Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 12.JÚLÍ2004
Fyrst og fremst T3V
Hvað átti hann við?
Útgáfufélag:
Fréttehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lilugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlið 24, Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Drelflng:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins I stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
1 rivað heitir maðurinn
sem er kóngulóarmaður-
inn?
2 Hvaða leikari hefur leikið
hann upp á síðkastið í
tveimur myndum?
3 Hver er leikstjóri Spid-
erman-myndanna?
4 Hvaða leikkona leikur
kærustu Spidermans og
hvað heitir persónan?
5 Hvað hétu höfundar upp-
runalegu teiknimyndasög-
unnar um kóngulóarkarl-
inn?
Svör neðst á síðunni
Bíóorgía
Þetta er ugglaust stærsti
gagnabankinn á netinu sem
helgaður er kvikmyndum.
Þar er gífurlegan fjölda kvik-
mynda að finna og bæði létt
og fljótlegt að slá inn nöfii á
Vefsíðan
www.imdb.com
hafa unnið. Lesendur síð-
unnar gefa einkunnir og
umsagnir en þurfa fyrst að
skrá sig inn. Þótt mest sé
um bandarískar myndir er
þarna oft að finna furðu-
góða umfjöllun um myndir
annarra þjóða og a.m.k. lík-
legt að þær séu tilgreindar.
Einkunnir nokkurra ísl-
enskra mynda, af handa-
hófi: Böm náttúrunnar 7,5,
Hrafninn flýgur 7,4, Kalda-
ljós, 101 Reykjavík og Englar
alheimsins allar 7,0, Djöfla-
eyjan og Benjamín dúfa 6,9,
Hafið og Stikkfrí 6,7, íslenski
draumurinn 6,6, Opinberun
Hannesar 2,8.
Ljótur
Ljótur var nokkuð algengt
mannsnafn á fyrstu öldum
fslandsbyggðaren lagðist
svo aö mestu af,
vegna þess að
menn töldu merk-
ingu þess einfaldlega vera
„ófríöur"og enginn vill
skíra barnið sitt nafni því-
líkrar merkingar. En það er
alrangt því nafnið mun
merkja„bjartur“ eðajjós"
og er skylt nafnorðunum
„Ijós" ogjjómi". Tveir menn
á fslandi hétu Ljótur þegar
Nöfn fslendinga kom út
1991 en nafnið lifir í sam-
setningum eins og„Arnljót-
ur"og„Úlfljótur".
Málið
Það er með hálfum huga að ég hefst
handa við að skrifa leiðara þar sem ég þarf
að minnast á forsætisráðherra vom, Davíð
Oddsson.
Ég vildi svo óska þess að fá stundum
tækifæri til að skrifa hér um eitthvað sem
ekki kallar beinlínis á umfjöllun um þann
góða mann.
En svona er nú það: Davíð hefúr enn ekki
gefið neinar skýringar á þeim orðum sem
hann lét falla í frægri heimsókn sinni í Hvíta
húsið og fólu í sér að eftir innrás Bandarík-
jamanna í írak, þá sé heimurinn betri og ör-
uggari staður að lifa í heldur en áður.
Þessi yfirlýsing íslensks forsætisráðherra
í formlegri heimsókn er með þvílíkuin ein-
dæmum að skýringa á henni verður að kref-
jast.
Á sama tíma og það er orðið ljóst jafnvel
ýmsum hinna forstokkuðustu stuðnings-
manna Íraksstríðsins i Bandarfkjunum og
Bretlandi að stríðið var hafið á röngum og
reyndar upplognum forsendum og fram-
kvæmd þess hefur farið í þvílíkum handa-
skolum að ekki hefúr í áratugi verið ófrið-
vænlegra í Miðausturlöndum - og mun sá
ófriður því miður eflaust teygja sig í stór-
auknum mæli tíl Vesturlanda með enn fleiri
hryðjuverkum - þá kem-
ur forsætisráðherra frá
fslandi og gefur þvflíka
yfirlýsingu.
Sem þykir slflcum tíð-
indum sæta að sjón-
varpsstöðin CNN, sem
ekki er vön að hirða um
skoðanir íslenskra ráða-
manna á nokkrum hlut,
gerir úr því sérstaka
frétt.
