Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Qupperneq 20
20 MÁNUDACUR 28. JÚNÍ2004
Sport DV
Áhuga- og andlausir Fylkismenn hafa lokiö keppni í Intertoto-keppninni í ár. Þeir töpuðu seinni leik
sínum gegn belgíska félaginu Gent, 0-1, á Laugardalsvelli á laugardag og rimmunni 1-3 samanlagt. Þeir
missa því af ferö til Makedóníu um næstu helgi en ná þess í stað stórtónleikum í Egilshöll.
.
máttu þakka Bjarna Þórði markverði
fyrir að vera ekki stærra undir í
leikhléi.
Ekkert skot á mark
Seinni hálfleikurinn var
skömminni skárri en reyndar þurfti
ákaflega takmarkað til að toppa fyrri
hálfleikinn. Fylkismenn færðu sig
framar á völlinn enda höfðu Belgamir
bakkað mikið og leyfðu
Fylkismönnum að sækja. Þrátt fyrir að
stýra nánast öllum seinni hálfleiknum
þá tókst Fylkismönnum aðeins að
skapa sér þrjú tii fjögur hálffæri en
engu skoti náðu þeir á markið.
Lokatölur 0-1 í hundleiðinlegum
leik en sigur Belganna var þó
sanngjarn og aldrei í hættu.
Bjarni átti fínan leik í markinu og
bjargaði því sem bjargað varð.
Þórhallur var fínn í vörninni og
Ólafur Ingi reyndi sitt besta á
miðjunni en fékk nákvæmlega enga
hjálp frá félögum sínum.
Undirritaður spurði Ólaf Inga
Stígsson og Þorlák Ámason þjálfara
að því eftir leikinn hvort tónleíkamir
um næstu helgi hefðu haft áhrif á
menn.
„Já, það er ekki spurning að
menn voru til í fórna tónleikunum,"
sagði Ólafur Ingi hlæjandi en
Þorlákur svaraði svona: „Ég veit
ekkert um það. Ég fer í alla leiki til að
vinna og það hefur gengið ágætlega
hingað til. Ef menn halda að við
séum að velja einhverja leiki til þess
að tapa þá er það algörlega þeirra
skoðun." henry@dv.is
Það var engu líkara en að
flestir leikmanna Fylkisliðsins
væru búnir að tryggja sér miða
á stórtðnleika bandarísku
rokksveitarinnar Metallica í
Egilshöll um næstu helgi því
ekki voru þeir tilbúnir að
berjast fyrir miðanum til
Makedóníu. Áhugaleysi
einkenndi leik Fylkis og
stuðningsmenn virtust einnig
hafa lítinn áhuga á leiknum
því helmingi færri mættu á
þennan leik en mæta
venjulega á leik í Árbæinn.
Við skulum hafa það alveg á hreinu að þetta
lið Gent er ekki skipað neinum snillingum og á
venjulegum degi hefði Fylkir unnið þetta lið
með tveim tilþrem mörkum.
Ef tónleikarnir um næstu helgi
höfðu virkilega áhrif á leikmenn þá
hefur undirritaður fullan skilning á
áhugaleysi leikmanna enda veit
hann sem er að hér er ekki um að
ræða „einhverja" hljómsveit heldur
sjálfa konunga rokksins.
Hvað sem öllum slfkum
vangaveltum h'ður þá var það ekki
bara áhugaleysi leikmanna sem
vakti athygh heldur einnig almennt
metnaðarleysi Árbæinga í
keppninni. Fylkir lék án fimm
fastamanna í leiknum. Tveir voru
meiddir en þrír tæpir og hefðu
eflaust getað spilað ef einhver alvöru
metnaður væri til þess að komast
áfram. Er nema von að maður spyrji
sig að því af hverju menn voru að
taka þátt í þessari keppni til að byrja
með?
Við skulum hafa það alveg á
hreinu að þetta lið Gent er ekki
skipað neinum snillingum og á
venjulegum degi hefði Fylkir unnið
þetta Uð með tveimur til þremur
mörkum. Tala nú ekki um þar sem
Belgarnir voru búnir að taka þrjár
æfmgar fyrir fyrri leikinn og
æfingarnar hafa verið nálægt tíu
þegar seinni leikurinn var spilaður.
Þetta lið var ekki einu sinni í formi.
Skítakuidi í Dalnum
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar
voru ekki glæsilegar þegar blásið var
til leiks - kalt, mikill vindur og
nánast tóm stúka. Það afsakar samt
ekki þá staðreynd að Fylkismenn
komust vart yfir miðju í fyrri hálfleik.
Þeir voru marki undir í leikhléi og
Hvert ert þú aö fara góurinn? Fylkis-
menn fundu engar leiöir I mark belgíska
félagsins G ent á Laugardalsvelli á laugar-
dag. Hér tekur Belginn Bart Goosens Fylkis-
manninn ÓlafPál Snorrason heljartökum
en hann komst, rétteins og félagar sínir,
lltið áleiöis I leiknum. DV-mynd Róbert
—
FYLKIR-GENT 0-1
Intertoto - Laugardalsvöllur-26. júnf
Dómari: Emil Laursen (2).
