Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Síða 32
I—* -/r t I I t _
rúwí'S-cWmi Við tökum við I
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
I nafnleyndar er gætt. r-J r-1 r \ r-> r \ r \ r \
■— z)zju zjyyy
SKAFTAHLÍÐ24, 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5505000
*
Jóhanna til Kaupmannahafnar
„Ég stefni að því að
fara í mastersnám í al-
þjóðastjórnmálum í
Kaupmannahöfn. Lík-
lega í haust," segir sjón-
varpsstjarnan Jóhanna
Vilhjálmsdóttir sem nú
er í sumarfríi frá íslandi í
bítið á Stöð 2. Þar hefur
Jóhanna setið vaktina
með Þórhalli Grmnars-
syni við góðan orðstír og
verður skarð hennar
vandfyllt. „Sem stendur
er ég í dásamlegum
sumarbústað á Laugarvatni
með vinkonu minni, Sóleyju
Elíasdóttur leikkonu. Hér er
svo gott veður og lífið dá-
samlegt. Ég var að koma úr gamla
gufubaðinu," segir Jóhanna.
Ekki er Ijóst hvort Geir Sveinsson,
handboltakappi og unnusti Jó-
hönnu, fer með henni til Kaup-
mannahafnar þegar þar að kemur
Jóhanna Vilhjálmsdottir A rorum
úr tslandi í bltið ef að likum Ixtur. Hér en Qeir hef-
með föður slnum, Vilhjálmi Þ. ur verið orð -
vilhiálmssvni borgarfulltrúa.__agur yjð
stofnun nýs íþróttaháskóla í
Reykjanesbæ: „Ef Geir fer í það þá
verður það bara í tengslum við upp-
byggingu skólans í upphafi. Annars
er stutt á milli Kaupmannahafnar og
Keflavíkur ef út í það er farið," segir
Jóhanna.
• Það er mikið lagt undir vegna
komu rapparans 50 Cent hing-
að til lands. Athygli vekur að
aðstandendur tónleikana eru
kornungir, Sverrir
Þór Gunnarsson,
18 ára, og Valdi
Hansen úr Hafn-
arfirði, eilítið
eldri. Sverrir
komst þó í fjöl-
miðla fyrir all
mörgum árum
þegar hann, barn að aldri, hóf
rekstur á gluggaþvottafyrirtæki
og græddist mikið fé miðað við
aldur. Valdi Hansen er hins
vegar sonur Sigurðar Hansen
sem rekur A. Hansen veitinga-
húsið í Hafnarfirði. Tónleikar
50 Cent verða í Egilshöll í Graf-
arvogi og vonast ungu tónleika-
haldararnir eftir metaðsókn
þótt ekkert sé gefið í þeim efn-
um...
Var hún alveg ær?
/
Jonína Ben aftur á vettvang Sérhæfir
sigí
Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir stund-
ar nú meistaranám í viðskiptafræðum við
kanadískan háskóla, McGill University, í því
skyni að sérhæfa sig í gjaldþrotum. Jónína, sem
er íþróttafræðingur að mennt, stundar nám við
sama háskóla en að þessu sinni er um að ræða
fjarnám. Meistaragráðan mun auðvelda Jónínu
að fara inn í fyrirtæki sem komin eru að fótum
fram og endurreisa þau,
Sjálf hefur hún séð bæði skin og skúrir sem
athafnakona. Jónína hefur náð hæstu hæðum í
rekstri heilsustöðva á íslandi og í Svíþjóð þar
sem hún var kjörin atvinnurekandi ársins 1995.
En hún hefur einnig misst fótanna og rekstur
sinn í þrot. Seinast missti hún heilsustöðvar
sem hún rak undir merkinu Planet Pulse.
Jónína Ben setti svip sinn á ísl-
enskt þjóðfélag með afgerandi
hætti á síðasta áratug síðustu aldar.
Var ein helsta fyrirmynd ungra
kvenna sem hasla vildu sér völl í
viðskiptum og hollum lífsvenjum.
Tíður gestur á forsíðum tímarita
svo ekki sé minnst á sjónvarpsþætti
sem vart stóðu undir nafni án
hennar. Sem fyrr segir ætíar Jónína nú að nýta
beiska reynslu sína í viðskiptalífinu sér í hag og
koma um leið öðrum til hjálpar sem stigið hafa
þann krappa dans að missa allt sitt í hraða
heimsins. Jónínu Ben verður ekki skotaskuld úr
því vegna þess að atorka hennar og dugnaður er
með eindæmum og hún hefur mikið lært en þó
engu gleymt.
Jónína hefur undanfarin tvö ár unnið að rit-
un bókar um það sem hún hefur upplifað í við-
skiptalífinu. Búist var við að þar myndi hún
ljóstra einhverju upp frá þeim
tíma sem hún var sambýliskona
Jóhannesar Jónssonar i Bónus en
bókin er enn ekki komin út og ó-
vissa um hvort og hvenær.
Ragnheiður ók á rollu
Sá óvenjulegi atburður varð í
Dýrafirði um helgina að forvarnar-
fulltrúi tryggingafélagsins VÍS ók á
rollu. Ragnheiður Davíðsdóttir,
sem beitt hefur sér mjög í slysa-
vörnum fyrir VÍS og umferðisör-
yggismálum almennt, var að flýta
sér að ná í flugvél á ísfirði þegar
rolla hljóp í veg fyrir bifreið henn-
ar með þeim afleiðingum sem fyrr
greindi. Mun þetta vera í fyrsta
sinn sem forvarnarfulltrúi trygg-
ingafélags ekur á búfénað á lands-
byggðinni. Litíar skemmdir urðu á
bifreið Ragnheiðar en rollan
drapst.
Sænsk gæðavara sem
sameinar aila kosti
bestu uppþvottavéla:
FRÁBÆRAN ÁRANGUR,
RYGGI, ENDINGU OG ÚTLIT
LÁGVÆRAR OG VANDVIRK#Í
UPPÞVOTTAVÉLAR
FYRIR ORKUNYTNI
ÞÚ VELUR FRAMHLIÐINA
ÞURRKAR MEÐ HEITUM BLÆSTRI
FYRIR ÞVOTTAHÆFNI
BARNALÆSING
STILLANLEGAR GRINDUR
HITASTIG
HÆGT AÐ ÞYO Í AÐEINS
ANNARRI KORFUNNI I EINU
5 B'
• I Ol
YÐFRÍTT STÁL í ÞVOTTA-
RMUM OG INNRA BYRÐI
['áj HRAÐÞVOTTUR
FYRIR ÞURRKUN
GLASAVERND
MARGFÖLD LEKAVÖRN
j^; FYRIR 14 MANNA STELL
SJÁLFHREINSANDI
Að loknum forþvotti og fyrir aðalþvott þvær vélin fínsíuna og innra
byrði vélarinnar. Aðalþvotturinn hefst því í hreinni vél með hreinni síu
og fersku og hreinu vatni. Vönduð þvottakerfi + Turbo þurrkun
FRÁBÆR ÁRANGUR
Hátúni 6a ► Sími 552 4420