Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 12. JÚU2004 Fréttir DV Blaðamaður og ljósmyndari DV fylgdust með störfum lögreglunnar á föstudagsnóttina. Eltingaleikur á Hverfisgötunni og slagsmál í Hafnarstrætinu. Landsfrægur leikstjóri datt af hjóli og ölvaður maður í köflóttum jakka var á gangi í Hraunbænum. Bjórsala úr skotti til unglinga og of stór skammtur af Rída- líni var aðeins brot af því sem við urðum vitni að. / 07.10 Forsetabeygja er tekin inn í portið á lögreglustöðinni og kvöldið hefur tekið enda. Menn hafa á orði að þetta hafi verið eitt rólegasta kvöld lögreglunnar lengi og ég held að við verðum að taka undir þá fullyrðingu. Nótt með lög- reglunni í Reyk- javík er lokið. breki@dv.is TAKK FYRIR KOMUNA „Maður datt úr hjólastól á heimili sínu í Kópavogi og þarf aðstoð við að komast aftur upp í," var með því tíð- indamesta sem heyrðist í talstöð lög- reglunnar þetta kvöldið. Fámennt var í miðbænum og greinilega margir sem hafa skellt sér í útilegu þessa helgina. Við mættum á stöðina um ellefuleytið og Ásgeir Þór Ásgeirsson varðstjóri tók á móti okkur. Inni á stöðinni Uppstillingasalur lögreglunnar var nokkuð þéttsetinn þegar við mættum á svæðið. Um leið og varðstjórinn gekk inn var farið í réttstöðu og bún- aður lögreglumanna var kannaður. Með þessu er haldið uppi aga í lög- reglunni. Okkur var svo skipað að yfir- gefa svæðið þegar farið var yfir leyni- leg gögn. Á ganginum mætum við ungum lögregluþjóni með fullan poka af landabrúsum og þessi fengur bend- ir til þess að kvöldið hjá einhverjum sé ónýtt. Við fáum okkur kaffi og fylgj- umst með nokkrum lögregluþjónum sem horfa á „The man show“ í sjón- varpinu og eru mikið að spyrja okkur hvað við séum að gera á svæöinu. Innivarðstjórinn sýnir okkur svo stöð- ina og eru fangaklefarnir meðal ann- ars skoðaðir „Löggur eru svín“ hafði einhver krotað á einn vegginn og okk- ur er tjáð að þama megi halda mönn- um í allt að sólarhring. „Ekki benda á mig“ segir varðstjórinn við okkur áður en hann tjáir okkur að stundum deyi menn hjá þeim í klefunum en oftast sé það fólk sem er mjög illa haldið og aðstandendur fegnir því að þeir deyi hjá lögreglunni en ekki einhvers stað- ar úti í bæ. „Þijátíu og fimm eru á vaktinni í kvöld," segir varðstjórinn eftir að blaðamaður er næstum búinn að hósta úr sér lungun. Hann heldur svo pistil yfir okkur um birtingu ljós- mynda í dagblöðum og segir suma ekki skilja störf lögreglunnar. Bíll 291- rúntað um borgina „Ungur drengur mjög ölvaður á gangi í bænum," heyrist í talstöðinni. Við erum byrjaðir að rúnta um bæinn á lausabflnum svokallaða því hann á ekkert hverfi eins og hinir. Tveir lög- regluþjónar eru með okkur og rúntum við um bæinn og stoppum ökumenn og látum þá blása. Tilviljun ein ræður því hverjir eru stöðvaðir en eftir nokkrar tilraunir hittum við á stúlku sem er aðeins búin að fá sér. Hún fær hins vegar að rölta heim eftir að hafa blásið upp á stöð og segir lögreglu- þjónninn það hafa munað tveimur sopum hjá þessari annars föngulegu stúlku. Ungi drengurinn sem talað var um í talstöðinni fyrr um kvöldið mæt- ir okkur á ganginum og er skipað að setjast niður á meðan hringt er í for- eldra hans. Áður en þessu máli lýkur förum við aftur út og keyrum undir ljúfum tónum Whigfield og þá heyrist í talstöðinni: „Það er maður að hugsa bak við gám. Hann hefur hugsanlega dottið af hjóli.“ Við förum ekkert í þetta mál enda fyrir neðan okkar virð- ingu að eltast við svona „kid stuff". „Eigum við ekki að stoppa svartan bfl næst?" Svartur Mitsubishi verður fyrir valinu og segist strákurinn sem var að keyra hafa ædað að fá sér bjór fyrr um kvöldið en kærastan hafi bannað hon- um það, heppinn þar. Lögreglumenn- irnir segja okkur að þeir stoppi ekki bfla nema þeir séu á svona 20 til 25 yfir hámarkshraða, en þó sé það háð umferð. „Ölvaður maður í köflóttum jakka í Hraunbænum," heyrist um leið og lögregluþjónamir segja okkur að erfiðast sé að fara í fjölskyldumálin og það taki oft á að skipta sér af heim- ilisofbeldi. 