Áhorfendur: 581. Gaeði leiks: 2.
Gul spjöld: Fylkir: Þórhallur (59.) -
Gent: Goosens (34.).
Rauð spjöld: Engin.
Mörk
0-1 Sandy Martens 26.
skot í teig Oussalah
Leikmenn Fylkis:
Bjarni Þórður Halldórsson 4
Kristján Valdimarsson 2
Valur Fannar Gíslason 2
Þórhallur Dan Jóhannsson 3
Kjartan Ágúst Breiðdal 2
Ragnar Sigurðsson 2
(46., Eyjólfur Héðinsson 3)
Ólafur Ingi Stígsson 4
Jón Björgvln Hermannsson 1
(55., Albert Ingason 2)
Helgi Valur Daníelsson 2
Ólafur Páll Snorrason 2
Þorbjörn Atli Sveinsson 1
(65., KristinnTómasson 3)
Leikmenn Gent:
Frederic Herpoel 3
Hamad Ndikumana 3
Jacky Peeters 3
David Nanhojwegen 3
Bart Goosens 2
Madjid Adjaoud 2
Marrhien Verschneze 4
Mustapha Oussalah 3
(79., Jonathan Constancia -)
Steven Ribus 2
Sandy Martens 3
Jurgen Cavens 2
(90., Ivica Jazakovic -)
Tölfræðin:
Skot (á mark): 6-16 (1-9)
Varin skot: Bjarni 7 - Herpoel 1.
Horn:9-5 Rangstöður: 1-8
Aukaspyrnur fengnar: 9-13.
BESTUR Á VELLINUM:
Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki
Ekkert svona kallinn minn Unnusta Urs
Maiers, Nicole Petignat, sést hér lesa Ólafi
Inga Skúiasyni llfsreglurnar I leik Fylkis og
AIK i Svíþjóð I fyrra.
Svissneski dómarinn Urs Maier er hataðasti maður Englands
The Sun gaf honum rauða spjaldið
Það er alveg sama hvernig sviss-
neski dómarinn Urs Maier mun
reyna að útskýra af hverju hann
dæmdi aukaspyrnu þegar Sol
Campbell skoraði rétt fyrir leikslok
leiksins gegn Portúgal. Hann mun
alltaf tala fyrir daufum eyrum
ensku þjóðarinnar sem hefur gert
hann að óvini þjóðarinnar númer
eitt.
Ensku blöðin hafa nú ákveðið að
leggja Maier í einelti og gott dæmi
um það sást í breska götublaðinu
The Sun um helgina er þeir greindu
frá því að Maier hefði haldið framhjá
eiginkonu sinni sem hann á tvö
börn með.
Konan sem hann er í tygjum við í
dag er Fylki vel kunnug enda dæmdi
hún Evrópuleik þeirra gegn AIK í
Svíþjóð í fyrra. Hún heitir Nicole
Petignat og skráði nafn sitt í
sögubækurnar í þeim leik með því
að verða fyrsta konan til þess að
dæma Evrópuleik hjá körlum.
„Urs hélt framhjá mér og hann
virðist einnig hafa farið illa með
Englendinga," sagði Franziska,
fyrrum eiginkona Maiers, í samtali
við The Sun. „Mér er alveg sama um
þessa konu en það var mjög sárt að
hann skyldi halda framhjá mér. Þau
eru byrjuð að búa saman þótt við
séum ekki enn skilinn."
Seldu eldavélar
Vinir þeirra hjóna - en þau búa í
smábæ rétt fyrir utan Zúrich - segja
að Franziska hafi verið felmtri
sleginn er hún komst að fram-
hjáhaldinu en Maier byrjaði að slá
sér upp með Nicole er þau voru
saman að dæma í Rúmeníu.
„Við vorum mjög hissa er við
heyrðum að hann ætlaði að yfirgefa
Franzisku. Þau virtust vera svo
hamingjusöm," sögðu nágrannarnir
en þau hjónin bjuggu ásamt
börnum sínum á efri hæð húss þar
sem þau ráku raftækjaverslun á
neðri hæðinni. Þar var hægt að
kaupa þvottavélar, eldavélar og
fleira skemmtilegt.
Samkvæmt „áreiðanlegum"
heimildum breska blaðsins þá eyða
Urs og Nicole kvöldunum uppi í
„zebralituðum" sófa og horfa á
fótbolta.
„Þegar Urs er í rómantísku smði
þá opnar hann vínflösku og setur
Queen á fóninn sem er hans
uppáhaldshljómsveit og hann
syngur með við lagið We are the
Champions. Hann er mikið fyrir gott
vín,“ sagði vinur Maiers við The Sun.
Maier er lítt hrifinn af þessum
árásum The Sun og hann hefur
hótað að kæra blaðið fyrir að hafa
birt slóðina á heimasíðu sína en hún
hrundi í kjölfarið er milljónir reiðra
Englendinga fóru þangað inn til að
senda honum tóninn. Einn
blaðamaður The Sun gekk síðan á
Maier á hóteli hans í Portúgal og lyfti
hann rauðu spjaldi í andlit Maiers
og sagði: „Þetta er frá 10 milljónum
lesenda The Sun. Beint rautt spjald."