Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Page 21
DV Sport MÁNUDAGUR 12. JÚU2004 21 Davids til Inter Hollenski miðjumaður- inn Edgar Davids skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Inter á Ítalíu. Inter þurfti ekkert aðgreiða fyrir Davids þar sem sam- ningur hans við Juventus var á enda runninn. „Við erum himinlifandi með að fá Davids enda er hann algjör klassaleikmaður," sagði Giachinto Facchetti, forseti Inter. „Hann sýndi það hjá Barca að hann getur rifið lið upp í hæstu hæðir og vonandi gerir hann slíkt hið sama hjá okkur." Mills til Man. City Vamaijaxlinn Danny Mills mun að öllum lflcindum skrifa undir samning við Man. City í dag. Mills er einn margra leikmanna Leeds sem félagið rifti samningi við og ásamt Man. Cityhöfðu Birmingham, Aston Villa og Middlesbrough áhuga á að fá Mflls í sínar raðir. Mills lék með Middlesbrough í fyrra þar sem hann var í láni. Mourinho ekki ánægður með Crespo Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, var mjög óhress með að Heman Crespo skyldi hafa mætt degi of seint í undirbúnings- æfingar Chelsea sem hófust í síðustu viku. Crespo, sem var í fríi í Argentínu sagðist hafa misst af flugvél og ekkert getað gert. „En ef þú missir af flugvél er alltaf hægt að taka rútuna," svaraði Mourinho að bragði en bætti þó við að hann og Crespo hefðu náð sáttum. Juninho til Celtic? Brasilíumaðurinn Juninho þykir lfldegur til að fara frá Middles- brough til skosku meist- aranna í Celtic. Umboðs- maður Juninho segir að hann langi að fara því að ekki er víst að hann muni eiga fast sæti í Middles- brough þar sem sterkir sóknarmenn hafa verið keyptir til liðsins. Knattspyrnumaðurinn Þorvaldur Makan Sigbjörnsson hefur lagt skóna á hilluna eftir að í ljós kom að hann gæti verið að stofna heilsu sinni í alvarlega hættu með því að halda áfram í boltanum. Þorvaldur þjáist af sjaldgæfum kvilla í hægra heilahveli - kvilla sem hefur leitt fólk til lömunar. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, knattspyrnumaður hjá Fram í Landsbankadeildinni, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Þorvaldur fékk endanlega sjúkdómsgreiningu hjá læknum sínum á föstudag og fékk þá staðfestan sinn versta ótta - eitt vænt höfuðhögg gæti orsakað lömun og því á Þorvaldur ekki annarra kosta völ en að hætta knattspymuiðkun. „Það sem hrjáir mig er að vefur við hægra heilahvelið er illa skaddaður eftir nokkur þung höfuðhögg í gegnum árin," sagði Þorvaldur þegar DV Sport ræddi við hann um helgina. Um nokkur höfuðhögg í gegnum tíðina er að ræða og segir Þorvaldur að upphafið af meiðslunum megi rekja tU þess tíma þegar hann var í atvinnu- mennsku hjá liði Öster í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Annað þungt höfuðhögg hlaut hann síðan í leik með KA í fyrra, en það sem gerði síðan útslagið var högg sem hann Iilaut með Frömurum í upphafi Landsbankadeildarinnar í ár. Síðan þá hefur Þorvaldur verið ýmist fjarverandi í leikmannahóp Framara eða í liðinu í varla hálfti leikformi. Síðasti leikur Þorvalds með Fram var gegn Fylki á Laugar- dalsvellinum í byrjun júní þegar Þorvaldur fór af velli snemma í síðari hálfleik og var fluttur með sjúkrabfl til aðhfynningar. Þá hafði Þorvaldur fengið það sem læknar héldu í fyrstu að væri einhverskonar mígreniskast, en fljótlega kom í ljós að hrakandi heilsa Þorvaldar ætti sér flóknari og alvarlegri orsakir. Myndatökur leiddu í ljós að æðar og vefur í kringum heilahvelið væru illa farin. Þorvaldi var skipað að hvfla sig á meðan frekari rannsóknir færu fram en það var síðan á föstudaginn sem Þorvaldi var tilkynnt að hann ætti ekki afturkvæmt á knatt- spyrnuvöllinn ætlaði hann sér að halda heilsu. Tíðindin eru mikið áfall fyrir lið Fram, sem fékk Þorvald til liðs við sig fyrir keppnistímabilið og ætluðu honum lykilhlutverk í sóknarhnu liðsins. Áfallið er þó langmest fyrir Þorvald Makan sjálfan, sem neyðist til að hætta á besta aldri, 29 ára gamall. