Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 2
I 2 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þjj um Framsokn- ðrflokkinn 1 Hver er varaformaður flokksins? 2 Hver hefur lengst allra framsóknarmanna verið forsætisráðherra? 3 Hvaða sonur þess manns varð einnig forsætisráð- herra? 4 Hvaða fyrrverandi ráð- herra Framsóknarflokksins varð síðar forseti íslands? 5 Hver var fyrsti formaður Framsóknarflokksins? Svör neðst á síðunni EinmanaJörð Segja má að þessi síða sé fyrsti áfangastaður þeirra sem stunda sjálf- stæða ferða- mennsku og varla að þurfi að leita _______ annað þegar skipulagðar eru ævntýraferðir um heims- byggðina. Héma kaupir maður hinar frægu ferða- bækur Lonely Planet auk Vefsíðan www.lonelyplanet.com allra hinna bókanna, ferða- kortanna og hljómdiskanna með framandi tónlist í boði. Hér er starfrækt spjalisvæði þar sem spurt og svarað er um mörg hundmð málefna á hverjum degi. Boðið er upp á ýmsa ferðaþjónustu, ferðahugmyndir gefnar, ráð- leggingar og tillögur um allt sem kemur við sjálfstæða ferðamennsku. Heilsu á ferðalögum er einnig gerð góð skil. Einnig em tenglar til mörg hundruð annarra ferðasíða. Lonely Planet er ein af þeim síðum sem það tekur daga og jafnvel vikur ætli maður sér að kynna sér efni þeirra ítarlega. Kolbítur Máliö Kolbítur merkir ungan mann sem liggur í öskustó og hefur ekki annað að bita og brenna en kolin ein. Þetta er sem sagt óefnilegur maöur í alla staði, samkvæmt orða- bókum. Viö höfum hins vegar sterkan grun um að þeir fáu sem nota þetta að staðaldri séu farnir að hneigjast til að breyta merkingunni ofurlltið og það sé nú fremur farið að merkja einhvern sem ekki var vænst neins afen kemur svoá óvart með góðri frammistöðu. Rís sem sagt úr öskustónni. Merkingin sé því að þróastyfir í það sem á ensku heitir„dark horse". En fyrirþessari fullyröingu höfum við að vísu aðeins tilfinninguna eina. 1. Guðni Ágústsson -1 Hermann Jónasson - 3. Steingrímur Hermannsson - 4. Ásgeir Ásgeirsson—5. Ólafur Briem Bakþanki í Framsókn Jarðbundin samtök um fjárhagslega hagsmuni félagsmanna fara að tvístíga, þegar ógnað er stöðu þeirra í valdakerf- xnu. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn áttað sig á, að tökum hans á þjöðfélaginu er núna ógnað af fylgishruni vegna eins máls, sem formaður flokksins hefur sótt af óvið- eigandi kappi. Lykilmenn í flokknum hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé í lagi að hafa bara kennitöluskipti á lögum, sem forseti landsins vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og koma þannig í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. Þeir hafa verið í sambandi við almenna flokksmenn og áttað sig á stöðunni. Halldór Ásgrímsson flokksformaður hefur hins vegar misst tökin á framvindunni. Hann virðist ekki vera í sambandi við gras- rótina, enda kemur hann um þessar mundir dauflega fyrir í sjónvarpi og á opinberum vettvangi, eins og hann sé ekki heill heilsu og átti sig ekki á látunum umhverfis hann. Sumir flokksmenn segja upphátt, að hann hafi raðað kringum sig ungum ráðgjöfum, sem séu meira að hugsa um eigin frama en að gæta hagsmuna flokks og formanns. Þeir hafi einangrað hann frá umheiminum og teflt honum í þá erfiðu stöðu, sem harni og hans flokkur eru í vegna fjölmiðlamálsins fræga. Vandræði formannsins stafa þó fremur af einbeittri þrá hans í embætti forsætisráð- herra. Hann