Enda verða ekki aðrir
til að halda þessu fram
þessa dagana.
Nú má kannski segja
sem svo: þetta var bara
kurteisishjal hjá Davíð.
Hann var náttúrlega í
Hvíta húsinu í boði
George Bush og það hefði verið dónalegt af
honum að segja ekki eitthvað fallegt til að
gleðja gestgjafann.
En þetta sjónarmið gildir bara ekki þegar
um er að ræða grafalvarlegt utanrfldsmál.
Davíð verður því að gefa þjóðinni skýr-
ingar á því hvers vegna hann hélt þessu
fram. Hvort hann trúir þessu sjálfur eða
hvort hann talaði þvert um hug sér. Því við
verðum að fara að gera stjómmálamönnum
okkar grein fyrir því að utanrfldsmál skipta
okkur kjósendur Iflca raunverulegu máli -
og þeir geta því ekki leyft sér að fara með
innantómt fleipur í útlöndum, í trausti þess
að enginn hér á landi taki það alvarlega.
Illugi Jökulsson
Eip-kapítal
„Eip er nafnorð en
einnig er til sögnin að
eipa sem merkirþá að
hegða sér undarlega,
hoppa og hljóða af
kæti eða undrun
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR færist
ekki h'tið í fang á múmum.is þegar
hún leitast við að skilgreina nýja teg-
und af „auðmagni" eða „kapítali".
Fyrstu skilgreininguna má segja að
Karl Maix hafi sett fram og fjallaði
um eiginlegt fjármagn en síðar setti
Pierre Bourdieu fram aðra um svo-
nefnt „menningarlegt kapítal"
þeirra sem kunna góð skil á menn-
ingunni og öllum hennar afkimum.
mynd- En nú hefur Katrín sem sagt áttað sig
um, leik- á tilvist eins annars auðmagns:
urum, Eip-kapítalsins.
leikstjór- Hún skýrir það á þessa leið:
umog
mörgum “EIP ER TÖKUORÐ, tiltölulega
nýlegt í málinu. Eip má skilgreina
sem fíflaskap, nokkuð átakamikinn,
sem fylgja jafnvel hljóð, en frá hljóð-
unum er dregin líkingin við apa en
hljóð sem fylgja eipi minna þá nokk-
uð á hljóð apa. Eip er nafnorð en
einnig er til sögnin að eipa sem
merkir þá að hegða sér undariega,
hoppa oghljóða afkæti eða undrun.
Ekki ailir geta eipað. í samfélagi
okkar er almennt mikið lagt upp úr
svokailaðri „eðlilegri" hegðun ogþeir
sem skera sig úr oft iimir homauga
(þó að það geti stundum breyst í að-
dáun). Eip er tvímælalaust hegðun
sem skersigúrfjöldanum ogoftaster
eipið meðvitað (ekki framið á fyileríi
eða aföðrum slíkum ástæðum).
Þeir sem geta eipað ffjálslega og
án allra hamla eru tvímælaiaust eig-
endur eip-kapítals. Eip-kapítaihefur
tii þessa ekki veriö mikiis metið f
samfélagi okkar en teikn eru á lofti
um að það sé óðum að breytast. Þar
fer ríkisstjórn íslands fremst í fiokki.
Þar em margir sem ráða yfir miklu
auðmagni af þessu tagi.
MÁ ÞAR NEFNA GUÐNA
ÁGÚSTSSON landbúnaðarráðherra
sem líkir gjarnan dægurmálum við
Fyrst og fremst
merkisatburði íslandssögurmar.
Einnig mætti benda á forseta Aiþ-
ingis, Haildór Blöndai, sem á það til
að hlaupa af fundum án tillits til
þess að hann er að stýra þeim (er hér
jafnvel komin skýring á athæfi
Trampes greifa á þjóðfundinum um
árið?). Augljóst má þó telja að sá sem
býr yfir mestu eip-kapítali er forsæt-
isráðherrann, Davíð Oddsson. Er
hér kannski komin vísbending um
styrk Davíðs? Hann er ekki ríkur og
tilraunir hans til að gerast smá-
sagnahöfundur eða jafnvel sálma-
skáld hafa hlotið misjafnan hljóm-
grunn meðal þeirra sem ráða yfir
hinu menningarlega auðmagni. Á
1. Peter Parker -1 Toby Maguire - 3.
Sam Raimi - 4. Kirsten Dunst, Mary Jane
Watson - 5. Stan Lee og Steve Ditko
„Frávik frá orðum stjórnarskrár"
„Mín skoðun er sú, að hafna ætti öllum frávikum frá orðum stjórnar-
skrár ef frávik ganga í þá átt að rýra vernd borgaranna fyrir ríkisvaldi."