02.20 Rúntimim meö 291 er lokiö ognúförum viö imiöbæjarbú- inn Bfll 191 er mannaður þremur karl- mönnum og einum kvenmanni og það er fin stemning í annars köldum og gráum „vaninum" sem sér um frumskóginn í 101. „Það er dauður maður í grasinu við göngubrúna yfir Miklubraut," heyrist rétt áður en við fáum fyrsta útkall kvöldsins á Kaffi Austurstræti þegar við þurfum að hirða upp öldauðann mann sem dott- ið hefur niður stiga. Mikil pissulykt kemur frá manninum sem liggur á gólfinu aftur í bflnum en hann nær að koma út úr sér að hann vilji ekki láta taka mynd af sér. Honum er svo skuti- að niður á stöð þar sem hann fær að sofa úr sér í klefa fimm. „Var búið að bóka Hjört?" er spurt um leið og við keyrum niður Laugaveginn. Þar sjá- um við fljótiega ungan strák sem er góðkunningi lögreglunnar og er beð- inn um að koma og spjalla. Hann fellst loks á að koma inn í bflinn ef hann fái línuskautana sína aftur. „Á hverju ertu Siggi minn?" segir lög- regluþjónninn við vin okkar sem seg- ist hafa tekið inn helling af einhverju útrunnu sjitti og Rídalíni. „Þú veist að ég drekk ekki, ég er bara í þessu lög- lega beint úr apótekinu," segir vinur okkar um leið og hann rífur upp poka fullan af sprautum og áhöldum til fíkniefnaneyslu. Hann tæmir alla vasana sína sem eru fullir af krónum og reynir að koma sér úr úlpunni. „Þið eyðilögðuð rennilásinn í gær og ég þarf að láta ömmu laga þetta. Ég get samt ekkert farið til ömmu því hún hringir alltaf á lögguna þegar ég mæti." Hann biður okkur að halda fyrir nefið þegar hann fer úr skónum og segir okkur að búið sé að ræna rakspíranum hans. Ekkert finnst á honum og aðeins er sykurinn eftir í annars kengboginni skeið. Hann kveður okkur og segist ætia að finna kærustuna sína. „Þeir eru yfirleitt samvinnuþýðir þegar þeir eru á einhverju. Maður veit samt aldrei hvetju maður á að trúa, hann gæti hafa verið að tala um fyrra- dag," segir einn lögregluþjónninn og þekkir greinilega frumskóginn nokk- uð vel. Glugginn er opinn á 191 og setn- ingar eins og „standið ykkur strákar" heyrast frá sótölvuðum miðbæjar- gestum. „Fæ ég símanúmerið hjá þér?" er sagt við lögreglukonuna sem er aðallega í því að senda sms í fram- sætinu. „112“ svarar hún og gerir sér upp hlátur. Rúntað er um bæinn og einhver hefur á orði að þetta sé eins og klukkan 15:30 á miðvikudegi. Fram á nótt með Ný dönsk er farið að hljóma í útvarpinu þegar einhver spyr hvaða staður þetta sé og bendir í átt að Jóni forseta. „Þetta er gamla Rídalín," svarar einn og við sem erum í bflnum hlæjum af mismælinu. Óskar Jónasson leikstjóri baksar við að hjóla í Austurstrætinu en fellur í götuna og segir okkur að þarna sé ekki góð hugmynd að hjóla á þessum tíma sólarhrings. Hann er beðinn um að teyma hjólið heim á leið og fellst hann á það. Blaðamaður spyr hvort slökkt sé á talstöðinni enda hefur ekkert heyrst í einn og hálfan tíma. Skyndilega er æpt í talstöðina „RH 806, Ragnar Hannes 806 er að stinga af á Hverfis- götunni." Stóri vaninn okkar er þan- inn í botn og við geysumst upp Hverf- isgötuna. Allir lögreglubflar í ná- grenninu mæta á svæðið en hann er kominn í hvarf. Sagt er í talstöðina að hann hafi stytt sér leið í gegnum port af Laugavegi niður á hverfisgötu en hann virðist nú týndur. Eltingaleikur okkar varð því að engu og skömmu síðar er tilkynnt um bflinn á Lindar- götu mannlausan en að annarri hlið- inni hafi verið fómað í portakstrinum. „Maður datt úr hjólastól á heimili sínu í Kópavogi og þarf aðstoð við að komast aftur upp í." Talstöðin er greinilega vöknuð og „hard core" málunum rignir yfir okkur. 