Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Side 12
12 MÁNUDAGUR 28. JÚNl2004
Fréttir DV
30 þúsund
reknir
írakska lögreglan er
sögð í henglum og til
stendur að reka þrjátíu
þúsund lögreglumenn sem
allir eru taldir óhæfir og
ekki traustsins verðir.
Bandaríkjamenn munu
ætía að greiða fyrir starfs-
lok mannanna - hver
brottrekinn lögreglumaður
fær að hámarki um 140
þúsund krónur. Það er gert
til að letja mennina til að
ganga til liðs við and-
spyrnumenn en fregnir
herma að þúsundir lög-
reglumanna hafi þegar
gengið slíkum mönnum á
hönd. Svipað vandamál er
uppi í írakska hernum en
þar hafa einvörðungu
fimm þúsund menn hlotið
þjálfun en talið að þeir
þurfi að vera 25 þúsund.
Árni hitti dr.
Bingu
Árni Magnússon félags-
málaráðherra er nú í
Malaví í Afríku. Þar ræðir
Árni við dr. Bingu wa Mut-
harika, nýkjörinn forseta.
Einnig mun ráðherrann
opna nýja sendiskrifstofu
íslands í höfuðborg-
inni Lilongwe. Að
auki ræðir Árni við
félagsmálaráðherra
Malaví um nánara
samstarf í félagsmál-
um, einkum er varð-
ar velferð barna og
fjölskyldna. Fræðslu-
verkefni fyrir fullorðna sem
hrundið var af stað þegar
Árni var formaður stjórnar
Þróunarsamvinnustofnun-
ar íslands í Monkey Bay
hefur vaxið mjög hratt. Það
nær nú til um 50 þorpa.
Theodór Júllusson
leikari
Boðskapur séra Sun Myun Moon fellur mönnum á borð við George Bush eldri og
John Ashcroft vel í geð. Moon heldur því nefnilega fram að hommar séu ekkert
betri en skítugir rakkar og kynlíf fyrir hjónaband eigi ekki að líðast. Þinghúsið í
Washington var notað í þeim vafasama tilgangi að krýna Moon sem „kóng“.
Repúhlikanai* krýna séra ,
Moon sen segisl voro Messias
Undarleg „helgiathöfn" för fram í öldungadeild Bandaríkjaþings
í mars síðastliðnum þegar Sun Myun Moon, sem er einna
frægastur fyrir fjöldabrúðkaup, var krýndur í orðsins fyllstu
merkingu.
Viðstöddum brá heldur betur í
brún þegar Moon stóð á sviðinu
með gullkórónuna á höfði og sagðist
vera nýr Messías, boðberi guðs á
jörðu, og „Sannur faðir“ alls mann-
kynsins. Viðstaddir krýninguna voru
nokkrir tugir öldungadeildarþing-
manna úr bæði Repúblikanaflokkn-
um og Demókrataflokknum auk
nokkur hundruð gesta. „Keisarar,
kóngar og forsetar hafa lýst því yfir á
himni og jörðu að séra Sun Myung
Moon og enginn annar sé frelsari
heimsins, kristur endurborinn og
sannur faðir,“ sagði hinn 85 ára
kóreski Moon við öldungadeildar-
þingmennina og nokkur hundruð
aðra gesti sem sóttu samkomuna.
Moon lét ekki staðar numið þarna
heldur bættí við að hann hefði
óskoraðan stuðning manna á borð
við Karl Marx, Lenín, Stalín og Hitíer
- en allir hefðu þeir farið að kenni-
setningum kirkju sinnar, Samein-
ingarkirkju Moons. Kirkja Moons
hafnar notkun krossins og telur að
samkynhneigðir séu ekkert annað
en „skítugir rakkar". Eiginkona
. Moons, Hak Ja Han Moon, fékk líka
kórónu enda er hún að mati Moons
„hin sanna móðir" jarðarbúa og
saman eru þau heimsforeldrar.
Andvígur samkynhneigðum
Krýning Moons í húsakynnum
þingsins í mars hefur ekki farið hátt
og það var fyrst nú í vikunni að
bandaríska blaðið Washington Post
birti ítarlega frétt um málið. Athöfn-
in þykir sýna svart á hvítu hversu
mikil áhrif hinn aldraði Moon hefur
í stjórnmálalífi Washingtonborgar.
Hann er forríkur og á meðal annars
íhaldsblaðið í borginni, Washington
Times, og fréttaþjónustuna United
Press International. Fyrir utan alla
þingmennina sem hlýddu á frelsis-
boðskapinn voru þar margir nafn-
togaðir einstaklingar.
Moon hefur í gegnum tíðina
skorað mörg prik hjá repúblikönum
með harðri andstöðu sinni við sam-
kynhneigða og kynlíf fyrir hjóna-
band. Moon segir samkynhneigt
fólk vera úrhrök og eina leiðin til að
stuðla að góðu fjölskyldulífi sé að
stunda skírlífi fyrir hjónaband.
Margir af leiðtogum Repúblikana-
flokksins, þar á meðal George Bush
eldri og John Ashcroft, núverandi
dómsmálaráðherra, hafa stutt hann
dyggilega. Enda kom í ljós að bæði
Bush og Ashcroft borðuðu hádegis-
verð með Moon nokkrum dögum
fyrir krýninguna.