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og „Myndatökur leiddu í Ijós að æðar og vefur í kringum heilahvelið væru illa farin." mikið áfall," segir Þorvaldur og er skiljanlega mikið niðri fyrir. „Það er að sjálfsögðu alveg hroðalegt að lenda í svona en að hætta er það eina sem ég hef í stöðunni. Ég hef þegar misst um 20% af hreyfigetunni í vinstri helmingi lflcamans og læknarnir segja að fleiri höfuðhögg gæm auðveldlega aulcið þá tölu eða jafnvel valdið allsheijar lörnun," segir Þorvaldur. Þjálfun á næsta leiti Þorvaldur hefur gegnt þjálfara- starfi hjá Fram í sumar, bæði sem aðalþjálfari 2. flokks og aðstoðar- þjálfari hjá meistaraflokki. Hann mun verða hægri hönd Jörundar Áka Sveinssonar það sem eftir lifir tímabils, en hann er aftur hægri hönd Ólafs G. Kristjánssonar, ný- ráðins aðalþjálfara Fram. Þrátt fyrir að vera lítið farinn að spá í hvað við taki segir Þorvaldur að hann muni verða örugglega verða viðloðandi knattspyrnu áfram í framtíðinni. „Ég mun setjast á skólabekk í þjálfunar- fræðum og reyna að hasla mér völl þar,“ segir hann. Missir Þorvaldar er mikið áfall fyrir Landsbankadeildina og íslenska knattspyrnu. Það er alltaf mikil synd að sjá þegar leikmenn neyðast til að ljúka ferlinum á besta aldri, sérstaklega þegar þeir búa yfir jafn miklum hæfileikum og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson. Það er sjónarsviptir að honum á knattspyrnuvellinum. vignir@dv.is „Ég hefþegar misst um 20% af hreyfigetunni í vinstri helming líkamans og læknarnir segja að fleiri höfuðhögg gætu auðveldlega aukið þá tölu eða jafnvel valdið allsherjar lömun." Hættur Þorvaldur Makon nóði ekki a> koma við sógu i ne fjorum teikjum Frai sumar.Her er hanr með knöttinn gegt Víkingi i humferö með og án Þorvaldar Makans í Landsbankadeild karla sumarið 2004 MAKAN MEÐ Leikir 4 Mínútur -f ' 261 Mörk skoruð 4* Mörk fengin á sig 4 Markahlutfall 0 Mín. milli skoraðra marka 65,3 Stig 1 húsi 5 MAKAN EKKI MEÐ Leikir 5 §|549i Mörk skoruð 5* Mörkfengin á sig Hj Markahlutfall -5 Mín. milli skoraðra marka 109,8 Stig í húsi 1 Framarar skoruöu eitt mark gegn Fyiki eftir aö Þorvaldur Makan var ferinn útaf. Michael Schumacher er óstöövandi Hvar endar þetta eiginlega? Þýski ökuþórinn Michael Schu- macher er farinn að gera grín að andstæðingum sínum í Formúlu 1. Hann fagnaði sínum tíunda sigri í ellefu keppnum á tímabilinu í gær. Sigur Schumachers var í raun aldrei í hættu en Finninn Kimi Raikkonen andaði aðeins ofan í hálsmálið á honum um tíma en meira var það ekki. Schumacher kom rúmum tveim sekúndum á undan Kimi í mark og fagnaði hreint ógurlega. Félagi Schumachers hjá Ferrari, Rubens Barrichello, hreppti síðan þriðja sætið. „Við lögðum upp fína taktflc fyrir keppnina og þótt við hefðum þurft að breyta henni eftir fyrsta þjónustuhléð þá gekk allt upp,“ sagði Schumacher sigurreifur eftir kappaksturinn. „Þeir þrýstu aðeins á okkur en það var aldrei neitt alvarlegt." Schumacher er kominn með 100 stig í stigakeppninni og Barrichello er annar með 74 stig. Button er þriðji með 53 Stig. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.