04.47 Farið er á stöðina, kafiisopi teigað- ur og hlustað á sögur af lögreglu- minn úr Keflavík, hann er svo vitiaus að það er algjört heimsmet." Við keyr- um fr am á fullt skott af bjór og virðist ökumaðurinn vera að selja „búsið" til mönnum. Einn hafði þurft að beita piparúða þegar ráðist var á hann og sá nokkuð á honum. Vaktin hjá 191 klár- ast klukkan fimm og em menn að tala um að þetta sé orðið gott þegar við fáum útkall um að verið sé að berja konu á Kaffibamum. Stokkið er út í bfl og allt sett á fullt. Blaðamaður brosir og vonast eftir einhverju alvöru stöffi núna enda kvöldið ekki ósvipað fi'nu bingókvöldi í Vinabæ hingað til. Þegar mætt er á Kaffibarinn kannast enginn við neitt og því virðist um gabb að ræða. Farinn er einn lokarúntur í bæn- um og tveir eftirlýstir strákar úr Kópa- vogi em stoppaðir en ekkert er hægt að gera nema segja þeim að mæta niður á lögreglustöð á mánudaginn. Lögreglan segir óþolandi að menn sem séu eftirlýstir gangi lausir í bæn- um og ekkert sé hægt að gera í því. Kjaftur er á Kópavogsbúunum sem em ekki beint týpurnar sem fá vinnu á leikskóla. Að lokum er haldið á Land- spítalann og náð í lögregluþjón sem verið hefur á vakt niður á slysadeild alla nóttina. Hann er með koddafar á hnakkanum. Hann spyr okkur hvort þetta hafi ekki verið rólegt því ekkert hafi gerst hjá honum. „Það var reynd- ar svaka fjör í Hafnarfirði." Og hann segir okkur frá manni sem kveikt hafði í fangaklefanum sínum og öðmm sem gjörsamelga rústaði íbúðinni sinni. Sá síðamefridi kom með höndina á sér í poka niður á slysadeild. Miðbær Rey- kjavflcur hvað? 05.15 Vaktinnierlokið hjá 191 Við fæmm okkur yfir á 149 þar sem þrír hressir náungar segjast ætla að gera allt vitiaust í miðbænum næstu tvo tímana. Eftirlýstu vinir okkar úr Kópavoginum er nú byrjaðir að slást en um leið og við mætum á svæðið takast þeir í hendur og segjast vera vinir. Hafnarstrætið virðist vera eina gatan með lífsmarki í bænum og þekkja lögreglumennimir þá sem eftir em með nöfnum. „Þetta er vinur unglinga. Þessir strákar em teknir tali en farþegi bflsins segist eiga bjórinn og því er ekkert hægt að gera. 06.21 Vinir okkar úr Kópavoginum em aftur famir að slást og nú er út úr spíttaður strákur í jogginggalla mætt- ur á svæðið. Enn á ný fallast þeir í faðma um leið og við mætum á svæð- ið. Maður með samloku situr öldauð- ur fyrir utan Hlöllabáta og hreyfir sig ekki þegar ýtt er við honum. Hann er svo kitiaður og hristur til þangað til hann vaknar og er beðinn um að koma sér heim. Við keyrum svo fram á stúlku í Grjótaþorpinu. Hennar uppáhalds mynd er „Clueless". Hún er með laus- an brjóstahaldara og er að missa nið- ur um sig pilsið. Hún er tekin upp í og segir okkur að strákur hafi verið að reyna að ríða sér. Hún spyr hvort við getum ekki skutlað sér upp í Árbæ því hún sé búin að týna öllu sem hún var með, við höfum svo sem ekkert betra að gera. Sóðakjaftur er á stelpunni á leiðinni upp í Árbæ og fáum við með- al annars að vita að hún sé búin að ríða á Fylkisvellinum. Nú erum við á leið í „mission" í Bólstaðarhlíðinni þar sem öldauður maður liggur úti í garði. Rúta á leið á vfldngaslóðir mætir okkur á Grensás- veginum en öldauði maðurinn virðist staðinn upp og er á fínu rölti upp göt- una. Það má því segja að kvöldið hafi endað með þessari merkilegu upp- risu. J Stillt upp Uppstillingasalurlögreglunnarvar nokkuð þéttskipaður þegar við mættuma svæð/ð og um leið og varðstjórinn gekk mn var farið i rett- stöðu og búnaður lögreglumanna var kannaður. Nótt með lögreglunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.