Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Side 13
|>v Fréttir MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004 13 Dómstóll götunnar Þekkja þau Siv og hvað finnst þeim? Jökull Elísabetarson „Heyrðu, er hún ekki umhverfisráðherra? Mér h'st svo sem bara ágætlega á hana þó ég þekki nú h'tið til.“ Birgir Sævarsson „Þetta er Siv umhverfis- ráðherra. Líst bara ágæt- lega á hana held ég.“ Aníta Ragnarsdóttir „Þetta er Siv umhverfis- ráðherra. Hún er fi'n bara eðaágæt." Unnur Ingólfsdóttir „Þetta er Siv Friðleifs- dóttir. Æðisleg bara, finnst mér.“ Gunnar Svavarsson „Er hún ekki eitthvað í póhtík þessi? Ég fylgist ekk- ert með þessu hði.“ Þuríður Helgadóttir „Siv umhverfisráðherra. Hef ekki fylgst nógu vel með henni til að segja áht mitt á henni eða hennar verkum." Svanhvít Ingólfsdóttir „Siv Friðleifs og er um- hverfisráðherra. Mér finnst hún ekki nógu góð, stóð sig afspyrnuilla í Kárahnjúka- máimu til dæmis." Palladómar Siv Friðleifsdóttir mun víkja úr sæti umhverfisráðherra í haust og allar líkur eru taldar til að sömu sögu sé að segja af setu hennar í ríkisstjórn. Stuðningur Sivjar er innan kvennahreyfingar flokksins og kjördæmisins en ekki í þingflokknum. Framtíð hennar í höndum Halldórs Ásgrímssonar. Krónprinsessa sem berst Siv Friðleifsdóttir mun að öllum líkindum þurfa að taka sæti innan um almenna þingmenn þegar þing kemur saman í októ- ber og þar með missa sæti sitt í ríkisstjórn. Hefur þó sýnt fá- dæma fylgispekt við ákvarðanir Halldórs og Davíðs í ráðuneyti sínu sem þykir hafa fylgt iðnaðarráðuneytinu í nær öllum mál- um. Siv settist inn á þing árið 1995 eft- ir skjótan frama í sveitarstjómarmál- um og stóran sigur í prófkjöri flokks- ins. Fjórtim árum seinna varð hún ráðherra umhverfismála í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar þegar Guðmund- ur Bjamason flokksbróðir hennar fór af þingi. DeOdar meiningar em um verk Sivjar meðal flokkssystkina hennar og andstæðinga. Á meðan mörgum finnst hún hafa lent erfiðum málum af öryggi, og vísa til virkjana- og stór- iðjumála sem aldrei hafa verið um- deildari en í ráðherratíð Sivjar, finnst öðmm hún htið annað hafa gert en að framfylgja stefnu ríkisstjómar sem byggir atvinnustefhu sína á stóriðju- ffamkvæmdum sama hver fómar- kostnaðurinn er. Framsóknarmenn em margir hverjir ánægðir með Siv og hún sögð vinsæl meðal kvenna þótt aðrir vilji meina að hún hafi aldrei beitt sér sér- staklega fyrir málefnum kvenna eða fjölskyldu og hennar póhtfk miðist ávallt við frama hennar sjálfrar. Ef satt er hefur nákvæmlega sú póhtík grafið undan henni innan þingflokks- ins sem samkvæmt heimildum styð- ur hana ekki í viðleitni sinni til að halda sæti í ríkisstjórn. Aðrir sem þekkja til Sivjar og DV ræddi við kváðu hennar helsta galla einmitt snúast um pólitískt andleysi hennar og stefnuleysi í mikilvægum málaflokkum. Ráðherra iðnaðar - ekki um- hverfis? Siv hefur undanfarin ár sætt gagn- rýni náttúruvemdarfólks sem vandar henni ekki kveðjumar. Flokksfélagar Sivjar segja að eflaust sé henni ekki um að kenna heldur miklu frekar stefnu stjómvalda sem útilokað hafa samtök í náttúmvemdargeiranum meir og meir frá ákvarðanatöku eða andmælum í erfiðum málum. Aðrir segja að blinda fylgispekt hennar við þá stefriu megi einmitt rekja til metn- aðar hennar til að vera ráðherra, metnaðar sem hún hefur fómað eigin sannfæringu fyrir, og þess vegna séu skil milli umhverfis- og iðnaðarráðu- neyta minni en víðast hvar annars staðar. Þeir sem til þekkja segja Siv hreint ekki nógu duglega við að tala fyrir umhverfisvemd sem ráðherra mála- flokksins og er hún sögð hafa gleymt því nær alfarið að kalla eftir aðgerð- um í umhverfismálum í sama mæli og hún hafi teldð afstöðu gegn náttúr- unni í málum eins og virkjana- og stóriðjumálum. Hiín þykir hafa beitt þekktum meðulum ríkisstjómar Dav- íðs Oddssonar þegar hún lagði niður Náttúmvemdarráð í kjölfar gagnrýni þess á störf hennar og hlaut harða gagnrýni fyrir meint afskipti af ráðn- ingum landvarða sem mótmælt höfðu byggingu Kárahnjúkavirkjrmar. Hún fer! Þann 15. september næstkomandi mun Siv yfirgefa umhverfisráðuneyt- ið í kjölfar stólaskipta í forsætisráðu- neytinu. Staða Sivjar er því ekki góð og til marks um það má vísa í um- mæli áhrifamanns innan flokksins sem sagði spurður um ráðherramál- in: „Hún fer!