telur samkomulag um það efni verða svikið af samstarfsflokknum, ef hann fylgi ekki sjónarmiðum Davíðs Oddssonar fast fram. Hann telur, að andstaða við fjöl- miðlamálið mundi spilla ffamavonum sínum. Hins vegar er hinn augljósi bulluskapur forsætisráðherrans og helztu ráðgjafa hans fjarlægur Framsóknarflokknum, sem sækist fremur eftir fríðsamlegu þjóðfélagi, þar sem menn geta gaukað molum að gæludýrum, en stimda ekki hótanir, ógnanir, reiðiköst, laga- brellur og stjórnarskrárbrot. Þess vegna jaðrar nú við uppreisn í flokki Halldórs Ásgrímssonar. Almennir flokks- menn, studdir valdamiklum aðilum í flokkn- um, vilja gera flokkinn að nýju að fiokki sátta í þjóðfélaginu, fresta málinu til hausts og taka þá góða umræðu og leita sátta út fyr- ir stjórnarflokkana. Framsóknarmenn eru farnir að átta sig á, að slík afstaða er meira í stfl flokksins og lík- legri en önnur til að treysta stöðu hans í næstu kosningum, hvenær sem þær verða. Jónas Kristjánsson Ennin lamadýr hér GUÐNI ÁGÚSTSS0N landbunaðar- ráðherra stendur í ströngu þessa dagana. Auk þess að reyna að halda sjó í fjölmiðlamálinu hafa dunið á honum beiðnir um innflutning á framandi dýmm. Hann hefur nú bmgðist við með því að hafna þeim öllum. Meðal þeirra dýra sem Guðni hefur komið í veg fyrir að bætist í fá- breytta fánu landsins em lamadýr, strútar, afrískir villikettir (sjá síðuna hér til hliðar), íkornar og ýmis nag- dýr og merðir. Áður hehir Guðni bannað innflutning á krókódflum sem rækta átti á Húsavík og var það, ef við munum rétt, gert á þeim for- sendum að krókódflarnir gætu borið með sér sjúkdóma til landsins og því lfldega smitað innlenda krókódfla af einhverjum skæðum pestum. VIÐ HÖRMUM ÁKVÖRÐUN GUÐNA. Það hefur lengi verið skoðun okkar að íslensk náttúra hefði ekki nema gott af því að hingað kæmu nýjar dýrategundir sem myndu flikka upp á fábreytnina. Guðni hefur það að vísu sér til afsökunar að flestallir eða allir svonefndir „umsagnaraðilar" sem ráðuneyti hans leitaði til lögð- ust eindregið gegn innflutningi dýr- anna. Hins vegar skiljum við ekki allar þær röksemdir. Embætti yfir- dýralæknis virðist til dæmis hafa haldið því fram að hingaðkoma íkorna gæti valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru og er sama hvern- ig við klórum okkur í hausnum, við sjáum ekki hvert það tjón gæti verið. Þvert á móti teljum við að flcorn- ar myndu lífga mjög upp á náttúr- una. Hvers vegna var ekki leitað til okkar? EINA DÝRIÐ SEM EKKI fékk afdrátt- arlaust nei hinna fyrrnefndu Við þykjumst skilja ástæðuna fyrir því að Guðni vill ekki lama- dýr. Þau þykja sem kunnugternokkuð skapstirð og eiga af litlu tilefni til að hræk- ja framan í fólk og þykir sú slumma víst heldur illþefjandi, vægast sagt. Fyrst og fremst „umsagnaraðila" var lamadýrið en íslenska lamadýrafélagið hugðist flytja inn lamadýr ffá Andesfjöllum og nota sem burðardýr í „trússferð- um“ um landið. Hefði lamadýrið án efa hentað mjög til slíkra ferða en þeim er hafnað eins og krókódflun- um vegna þess að þau geti borið með sér sjúkdóma - í íslenska lama- dýrastofninn? Umhverfisstofnun lagðist þó ekki gegn lamadýrunum og taldi þau ekki mundu hafa skað- leg áhrif á íslenska náttúru. Eigi að síður hafnaði Guðni lamadýrunum og þykist okkur það súrt í broti. VIÐ ÞYKJUMST HINS VEGAR skilja ástæðuna fyrir því að Guðni vill ekki lamadýr. Þau þykja sem kunnugt er nokkuð skapstirð