- ur eignast með þátttöku í fyrirtækinu Pharmaco sem gerir Pétri kleift að yf- irgefa vel launaða stöðu sína við Hæstarétt og þeim hjónum báðum að yfirgefa höfuðborgina og sinna hugðarefnum sínum úti í sveit. ALLT ER ÞETTA GOTT OG BLESS- AÐ og gott fyrir þau hjón. En Frétta- blaðið vfll endilega draga af þessu víðtækar ályktanir og kemst á þvílíkt flug í lofrullum sínum um Pétur að það hálfa væri nóg, þykir okkur hundingjunum. Á laugardag var eins konar pailadómur um Pétur í blaðinu og var þar farið fögrum orðum um það „lítfllæti" að „hann skuli geta hugsað sér að setjast á skólabekk með fólki úr öllum áttum"!! í gær bætti svo Guðmundur Magnússon um betur með Sunnu- dagsbréfi sem ber yfirskriftina „Af auðmýkt og endurnýjun lífdaga" og þar sparar hann sko ekki lofið. Reyndar lútum við nánast höfði í auðmýkt yfir því að hafa fengið að vera samtíða svo góðum manni sem Pétri Hafstein og verst að við skyld- um ekki hafa áttað okkur á láni okk- ar fyrr. GUÐMUNDUR SEGIR MEÐAL ANNARS: „Margir vel stæðir menn kjósa að halda í opinber embætti sín von úr viti, ekki launanna vegna heldur vegna valda og áhrifa, virð- ingar og samfélagsstöðu. í því ljósi er ákvörðun Péturs Kr. Hafstein svo lofsverð að manni kemur ekki í hug nema eitt orð, nútímalegt eins og ákvörðunin, ílott. Ekki minnkar álit- ið á dómaranum við þær fréttir að hann, langskólagenginn og lærður lögspekingur, hafi ákveðið að setjast á skólabekk með ungu fólki, sem er að byrja háskólanám, til að nema sögu. Pétur hefði hæglega getað haslað sér völl í sagnfræði án þess að leggja stund á greinina í háskólan- Á laugardag var palladómur um Pétur í Fréttablaðinu og var þar farið fögrum orð~ um um það „lítillæti" að „hann skuli geta hugsað sér að setjast á skólabekk með fólki úr öllum áttum"U .föeis. oshes::Hi}e SSSf. .Xí *»■ *feS4w> lgg|Éf Fyrst og fremst um, eins og mörg fordæmi eru fyrir. Leiðin sem hann valdi er til marks um óvanalegt lítillæti. Um leið og hún stækkar hann - og það gerir hún sannarlega - eflir hún álit háskóla- deildarinnar, ekki síst í augum þess unga fólks sem þar er að hefja nám. í hugann kemur indverskt spakmæli sem segir: „Aldinviðir hneigja sig niður þegar þeir bera gnótt ávaxta, ský fara því lægra sem þau eru vatnsríkari, og öðlingar þjóðar eru því lítillátari sem þeir eru fleiri mannkostum búnir."" EINS OG RAGNAR REYKÁS MYNDI ORÐA ÞAÐ: Maður bara maður bara maður bara maður bara nær þessu ekki! Er Pétur Kr. Hafstein orðinn að indverskum spekingi af því hann ætlar að setjast á skólabekk? Og enn er það til marks um sérstakt lítil- læti að svo fínn maður skuh geta hugsað sér að ganga í skóla með óbreyttum pöplinum og ungu fólki. Það er meira að segja sérstakur heið- ur sem Pétur gerir háskólanum með þessu. í hugann kemur indverskt spakmæli sem segir ... eða nei, við erum ekki þess verð að vitna í spek- inga af þessu fagra tilefni... EN SVO KEMUR NÁTTÚRLEGA í LJÓS hvað undir býr. Guðmundur Magnússon er náttúrlega gamall stuðningsmaður og jafnvel skjól- stæðingur Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Og þótt Guðmundur sé nú kominn í vinnu hjá Fréttablað- inu, sem Davíð kallar jafnan Baugs- tíðindi, og vík sé því milli vina, þá er augljóst að Guðmundi þykir enn vænt um Davíð. Og hefur greinilegar áhyggjur af því að endalok stjórn- málaferils hans verði kannski ekki svo glæsileg sem ferill hans gæti gef- ið tilefni til. Guðmundur nefnir að margir vilji helst að Davíð haldi áfram sem lengst og gerist síðan sjálfur indverskur spekingur: „En tímans rás stöðvar enginn. Hollt er sálinni að bægja hugsunum af þessu tagi frá sér.“ SVO NEFNIR GUÐMUNDUR vangaveltur manna um hvort Davíð ætíi sér embætti dómsmálaráð- herra, seðlabankastjóra, sendiherra eða einhverja aðra háa stöðu þegar hann lætur af starfi forsætísráð- herra, en spádómur hans er þessi: „Ég held að ekkert af þessu gerist. Ég held að forsætisráðherra, sem þjóðinni er farið að þykja dramb- samasti maður landsins, muni sýna á sér öndverðu hliðina þegar stund- in loks rennur. Ég er ekki að spá því að hann setjist á skólabekk með Pétri Kr. Hafstein - þótt það væri óneitanlega skemmtilegt. Aftur á móti treystí ég því að hin sterka söguvitund og söguskynjun, sem alla tíð hefur verið ríkur þáttur í fari forsætisráðherra, leiði til þess að hann yfirgefi völhnn hvorki sneypu- lega né með bauki og bramli, enda væri hvort tveggja ósæmandi, held- ur á sinn sérstaka hátt og gangi síð- an í endurnýjun lífdaga. Með óvana- legt atgervi í veganesti er aldrei að vita nema seinni hlutinn geti jafnvel tekið hinum fyrri fram." VIÐ SJÁUM REYNDAR í HENDI OKKAR hvað Davíð ætti að gera ef hann vfll fylgja hinu ægifagra for- dæmi Péturs Hafstein. Davíð þóttí á sínum tíma fima efnilegur leikari og margir bjuggust á sínum tíma við að hann myndi leggja fyrir sig leiklistina, ekki síst eftir frægan leiksigur hans í hlutverki Bubba kóngs. Davíð fer auðvitað í Leiklistarskólann í haust... 5 karlarsem ættu að fylgja fordæmi Péturs Hafstein T„ Halldór Blön- dal forseti Al- þingis gæti drifið í að' klára loksins lögfræðina. 2.Styrmir Gunnarsson rit- stjóri Moggans ætti að skella sér í nám í blaðamennsku. I.ÓIafurRagnar Grímsson forseti gæti snúið sér að kabbala-fræðum með Shlomo, meintum tengdaföður sínum. 4. Haraldur Johannessen lög- reglustjóri yrði ör- ugglega ekki lengi að læra búningahönnun. 5. HannesHólm- steinn stjórn- málafræðingur ætti endilega að drífa sig í stjórnmálafræðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.