“ Heimildarmenn innan þingflokks Framsóknar segja fullum fetum að stuðningur við Siv sé nær enginn þar og því litiar líkur á að svo verði nema Jón Kristjánsson ákveði hreinlega að víkja sem hann hefur sjálfur aftekið með öllu. Landssamband ffamsóknar- kvenna hefur ályktað sérstaklega um málið þar sem andstaða við hugsan- lega fækkun kvenráðherra Framsókn- ar er opinberuð og vitnað til hugsan- legs brots jafhréttislaga flokksins í kjölfarið málinu tii stuðnings. Stuðn- ingur við Siv er sagður mikill innan kvennahreyfingar flokksins þar sem aðstoðarmaður Sivjar, Una María Óskarsdóttir, er formaður. Ákvörðun um ráðherraskipan átti að taka nú fyrir miðjan júm' en óvænt sumarþing setti þar strik í reikninginn og því óljóst hvenær Halidór ljóstrar upp um fyrirætian sína. Hitt er þó talið eins víst að tillaga Halldórs - hver sem hún verður - verði samþykkt í þingflokknum án athugasemda. Boðinn sendiherrastóll í Helsinki Heimildarmenn DV úr röðum stuðningsmanna Sivjar haida því fram að með því að hundsa hana við val á ráðherrum sé Halldór Ásgríms- son að setja flokkinn í slæma stöðu í kjördæmi Sivjar, Suðvesturkjördæmi, þar sem listi undi forystu Sivjar fékk tæp tuttugu prósent atkvæða Fram- sóknar á landsvísu við síðustu kosn- ingar. Margt er þó sagt benda tU að HaU- dór velji einmitt að losa sig við Siv í haust og til marks um það er frUlyrt að HaUdór hafi boðið henni sendiherra- stól í Helsinki en hún afþakkað vegna áhuga síns á að vera áfram í stjóm- málum. Hún er þó sögð berjast eins og ljón fyrir áffamhaldandi ráðherra- stóli - en það er undir HaUdóri Ás- grímssyni komið hvort hún hefur er- indi sem erfiði. Menn innan flokksins segja það tU marks um hroka Sivjar að vUja ekki ljá máls á að vera óbreytt þingkona og að hún telji ráðherrastól eina kostinn í stöðunni. Eins er víst að Siv muni tapa sæti sínu í ríkisstjórn nú í haust. Þá mun reyna á hvort Siv lætur sverfa tU stáls og berjast fyrir sínu enda finnst mörg- um það skjóta skökku við að hún, sem þrátt fyrir aUt er í einni af valda- mestu embættum flokksins sem ritari hans, skuh taka poka sinn meðan Árni Magnússon sem rétt skreið inn á þing í síðustu kosningum eigi tryggt sæti. Það er af mörgum taUð vera til marks um að tíma Sivjar sem krón- prinsessu flokksins sé lokið og að HaUdór ætíi nú Áma krúnuna. helgi@dv.is Skjaldarmerkin Einkunnaskalinn 1 skjaldarmerki - Falleinkunn, þingsæti jafnvel ekki verðskuldað 2 skjaldarmerki - Öruggt þingsæti en lítið að gera í stjórnarráðið ÉiÉ).é 3 skjaldarmerki - Á friðarstóli í aug- um samherja sinna en á rangri hillu samkvæmt andstæðingum sínum 4 skjaldarmerki - Á réttri hillu 5 skjaldarmerki - Hinn fullkomni ráðherra Álitsgjafar um Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra í sporum rjúpunnar Álitsgjafar DV eru ekki sammála um hvort Siv hafi staðið sig eður ei og hafa misjafnar meiningar um verk hennar og vilja. Þau gefa henni tvö skjaldarmerki af fimm möguleg- um. Segja stöðu hennar líka stöðu rjúpunnar sem Siv friðaði fyrir ári. „Hún er á margan hátt yfirburða- manneskja í þingflokknum, bæði sökum menntunar, hæfileika og dugnaðar." „Brí stórri hættu að lenda milli skips og bryggju og það kemur hæfi- leikum hennar ekkert við I sjálfu sér." „Sagan mun dæma hana hart fyrir verksín." „Tel að henni veröi mjög líklega fórnað." „Eins og aðrar framsóknarkonur fékk hún óvinsælan málaflokksem áuðvelter að henda henni út úr. “ „Persónulegur metnaður ræður fremur því að hún sé ósátt við að missa stólinn en ekki það að hún eigi ókláruð verk irikisstjórn." „Hefekki heyrt hana tala afviti eða innsæi um málsem undir hana heyra." „Flott að friða rjúpuna enda er rjúpan i svipaðri stöðu og Siv núna." „Hún var náttúrulega óreynd istjórn- málum þegar hún varð ráðherra og hef- ur þurft að læra jafnóðum." „Ég held að það yrði röng ákvörð- un að varpa henni út.“ „Telurað verndun náttúruverðmæta eigi að fara eftirþví hvað henni finnst persónulega um þau, samanber um- mæli hennar um Eyjabakkana á sínum tlma sem voru bláttáfram kjánaleg.“ „Hefur ekki verið að skera sig úr eins og til dæmis Jónina Bjartmarz og heldur ekki átt neina snilldarspretti." „Staða hennar ergreinilega veik fyrst svona er komið fyrir henni." „Hefur klassiskt framsóknarvið- horf- er i„liðinu“, þó það bjargi henni ekkinúna." „Hún hefur sýntþað að hún getur tek- ið spretti en hvað varðar málefni er hún þurr og geldur sennilega fyrir það. “ Álltsgjafarnir okkar Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsmaður og fyrrverandi þingkona, Kristján Kristjánsson umsjónarmaður Kastljóssins Hildur Helga Sigurðardóttir blaða- maður, Róbert Marshall fréttamaður á Stöð 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.