Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Qupperneq 31
DV Siðast en ekki síst MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004 31 Alvörukosningar Þegar óþekkt kona úr Vest- mannaeyjum bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur á sínum tíma tók Vigdís því sem persónulegri móðgun og þjóðin öll mætti full vandlætingar á kjörstað. Þegar Ólaf- ur Ragnar nú fékk mótframboð hafði vandlætingin vikið fyrir með- aumkun, enda nokkuð ljóst að ein- ungis boðflennur mæta til leiks gegn sitjandi forseta. Staðreyndin er sú að svo lengi sem engir alvöruframbjóð- endur bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, þá er varla hægt að tala um marktækar kosningar. Forsetakosn- ingamar á laugardaginn tók heldur enginn alvarlega sem alvörukosn- ingar: úrslitin vom löngu ráðin og einungis reynt að skapa spennu með tah um fjölda auðra atkvæða. Allt tal um að auðu atkvæðin séu veikleikamerki fyrir Ólaf Ragnar finnst mér heldur hlálegt. Auð at- kvæði merkja einfaldalega að stór hluti kjósenda hafði engan fram- bjóðenda sem þeim líkaði við, af því að enginn alvömframbjóðandi hafði áhuga eða kjark til að bjóða sig fram gegn Ólafi. Staða Ólafs Ragnars - líkt og fyrri forseta - var því gríðarlega sterk. Ólýðræðisleg hefð Því miður mótaðist sú hefð á fyrstu ámm lýðveldisins að bjóða ekki ffarn gegn sitjandi forseta og því geta forsetar setið svo lengi þeim sýnist án þess að þurfa að sæta eðli- legri samkeppni um embættið. í þessu kristallast að nokkru sá vandi sem fylgir því að upphefja embættið um of sem sameiningartákn, utan og ofan við eðlUegan skoðanamun í lýðræðisríki. Forsetaembættið er stjórnskipulegt embætti og því fylgja ýmsar skýldur. Það er í þessu stjórn- skipulega hlutverki sem forsetinn er Birgir Hermannsson skrifar um forsetakosningarnar. sameiningartákn, einnig - og ekki síst - þegar hann sinnir því embætt- isverki sínu að vísa lögum fil þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er því að mörgu leyti óeðlUegt að ekki sé tek- ist á um forsetaembættið í kosning- um, en gegn því stendur hefðin. Sameiningartákn Forseti Bandaríkjanna er eitt helsta sameiningartákn landsins, þrátt fyrir að um þann einstakling sem embættinu gegnir standi ætíð styr. Þetta er með öUu óskUjanlegt í ljósi íslenskrar umræðu um forseta- embættið. Það er ekki einstaklingur- inn sem er sameiningartákn, heldur embættið: hlutverkið sem einstak- lingurinn gengur inn í um tUtekinn tíma. Auðvitað er mikUl munur á embættum forseta íslands og Bandaríkjanna, en samanburðurinn er samt hoUur. Það er eðlUegt og lýð- ræðislega hoUt að um einstök emb- ættisverk forsetans geta orðið deUur og fólk haft á þeim mismunandi skoðanir. Það er einnig eðlUegt að skiptar skoðanir séu um þann ein- stakfing sem embættinu gegnir, rússneskar kosningar eru ekki gott heUbrigðisvottorð um lýðræði. Hámarkstími í embætti Því hefur verið fleygt að hefðu fjölmiðlalögin komið inn á borð for- setans fyrr og framboðsffesturinn ekki verið runninn út þá hefði al- vöruframboð komið fram gegn Ólafi Ragnari. Slíkt ffamboð hefði verið æskUegt, en ég tel það ekki lfidegt. Ákvörðun Ólafs er vinsæl meðal al- mennings og ekki vænlegt að leggja í hann á þeim grundvelh. Hefði ein- hver verið tfi í að fórna sér á altari formanns Sjálfstæðisflokksins í næsta vonlausri baráttu? Staða sitjandi forseta er svo sterk og hefðin gegn alvörukosningtim svo rflc að heppUegast er að binda í stjórnarskrá tímamörk á hversu lengi hver einstaklingur getur gegnt embættinu. Það er ekki eðlUegt að forsetinn ákveði nánast sjálfur hversu lengi hann situr. Ég tel tvö kjörtímabU heppUegan tíma og þrjú algjört hámark. Birgir Hermansson Lilli