Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Síða 32
+- PfúttcuJíoi: Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar jjlafnleyndar er gætt. r-J i—1 r \ r-r -550 5090 SHAFTAHLÍÐ24, 105REYKJAVÍK[STOFNAÐ1910 ] SÍMISSOSOOO • Velgengni Kling og Bang í Brautarholtinu gæti skapað at- hyglisvert vandamál nú í haust þegar styrktarsamningur Lands- bankans um húsnæðið rennur út. Frá byrjun hafa færri listamenn en viljað fengið inni í húsinu og eru nú vel yfir eitt hundrað lista- spírur þar til húsa á einn eða annan hátt. Svo gæti farið að allt '•r þetta fólk finni sig skyndilega á götunni þann 1. september er samingur Landsbankans rennur út en heyrst hefur að eigendur hússins vilji fá það í hendur sem fyrst. Heita þeirólafur, Baldur og Ástþór? Burtrekinn Kárahnjúhamaður Ráðinn til reynslu á Héraði „Já ég er kominn með vinnu, smíða hús á Eg- ilsstöðum og bý á Seyðisfirði. Þetta er flott,“ segir Joaoa Ferreira, einn Portúgalanna þriggja sem rekinn var af Kárahnjúkum í kjölfar viðtals við hann og félaga hans sem fór í skapið á Impregilo- mönnum. Joao, eða John eins og hann er kallaður, er nú fluttur til Seyðisfjarðar. Þar býr hann í góðu yfir- læti hjá vinafólki sínu og þar fékk hann líka vinnu hjá Ómari Bogasyni og hans mönnum í TF-hús- um í Fellabæ. Fyrirtækið er nú, líkt og önnur í sama geira á Austurlandi, á fullu að byggja hús fyrir nýja íbúa á svæðinu. „Já, ég réð hann til reynslu strákinn og hann byrjaði hérna fyrir nokkrum dögum. Ég var búinn að heyra eitthvað af þessari uppsögn hans og fé- laga hans þegar vinafólk mitt sem hann býr hjá hafði samband og bað um vinnu fyrir hann. Það er nóg að gera og því var auðsótt mál að ráða hann hingað inn til reynslu," segir Ómar Bogason, framkvæmdastjóri TF-húsa á Héraði. Ómar og fyrirtæki hans hefur unnið nokkur verk fyrir fyrrum vinnuveitanda Johns, Impregilo. Ómar segir sína reynslu af ítölunum góða. John segist ánægður með nýju vinnuna og vonast hann nú til að geta hafið nýtt líf á íslandi, án starfsmannaleiga eða Impregilo. Hann segir gott að vinna hjá Ómari og félögum og vill nota tækifærið og þakka vinafólki sínu á Seyðisfirði sem hann hefur notið gestrisni hjá undanfarið. Félagar Johns, sem einnig var gert að taka pok- ann sinn á Kárahnjúkum, eru nú komnir til Portúgal. Að minnsta kosti öðrum þeirra lang- ar að koma aftur til íslands þar sem strákun- um lfkaði vel við land og þjóð - þó að við- skiptin við yfirmennina á Kárahnjúkum hafi ekki verið upp á tíu. Kominn með vinnu John ereinn þre- menninganna sem reknir voru fynrum- mæli i viðtali sem þó voru ekki hofð eftir neinum þeirra. Hann er nú kommn i vinnu á Egilsstöðum þar sem hann bygg j ir hús undir nýja íbúa Austurlands af miklum móði. Fyrsta íslenska boybandið „Vonandi er þetta stóra breikið," segir Kjartan Hlöðversson einn af meðlim- um strákabandsins Iceguys. Hljómsveitin var stofnuð í febrúar. Hún er skipuð þekkt- um söngvurum: Óla Má og Einari Vali sem báðir komust í í**' 32 manna úrslit í íslenska Idolinu. Kjartan gekk svo til liðs við hljómsveitina nokkru seinna. „Við gerum þetta algerlega sjálfir. Það er enginn Einar Bárðar sem pródúserar okkur,“ segir Kjartan. „Þetta gengur líka ágætíega. Erum komnir í spilun á öllum helstu út- varpsstöðvunum." Nú er Nylon, bandið hans Einars Bárðar að gera það gott. Er Iceguys í samkeppni við þær stöllur? „Nei, okkar band var stofnað nokkrum dögum áður en áheyrn- arprufur fyrir Nylon hófust. Það er því nær að segja að hugmyndin af Nylon hafi komið frá Iceguys. Annars erum við ekki í neinni samkeppni. Gerum bara okkar besta." Kjartan er 24 ára gamall og félag- ar hans í Iceguys nokkuð eldri. „Normið er að menn byrji ungir og eldist í bransanum. Við höfum allir starfað við tónlist áður. Kannski höfum við verið að undirbúa okkur fyrir þetta breik,“ segir Kjartan sem gengur undir nafninu Kjartan West í heimabæ sínum Hafnarfirði og spil- ar reglulega á Ara í ögri með dúettinum Acoustic. Jörmundur vill hús ásatrúarmanna Jörmundur Ingi Hansen fyrrum allsherjargoði, sem rekinn var úr stól sínum fyrir tveimur árum vegna bókhaldsóreiðu, hefur nú að eigin sögn tekið yfir og endurreist Reykja- víkurgoðorð svokallað við litía hrifningu ásatrúar- manna. f samtali við DV sagði Ólafur Sigurðsson, gjald- keri Ásatrúarfélagsins, að félagið væri enn í sárum eftir tíð Jörmundar. „Það vantar enn þrjár milljónir inn í bókhaldið síðan í tíð Jörmundar sem ekki hefur verið hægt að gera grein fyrir hvað varð af; engar kvittanir liggja fyrir eða annað slíkt. Einnig var gerð árs- reikninga í algjörum molum á þess- um tíma og ársreikningar liggja ekki ’ fyrir vegna tveggja ára af allsherjar- goðatíð Jörmundar Inga," segir Ólaf- ur sem telur það hinu mestu firru hjá Jörmundi að ætía nú að búa sér til stöðu innan félagsins og lfkir því við að kaþólikkar stofnuðu sérstak- an söfiiuð um Skálholt og gerðu til- kall til eigna kirkjunnar þar. Tvennum sögum fer af stofnfundi Jörmundar Inga og félaga sem samkvæmt heimildum var fámennur en á hann var smalað af Jörmundi sem segir að þar hafi mætt góður hópur 25 manna. Ásatrúarmenn eru eins og fyrr segir hissa á þessum gjörningi síns gamla leiðtoga og telja að lætin snúist um og húsnæði í Reykjavík sem Fyrrverandi allsherjar- goði Vill ná aftur fyrri ráðum meðal aðdáenda Óðins. peninga Ásatrúarfélagsins Jörmundur gerir tilkall til. „Auðvitað er eðlilegt að félagið í Reykjavík fái hlut í húsinu, enda er húsið eign þess ekki síður en Ásatrú- arfélagsins," segir Jörmundur. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.