Margfalt brúð-
kaup Riflega 25 þús-
und pör gangaíþað
heilaga við athöfn á
vegum Sameiningar-
kirkjunnarárið 1999.
Það dugði ekki
minna en Ólymplu-
leikvanginn I Seúl til
að koma öllum fyrir.
Alls hafa um fjórar
milljónir manna
heitið trúnaði, sátt
og samlyndi undir
handleiðslu Moons.
SunMyung
Moonerorðinn84ára:
gssss^
Hafðir að fíflum
Athöfhin mun hafa gengið
þannig fyrir sig að Danny Davis,
þingmaður frá Illinois, setti upp
hvíta hanska og kom inn í salinn
með friðarkórónu á rauðum
plusspúða. Moon var síðan krýnd-
ur og var með kórónuna þegar
hann tilkynnti gestum að hann
hefði verið sendur til að frelsa þá
sex milljarða manna sem byggja
jörðina. Síðan fengu um eitt hund-
rað manns ffiðarverðlaun af ýmsu
tagi.
„Þetta var saklaus veisla og tíl-
gangurinn að verðlauna fólk. Ég
hafði ekki hugmynd um að Moon
myndi halda því ffam að hann væri
Messías,“ sagði Danny Davis í viðtali
við Guardian.
Öðrum öldungadeildarþing-
mönnum fannst þetta ekki jafnsak-
laust og einkum em demókratamir
fúlir yfir málinu. Þeir segjast hafa
verið plataðir á samkomuna undir
því yfirskini að heiðra ætti fólk fyrir
störf að friðarmálum - þess í stað
hafi þeir verið hafðir að fi'flum.
„Það ergríðarlega góð stemn-
ing meðal Siglfirðinga og allt
að verða klárt fyrir heimsókn
Hákon-
Landsíminn
krón-
prins og Mette-Marit á þriðju-
dag. Hér hafa bæjarstarfs-
menn unnið á tvöföldum
hraða og Ráðhústorgið skart-
arorðið sínu fegursta. Svo
hafa heimamenn veriö dug-
legir að dytta að og fegra um-
hverfíð. Það ernáttúrlega ekki
á hverjum degi sem við fáum
svo tigna gesti. Allt tengist
þetta 100 ára afmæli síldveiöa
á Siglufirði og vert að benda
fólki á að næsti hápunktur há-
tíðarhaldanna hefst24.júlí. Þá
verða viðstaddir forseti Is-
lands, ráðherrar og þingmenn
kjördæmisins auk góðra gesta
frá Noregi. Það eru auðvitað
allir velkomnir að fagna með
okkur þá sem nú," segir Theo-
dórJúlíusson, sem hefur um-
sjón með hinum viðamiklu
hátíðarhöldum á Siglufiröi I
sumar.
íslenskir strætisvagnabílstjórar gera garðinn frægan í Osló
Meistarar þrjú ár í röð
Lið strætóbílstjóra frá Strætó bs.
gerði sér lítið fyrir og vann hina ár-
legu norrænu keppni í góðakstri
strætóbflstjóra sem að þessu sinni
var haldin í Osló fyrr í mánuðinum.
íslendingarnir unnu mótið
þriðja árið í röð. Það er í fyrsta sinn
í sögu þessa móts sem slfkt gerist.
Jóhann Gunnarsson liðsstjóri segir
jafnframt að þetta sé í sjötta sinn á
sl. 20 árum eða svo sem þeir beri
sigur úr býtum. „Við erum lang-
bestir," segir Jóhann.
Alls tóku 30 vagnstjórar frá höf-
uðborgum Norðurlanda þátt í
mótinu. Eknar em tvær umferðir í
tíu þrauta braut, þar sem aksturs-
tími og villur í brautinni em reikn-
aðar saman. Keppnin var afar
spennandi framan af, en íslenska
liðið hafði þó 500 sekúndna forskot
á hin liðin eftir fyrri umferð.
Eftir hlé, þar sem farið var
yfir leikaðferðir, var ákveðið að
keyra á þetta og í lokin hafði ís-
lenska liðið, vel stutt af sínu frá-
bæra stuðningsliði, sigrað með
tæplega 1300 sekúndna for-
skoti. Norðmenn urðu í öðru
sæti, Finnar í þriðja, Svíar í
Qórða og frændur vorir Danir
ráku lestina.
Besta árangri fslendinga náði
Steindór Steinþórsson, en hann
endaði í fjóröa sæti. Hallgrímur
Jónsson varð sjöundi, en það
munaði aðeins einni sekúndu á
honum og Markúsi Sigurðssyni,
sem varð áttundi.
Rögnvaldur Jónatansson varð
tólftí og Þórarinn Söebech, þrett-
ándi. Nýliðinn, Bragi Ragnarsson,
varð síðan í 21. sæti, sem er vel við-
unandi miðað við nýliðaskjálftann
sem oft hrjáir menn í fyrstu keppni
á erlendri gmnd.
Liðsstjórar og dómarar íslenska
liðsins voru Hörður Tómasson,
Kristján Kjartansson og Jóhann
Gunnarsson.