og eiga af litíu til- efni til að hrækja framan í fólk og þykir sú slumma víst heldur illþefj- andi, vægast sagt. Guðni er aftur á „Rétt niðurstaða" í kosningum Fleiri dýr sem þarf að banna LL. Óminnis- Samkvæm- Friðardúfan Glaepa- Frissi köttur *o hegrinn isljónið Ersvofjall- hundurinn Erorðinn úr- ro Velduróbæt- Hefuróþol- leiðinleg að Geltir þegar eltur eftir að £ anlegum andi áhriff það hálfa síst á við og sex, drugs and ro skaðaíllfi kringum sig væri nóg og erþegarbú- rock'n’roH hvers drykkju- meðþvlað stuölar sjald- inn að yfir- varskiptút «o manns með halda uppi an að sátt og fylla Litla- fyrirAtkins- 1/> þvl að eyöa stöðugu fjöri samlyndi. Hraun. kúrinn. mörgum góð- um drykkju- sögum. sem dregur úr heilbrigðu þunglyndi þjóðarinn■ ar. •'í Framsóknarmenn veröa vlstæóánægð- ari með„nýja“ fjölmiölafrumvarpið. Einn er þó hæstánægður, Hákon Skútason, vara- formaður Féiags ungra framsóknarmanna í nyrðra Reykjavíkurkjördæminu. Hann lýsir þvíyfirí nýlegum pistli á hriflu.is að hann taki ofan fyrir ríkisstjórninni fyrir málsmeðferð- ina. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefði nefnilega„gefiö upp ranga mynd af skoðunum almennings". Þetta fmnst okkur frumleg skoðun hjá upprennandi stjórn- málamanni. En mjög gagnleg. Ef Framsóknarfiokkurinn fengi til dæmis slæma útreið f alþingiskosningum gæti Hákon sagt að það væri nú allt I lagi, kosn- ingarnar hefðu greinilega„gefið upþ ranga mynd afskoðunum almennings" og f raun njóti Framsókn miklu meira fylgis. Næsta skrefið væri svo að leggja niður alþingis- kosningarsvo ekkisé hætta á að niðurstöð- ur þeirra„gefi upp ranga mynd"afþvl sem Hákon veit að fólk vill. Og Hákon myndi ef- laust taka ofan fyrirsllkri ákvörðun. I alvöru talað finnst okkur reyndar um- hugsunarvert fyrir Framsóknarfiokkinn ef þar eru að komast til áhrifa menn sem halda þvífram fullum fetum að kosningar móti slflcur dýravinur, eins og kunn- ugt er, að hann rýkur helst á dýr sem hann sér og kyssir þau og er frægt at- vikið þegar hann kyssti kúna. Okkur þykir einsýnt að Guðni hafi bannað meðal þjóðarinnar„sýni ekki rétta niöur- stöðu" eins og Hákon kemst llka að orði. Hákon ætti kannski að snúa sér að rit- störfum, hann hefur að minnsta metnað I þá átt miðað við fjálglegt upphafið á pistli hans: „Þegar forseti Islands vísaöi fjöl- miðlamálinu til þjóðarinnar gripu nokkrir andanná lofti, krákur sett- ustá bílaplanið fyrir framan Al- þingishúsið, hvitir svanir böðuðu út vængjum í hundraðatali við ráð- húsið og rútubílstjóri meig utan i dekkið á rútunni sinni á meöan hann fiautaði nýjasta lagið með Irafár. Alþingismenn rifu sig upp úrsvefnpok- um og hægindastólum. Þeirskildu meira að segja poppið eftir hálförbylgjað í ofnin- um, æsingurinn var svo mikill. Sumir öskr- uðu „óréttlæti", „bylting’, aðrir öskruðu „hvað erkallinn að hugsa“og enn aðrir öskruðu út afengri ástæðu. Fundlr voru haldnir og það var sko blaðrað, það var blaöraö tii hægri og svo til vinstri. Siðan var blaðrað mikið til miðju, en þar kemur oftast eitthvað afviti. Menn svitnuöu og öskruöu og menn grétu en alltkom fyrirekki, það þurfti að fórna hluta afsumarfrí alþingis- manna i þetta mát." lamadýrin af einskærum ótta við að hann myndi ekki ráða við þegar hann sæi þessar glæsilegu skepnur og ryki á þær með kossaflensi en fengi þá yfir sig súpuna ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.