Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Page 31
DV Síðasten ekkisíst MÁNUDAGUR 12.JÚLÍ2004 37 Kjallari Lýðræðishalli flokksmenn og á endanum leiðir slíkt til mikilla mistaka. Gagnrýnin hugsun hefur verið deyfð á kostn- að hlýðni: flokksmönnum þykir meira um vert að vera dyggir liðs- menn en hugsa sjálfstætt. Lýðræð- ishalli leiðir til skynsemishalla. Pólitísk þráhyggja Þingmönnum Framsóknar- flokksins virðist til dæmis fyrir- munað að skilja hvers vegna fólki lfki ekki snilldarlausn Davíðs Oddssonar í fjölmiðlamálinu. Þessi lausn er þó eingöngu pólitísk redd- ing, ætlað að leysa innri togstreitu ríkisstjórnarflokkanna án tillits til annarra í samfélaginu. Málið hefur ekkert með stefnuna í málefnum fjölmiðla að gera lengur, það er eingöngu pólitísk þráhyggja að halda málinu til streitu Geir H. Haarde færði þau rök fýrir þráhyggjunni að með þessu væri dregið úr óvissu á fjölmiðla- markaði, menn yrðu að vita hvaða leikreglur gilda. En hvernig eiga menn að vita það fyrr en eftir næstu kosningar? Jafnvel þing- menn Framsóknarflokksins hljóta að skilja að þetta eykur óvissu, en dregur ekki úr henni. Hvað eiga Norðurljós að segja við lánadrot- tna sína? Hvernig geta eigendur tekið ákvarðanir um fjárfestingar við þessar aðstæður? Píslarvottar Framsóknarmönnum líkar vel að leika píslarvotta í fjölmiðlamál- inu: þeir beri í raun ekki ábyrgð á málinu, en séu fórnarlömb Davíðs Oddssonar. Þeirra hlutverk sé það helst að dempa vitleysuna. Svo auðveldlega geta framsóknarmenn ekki skotið sér undan ábyrgð í mál- inu: þetta er þeirra mál og þeir ^ bera á því ábyrgð. Venjulegir fram- sóknarmenn eiga erfitt með að við- urkenna þetta, enda hefur málið aldrei verið rætt í stofnunum flokksins og gert að stefnu hans þar. Framsóknarflokkurinn á því við lýðræðisvanda að etja: formann sem hugsar um það helst að ná sáttum við samstarfsflokkinn og þingflokk sem hugsar um það eitt að gera formanninum til geðs, svo þeir geti náð frama og kannski orð- ið ráðherrar. í stað heldur kjána- legrar foringjadýrkunar ættu ungir framsóknarmenn kannski að huga að því af hverju svona sé fyrir þeim komið. Birgir Hermannsson ' „Framsóknarmönnum líkar vel að leika píslar- votta i fjölmiðlamálinu: þeir beri í raun ekki ábyrgð á málinu, en séu fórnarlömb Davíðs Oddssonar. Þeirra hlutverk sé það helst að dempa vitleysuna. Svo auðveldlega geta framsóknarmenn ekki skotið sér undan ábyrgð í málinu: þetta er þeirra mál og þeir bera á því ábyrgð." í síðustu viku sendi Samband ungra framsóknarmanna frá sér ályktun um fjölmiðlamálið. Fyrir utan hefðbundið lof flokksmanna á foringja sínum - sem stappar háði næst í oflofi sínu - fóru ung- liðarnir fram á að málið yrði rætt í flokkunum áður en lengra verði haldið. Rætt í flokkunum? Maður skyldi halda að þar ætti að byrja umræðuna, en ekki grípa til slíkrar umræðu þegar í óefni væri komið. Staðreyndin er sú að fjölmiðlamál- ið hefur afdrei verið rætt í stofnun- um ríkisstjórnarflokkanna og flokkarnir því stefnulausir í mál- inu. Þangað til Davíð Oddsson ák- vað upp á sitt einsdæmi að keyra málið í gegn á methraða. Síðan hefur eitt leitt af öðru og málið undið upp á sig. Málið snýst nú um sjálft ríkisstjórnarsamstarfið, stjórnarskrána og lýðræðið í land- inu. Og þá loksins uppgötva ungir framsóknarmenn flokkslýðræði. Foringjaræði Fjölmiðlamálið er birtingar- mynd dýpri vanda í íslenskum stjórnmálum: foringjaræði. Þeir fé- lagar Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafa vanist því að leysa