Sá sem svo mælir er ekki Eiríkur Tómasson lagapró-
fessor og ekki Jónatan Þórmundsson. Þetta skrifaði
nefnilega sá góöi maður Jón Steinar Gunnlaugsson í
hinni merku bók sinni, „Deilt á dómarana", sem út L « i
kom árið 1987.
' Nú er spurningin hvort Jón Steinar hefur skipt um
skoðun síðan þá, eða hvort hann telji ekki að
aðgerðir ríkisstjórnarinnar upp á síðkastið feli
í sér nein „frávik frá orðum stjórnarskrár".
sviði eip-kapítals skákar hins vegar
enginn honum.
Nýjasta dæmið um það er hin ný-
stárlega uppfinning hans, að hægt
sé að fella frumvörp úr gildi með því
að leggja fram nánast samhljóða
frumvörp með ákvæði um að hitt sé
nú fallið úr gildi. Næsta skref verður
auðvitað að fella frumvörp úr gildi
með því að bæta ákvæði um slíkt inn
í frumvarp sem er NÁKVÆMLEGA
EINS og hið fyrra. Mun þá nást
svokölluð eip-mettun."
HÉR VERÐUM VH) að fá að
minna á það sem okkur þykir eitt
snilldarlegasta dæmið um „eip-
mettun" í bókmenntum en það er
smásagan „Pierre Menard, höfund-
ur Don Kíkóta" eftir Jorge Luis
Borges. Þar segir frá Menard
nokkrum sem tók sér fyrir hendur að
skrifa meistaraverk Cervantesar upp
frá orði til orðs og gefa út undir eig-
in nafni en hlaut fyrir hraklega dóma
þar sem verk hans þótti bæði gamal-
dags og hugmyndasnautt, fáránlegt
og illa skrifað. Sömu örlög - í raun-
veruleikanum - hlaut kvikmynda-
leikstjórinn Gus Van Sant nýlega
þegar hann „eipaði" „Psycho" eftir
Hitchcock.
En Katrín lýkur máli sínu á þessa
leið:
"Múrinn telur ekki ólíklegt að
eip-kapítal eigi eftir að verða mun
meira metið í íslensku samfélagi en
nú er og auðvitað er sérlega gaman
að verða fyrst til að benda á þessa
nýju tegund auðmagns og komast
þar með í félagsskap þeirra Marx og
Bourdieu. Þess vegna em Múrarar
reiðubúnir undir þá þróun og vinna
nú staðfastlega að því að temja sér
meira eip. Til dæmis með greinum á
borð við þessa."
Nei, Davíð söng
ekki neitt
Fréttablaðið vakti á laugardag athygli
á villandi fullyrðingu í klausu hér I Fyrst
og fremst um daginn en þar hafði því
verið haldið fram að Davlð Oddsson
hafi tekið undirþegar blaðamenn
Ftvíta hússins IWashington fóru að
syngja afmælissönginn fyrir George W.
Bush. Við viðurkennum fúslega að
þarna hefurlöngun okkar til að finna
sögulegar hliðstæður dregið okkur á
asnaeyrunum, en I klausunni var llka
fjallað um afmælissöng Marilyn Mon-
roe til heiðurs John F. Kennedy. Því eins
og Fréttablaðið bendir á tók Davíð vist
alls ekki undir sönginn. Við játum á
okkur þessi mistök en vitum ekki alveg
hvern við ættum að biðja afsökunar.
Kannski Bush, kannski Davíð eða
kannski bara Fréttablaðið. Að öðru
leyti þökkum við þó hlý orð Frétta-
blaðsins I okkargarö.