Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Qupperneq 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004 3 Var kosningasigur Ólafs Ragnars ótvíræður? „Já, þetta var ótvíræður sigur. íhonum felst stuðningur við persónu Ólafs Ragnars en líka við máiskots- réttinn sem siikan og þá ákvörðun sem forsetinn tók2.júni síðastliðinn. Mörður Árnason alþingismaður Við vorum eins og landafjandar um allt Þrjátíu prósent skiluðu auðu Deilt er um það hvernig túlka beri hinar óvenjulegu niðurstöður í forsetakosningunum á laugardag. Þau er feðgin Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir sjónvarpsstjarna og Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður eru feðgin. Ásta stjórnaði Stundinni okkar i Sjónvarpinu í rúm fjögur ár en er í augnablikinu önnum kafin í heimilshaldi með þrjá drengi á aldrinum þriggja mánaða til tólfára. Garðar er lands- þekktursem formaður Kjaradóms og formaður samninga- nefndar heilbrigðisráðuneytisins við læknastéttina. ' ■ „Ég get ekki svarað þvi vegna þess að ég hef ekki fylgst með þessu. Ég var í útilegu. Ef hann hefur fengið flest at- kvæði sigraði hann en hvort hanner ótvíræður, veit ég ekki." Kristinn Finnsson sjómaður „Nei, það finnst mér ekki. Þetta er það léleg- asta sem for- seti hefur skil- að hingað til." Sigurgeir Sig- urðsson, fyrr- verandi bæj- arstjóri Gamla myndin að þessu sinni er frá Rithöfundakvöldi hjá ASÍ í desember 1980 en þar lásu úr verkum sínum þau Auður Haralds, Stefán Júlíusson og Guð- laugur Arason. „Ég man vel eftir þeim Stefáni og Guðlaugi en segja má að við höf- um verið eins og landafjandar um allt á þess- um tíma við að kynna verk okkar. Ég var þarna að lesa upp úr bók minni Læknamah'an," segir Auður Haralds. „Og þetta voru góðir tímar fyrir okkur rithöfunda því við fengum borgað fyrir þessa upplestra öfugt við það sem nú er þegar allt á að vera gert í auglýsingaskyni." Auður segir að eftir á að hyggja hafi rithöfundum verið „hossað" mikið á þessum árum...“ég tel að þeim sé ekki hossað jafnmikið í dag eins og á þeim tírna," segir Auð- ur. „Við fórum um allt land og mér finnst eins og þjóðin hafi verið meir í bókmenntapælingum þá en gengur og gerist nú til dags,“ segir Auður. Aðspurð segir Auður að hún sé enn að skrifa en ekki eins mikið og áður. „Ég er helst að spá í að bjóða mig fram til for- seta næst enda finnst mér það gott starf fyrir eldri konu. Maður á að sækja í þetta embættti þegar manni finnst tími til kominn að setjast í helgan stein," segir Auður. „Hinn möguleikinn sem ég sé í stöðunni er að kaupa mér silkikjól og kjölturakka og ger- ast mellumamma í Mexíkó. Það er jafnágætt starf fyrir konur sem komnar eru á fimmtugsaldurinn." „Þetta var eitthvað sem var við- búið. Auðu seðlarnir eru ákveðin yfir- lýsing um synj- un forsetans á fjölmiðlalög- unum og emb- ættinu sjálfu. Úrslitin komu mér ekki á óvart. Það var almennt mikil ládeyða yfir kosningunum. Ég held að niðurstaðan hljóti að valda for- seta íslands vonbrigðum." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, varaformaður SUS „Já, hann erþað, ekki spurning. Hann sýndi það og sann- aði að hann er óumdeildur forseti." Jón Knútur Ásmundsson ritstjóri Aust- urgluggans EfBarble er svona vimæl, af hverju þarfþá að haupa handa twnni vini1 Stev«n Wijgin, bftiidanakur gnni&ti. Það er ekki alveg nýtt að stór hluti atkvæða við forsetakosningar sé auður. Við fyrstu forsetakosningarn- ar sem fram fóru á íslandi voru hvorki meira né minna en 30% at- kvæðaseðla auðir. Þær kosningar voru reyndar ekki þjóðarat- kvæðagreiðsla heldur kusu alþingismenn fyrsta forseta íslands með atkvæðagreiðslu á Alþingi þann 17. júní 1944. Sveinn Björnsson hafði gegnt embætti svonefnds rík- isstjóra síðan sambandið rofnaði við Ólafur Thors kaus Jón Sigurðsson I aðdraganda lýðveldisstofrnmar hafði verið lögð gífurleg áhersla á það að þjóðin stæði saman sem einn maður. Kappkostað hafði verið að sópa öllum ágrein- ingi undir teppi og koma fram út á við eins og allir ís- lendingar hefðu aðeins eina skoðun. Og almenn- ingur hafði fallist á þetta sjónarmið. Því kom það mörg- um áhorfendum Sveinn Björnsson Lét ekki á neinu bera þegar hann flutti ræðu Fyrstu forsetakosningarnar Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi Það kom flestum á óvart þegarhann fékk 15% atkvæða í fyrstu forsetakosningunum - og mest honum sjálfum. Dani árið 1940 þegar Þjóðverjar her- námu Danmörku en Bretar ísland. Hann hafði áður verið sendiherra í Kaupmannahöfn og flest- um þótti að hann hefði einmitt þá reynslu og hæfileika til að bera sem prýtt gætu fýrsta forseta fslands. Þá var ekki síst litið til þekkingar hans á stjómmálah'finu en ekki hvarflaði þá að neinum að forseti ætti eða gæti verið á einhvern hátt „ópólitískur", þótt menn vildu ekki að hann sýndi hlut- drægni í flokkapólitík. Sveinn hafði hins vegar komist upp á kant við suma forystumenn í stjórnmálalífinu árið 1942 þegar hann myndaði svonefnda utan- þingsstjórn undir forystu Björns Þórðarsonar eftir að stjórnmálaleið- togum hafði lengi mistekist að koma sér saman um nýja ríkisstjórn. Bæði innan Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks voru valdamenn reiðir Bimi og þótt enginn hefði í sjálfu sér annan kandídat í forsetaembættið vildu sumir veita honum ráðningu við forsetakjörið. mjög á óvart þegar Alþingi hóf að greiða atkvæði um fýrsta forsetann á Þingvöllum og sá kandídat, sem allir vissu að ætti að verða forseti, fékk alls ekki einróma stuðning þingmanna. Svo fór að Sveinn Bjömsson var kjörinn fyrsti forseti íslands með aðeins 60% greiddra at- kvæða. Þingmenn vom alls 52 en tveir vom fjarverandi vegna veikinda. Sveinn fékk 30 at- kvæði en 15 vom auð og fimm atkvæði féllu í hlut Jóns Sig- urðssonar frá Kaldaðar- nesi en hann var þá skrifstofustjóri Alþingis. Kunni Jón „stuðnings- mönnum" sínum litlar þakkir fyrir en aldrei upplýstist formlega hverjir þeir vom þar eð kosning var leynileg. Þó er ljóst að Ólafur Thors formaður Sjálfstæð- isfloklcsins greiddi Jóni atkvæði en Bjarni Benediktsson varaformaður flokksins mun hafa skilað auðu. Sveinn Björnsson tók niðurstöð- unni ekki vel, þótt hann léti á yfir- borðinu eins og hann væri sáttur við niðurstöðuna. Ári seinna áttu svo að fara fram forsetakosningar með þátttölcu þjóðarinnar en enginn bauð sig þá fram gegn Sveini og hann var sjálfkjörinn, sem og 1949 þegar aftur stóðu kosningar fýrir dymm. Rithöfundakvöld Auður Haralds á Rithöfunda- kvöldi ASÍ árið 1980 býður eftir að komast i pontu. Spurning dagsins Langholtsvegi 89 • 104 Reykjavík Sími 588 7999 ■ texmex@texmex.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.