Birgir Hermannsson skrifar um fjölmiðla- málið og ríkisstjórnina. málin sjálfir og hafa góða stjórn á flokkum sínum. Styrk stjórn hefur þetta verið kallað og lofað mjög. Hafi þessir stjórnarhættir einhvern tíma haft sína kosti, eru þeir tímar löngu liðnir. Báðir hafa þeir setið lengi og leiðist málþóf í flokkum sínum. Betra sé að þeir tveir leysi málin, nái sátt milh flokkanna. Þessi sátt hefur lítið með lýðræði að gera, hvað þá umræður innan flokkanna. Um síðir leiða stjórnarhættir af þessu taginu til þess að ráðamenn missa tengslin við samfélagið og fólkið í flokkunum. Þeir nenna ekki að sannfæra fólk fyrirfram um ágæti stefnunnar eða afla henni stuðnings. Línan er einfaldlega gefin út og flokksmönnum gert að styðja leiðtogana, enda hafi þeir náð sátt um málið! Oftast hlýða • Ef svo fer að Jónína Bjartmarz standi gegn ríkisstjórninni í fjöl- miðlamálinu þá er eins víst að Fram- sóknarflokkurinn splundrist og þar með ríkisstjórnin sem hangir saman á forsætisráðherra- stólnum einum. Verði stjórnarskipti þá munu margir verða spenntir að fá hlut- deild í nýrri stjórn. Þannig herma sögur að JónBaldvin Hannibalsson sé þess albúinn í Helsinki að taka slaginn að nýju. Vandinn er sá að hann stendur í erfiðum málum tengdum Marco Brancaccia, fyrr- um tengdasyni, sem vill ná lögum yfir Jóni Baldvini... • Jóni Baldvini og Bryndísi Schram klæjar þó í lófana að kom- ast aftur í alvörupólitík, ekki síst þegar Samfylkingin er orðin stærsti flokkur landsins og öruggur með að verða í næstu ríkisstjórn. Jón Baldvin lét þess einu sinni getið að hann hafi menntað sig til að verða forsætisráðherra og vinir hans margir, ekki síst Styrmir Gunnars- son, ritstjóri Morg- unblaðsins, telja að sómi yrði að honum í forystu Samfylk- ingarinnar og á for- sætisráðherrastóli. Litlar líkur eru hins vegar á því meðan Samfylkingin er á þeirri hraðsiglingu sem hún hefur verið síðustu mánuði... • Jón Baldvin á líka marga harða andstæðinga innan Samfylkingar- innar, bæði gamla komma en ekki síst stuðningslið GuðmundarÁma Stefánssonar, sem í dag er orðinn einn helsti þungavigtarmaðurinn í flokknum. Hafnfirðingar hafa ekki gleymt þætti Jóns Baldvins og hans liðs þegar Guðmundur var knúinn til að segja af sér embætti félags- málaráðherra árið 1995 vegna ein- hvers sem allir eru löngu búnir að gleyma. Þetta, ásamt aldri Jóns Baldvins, gerir að verkum að þrátt fyrir stuðning Morgunblaðsins, sem reyndar er ekki sama þunga- vigtin í stjórnmálunum og áður, þá er talið að afturkoma Jóns Baldvins í stjórnmálin yrði mjög erfið og lík- lega tómar skýjaborgir... • Eitt ástsælasta söngva- og leik- ritaskáld íslendinga er að flytja úr landi. Ólafur Haukur Símonarson er að taka sig upp með fjölskyldu sinni og flytja til Danmerkur. Er ekki að efa að Ólafur Haukur á eft- ir að falla í kramið hjá Dönum því margt er líkt með tónum og stíl Ólafs Hauks og hin- um eina og sanna danska húmor... I í 60 o - l/« * SQtn. 1 Ue<5. \ % % 1,n9*rhli O/ /Q a// nií mmm mM RFra §Íf feö 3- *H!SS ÍÉí mðk mirnn #l»' Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað? Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar- húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar- kostnaði. Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frja!si@frjalsi.is. 7 ^ Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,00% 7,50% 8,00% i 5 ár 19.550 19.800 20.050 20.300 10 ár 11.350 11.600 11.850 12.150 15 ár 8.700 9.000 9.250 9.550 : * Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.