api „Lilli verður á torginu á morgun og var í Grafarvogi í dag þannig að hann erá fullri ferð ennþá"segir Helga Steffensen móðir Lilla. Helga segir Lilla vera orðinn 24 ára gamlan en hann fær þó ekkert að þroskast og er bara alltafLilli litli fjögurra ára. Helga segirhann vera orð- inn nokkuð góðan í tölustöfunum og sé nokkurn veginn með litina á hreinu. En ætlaði Lilli ekki til Afríku? „Gústi frændi hans býr íAfríku og er alltaf eitthvað að þvælast þar. Ég hefhinsvegar ekki þor- að að senda Lilla þangað enda gengur alltafsvo mikið á í þeirri heimsálfu. Það er samt aldrei að vita hvort hann kíki á frænda sinn í haust.* Lilli hefur alltaf farið á þjóðhátíð ÍVestmannaeyjum og verður þar um verslunarmannahelgina. „Hann er alveg ómissandi á Þjóðhátíð og þá koma alltaf krakkar um tvítugt sem eru vel við skál og muna eftir hon- um til þess að hitta hann/'segir Helga og hlær. Helga segist nokkrum sinnum hafa ætl- að að gefa Lilla frí frá brúðubílnum en krakkarnir heimti alltafLilla sem er greinilega enn í fullu fjöri eftir nokkrar iagfæringarígegnum tíðina. Dóra Takefusa erskelfirinn í stúlknaboltanum „I couldn’t care less," Dóra Takefusa spurð skemmtilegasta liðið á EM í fót- bolta. Hún segist vart hafa tíma til að fylgjast með boltan- um. Kveiki samt oft á skjánum meðan hún vaskar upp. Nær þannig helstu úrslitunum. „Maður þarf að leggja líf sitt til hliðar til að fylgjast með þessu," segir Dóra sem hefur nóg að gera. Rek- ur skemmtistaðinn Pravda Bar. „Ég er alltaf á fullu svo fót- boltinn fer ekki fremst í forgangs- röðina." Þrátt fyrir áhuga- leysið á EM hefur Dóra mikinn áhuga á segir um Dóra Takefusa Spilar með fótboitaféiaginu Áfram stelpur. fótbolta. Hún spilar með fót- boltafélaginu „Áfram stelp- ur“ einu sinni í viku. Þær eru um fimmtán talsins og Dóra segir þær allar ólíkar. Áherslan á stöður og tæknilegu hliðina sé ekki svo mikil. Gleðin sé í fyrir- rúmi. Til dæmis leggi þær áherslu á að finna viður- nefni á hverja aðra. „Ég er kölluð „Skelfir- inn" enda mesta keppnis- manneskjan í hópn- um. Ansi grimm," segir Dóra og skýtur föstum skotum að vinkonum sínum. „Ég er þó ekki eins mikill tuddi og flest- ar þarna. Þær eru skíthræddar við mig." SKIPTITILBOÐ OG SKRÁNING ÍBÚÐABRÉFA ÍBÚÐALÁNASJÓÐS íbúðalánasjóður vekur athygti á aó endanleg útboðs- og skráningarlýsing vegna áður auglýstrar skráningar íbúðabréfa i Kauphöll íslands og skiptititboðs ákveðinna hús- og húsnæðisbréfaflokka íbúðatánasjóðs liggur nú fyrir. Útboðs- og skráningarlýsingu er unnt að nálgast á fréttasíðu Kauphaltar íslands www.icex.is, hjá íbúðalánasjóði Borgartúni 21 og á vefsíðu sjóðsins www.ils.is, hjá Arion verðbréfavörstu Ármúla 13 og ístandsbanka Kirlgusandi. Skiptitilboðstimabil er frá kl. 8.00 mánudaginn 28. júní til kt. 16.00 miðvikudaginn 30. júní. Endantegur skráningardagur ibúðabréfa verður auglýstur síðar. Borgartúni 12 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 8006969 I Fax: 569 6800 I www.ils.is íbúðalánasjóður Duglegum krökkum býðst nú að selja DV í lausasölu og þeir sem selja blaðið fá 70 kr. af hverju seldu blaði virka daga en 90 kr. um helgar. Ef þú selur 10 blöð á hverjum degi frá mánudegi til laugardags þá vinnur þú þér inn 4.400 kr. á viku eða 17.600 á mánuði. Þú sækir blaðið til okkar í Skaftahlíð 24 að morgni og skilar síðan af þér óseldum blöðum og sölunni þegar þú ert búin. Við greiðum þér launin strax. Blaðið er selt með því að ganga í fyrirtæki og heimili eða við fjölfarna staði. Blaðberar DV og Fréttablaðsins geta líka fengið blöðin send heim og gert upp vikulega. Náðu þér vasapening í sumar með því að selja skemmtilegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.