Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 19
r»V Sport FIMMTUDAGUR 15. JÚU2004 7 9 Jói Kalli að losna frá Real Betis Spænska félagið Real Betís hefur samþykkt að sleppa Jóhannesi Karli Guðjónssyni frá félaginu án greiðslu. „Þetta er að sjálf- sögðu mikið gleðiefni fyrir mig og það kom mér í raun á óvart að þeir skyldu hafa ákveðið að sleppa mér án greiðslu," sagði Jóhannes Karl í samtali við DV Sport í gær. „Þeir skulda mér samt einhvern pening og svo átti ég að sjálfsögðu þrjú ár eftír af samningnum héma. Ég sagði þá að ég væri til í að fara ef þeir myndu borga mér upp allan samninginn. Þeir sögðu náttúrulega nei við því og þá löbbuðum við út af fundinum. Þetta er samt ekkert búið og ég á von á því að þetta leysist fljótlega. Um leið og ég finn mér félag þá er ég farinn. Ef ég finn gott félag þá mun ég að sjálfsögðu slaka vel á mínum kröfum til þess að komast í burt,“ sagði Jóhannes en umboðsmenn hans leita grimmt að félagi þessa dagana. Mörg félög hafa spurst íyrir um hann en engin tilboð hafa enn borist að sögn Jóhannesar. Arsenal fær markvörð Englandsmeistarar Arsenal festu í gær kaup á spænska markverð- inum Manuel Almunia. Kaupverð var ekki gefið upp. Almunia þessi hefur staðið á milli stanganna hjá Celta Vigo undanfarin ár og þykir nokkuð sleipur. Hann mun sjá til þess að Jens Lehmann þurfi að vera á tánum næsta vetur. Wenger, stjóri Arsenal, fagnaði komu nýja mannsins. Samúel til Eyja Vmstri hornamaðurinn Samúel ívarAmason gekk í gær í raðir ÍBV en hann hefur leikið með HK undan- farin ár. Á heimasíðu ÍBV segir að koma Samúels sé hvalreki fyrir félagið enda sé hann einn af betri mönnum deildarinnar í sinni stöðu. Eyjaliðið er því að verða fuÚmótað fyrir veturinn en þeir fengu línumanninn Svavar Vignisson um daginn sem og landsliðsmarkvörð- inn Roland Val Eradze. Það er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen er kominn í hóp góðra manna eftir launa- hækkunina sem nýi samningurinn hans við Chelsea felur í sér. Hann á reyndar langt í land með að ná van Nistelrooy en aðrir frægir kappar eru með lægri laun en íslenski landsliðsfyrirliðinn. „Eiður Smári er kominn upp í hæsta launaflokk ensku úrvals- deildarinnar og það eitt og sér gefur kannski einhverja mynd af stöðu hans hjá Chelsea og í alþjóðlegri knattspyrnu." Það eru kannski ekki margir sem trúa því en Eiður Smári Guðjohnsen verður með hærri laun en sjálfur Thierry Henry hjá Arsenal þegar hann verður búinn að skrifa undir nýja samninginn við Chelsea en samkvæmt Arnóri Guðjohnsen, umboðsmanni Eiðs Smára, mun hann skrifa undir samninginn á morgun. Henry, sem var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vor annað árið í röð, er „aðeins" með um 330 milljónir á ári en Eiður Smári verður með að minnsta kosti 365 milljónir króna eins og kom fram í DV í gær. Chelsea hefur löngum verið þekkt fyrir að borga leikmönnum sínum ansi rausnarlega. Þannig er til dæmis argentínski framherjinn Hernan Crespo með um 100 þúsund pund (13,2 mÚljónir íslenskra króna) á viku, Damien Duff er með 70 þúsund pund (9,2 milljónir) og serbneski framherjinn Mateja Kezman, sem var nýverið keyptur frá hollenska liðinu PSV Eindhoven, er með 60 þúsund pund (7,9 milljónir) í vikulaun. Miðjumaðurinn öflugi Frank Lampard hefur sóst eftír launahækkun og vill fá um 80 þúsund pund í vikulaun en hann hefur ekki fengið nýjan samning þrátt fyrir að hafa staðið sig frábærlega á síðasta tímabili með Chelsea og á Evrópumótinu með enska landsliðinu. Samt sem áður fær Eiður Smári, sem var inn og út úr liði Chelsea á síðasta tímabili, gullinn samning, samning sem er helmingi hærri en eldri samningur hans sem hann skrifaði undir í fyrra. Eiður Smári er kominn upp í hæsta launaflokk ensku úrvals- deúdarinnar og það eitt og sér gefur kannski einhverja mynd af stöðu hans hjá Chelsea og í alþjóðlegri knattspyrnu. Manchester United og Arsenal, tvö bestu lið Englands undanfarin ár, hafa hins vegar verið mun varkárari í launagreiðslum sínum til leikmanna heldur en Chelsea. Roy Keane, fyrirliði Manchester United, og hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy eru í sérflokki hjá ríkasta félagi heims en þeir eru báðir með um 100 þúsund pund á viku. Van Nistelrooy endurnýjaði samning sinn í vor og komst þá upp við hlið Keane sem launahæsti leikmaður liðsins. Sá orðrómur hefur verið í gangi að Keane sé með grein þess efnis í samningi sínum að enginn leikmaður liðsins megi vera með hærri laun en hann. Ef það gerist skal samningur hans endurnýjaður hið snarasta og launin hækka til samræmis við launahæsta manninn. Hvort þetta er satt skal ósagt látið en miðað við mikilvægi Keanes fyrir United undanfarin ár þarf ekki að koma á óvart þótt hann hafi náð þessu í gegn. Vieira launahæstur hjá Arsenal Á meðan er Arsenal að draga saman seglin. Varnarmaðurinn öflugi Sol Campbell sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum, þarf væntanlega að sætta sig við launa- lækkun upp á 50 þúsund pund ef hann skrifar undir nýjan samning. Hann var með 100 þúsund pund á viku en „hrynur“ væntanlega niður í 50 þúsund pund (6,6 milljónir) á viku. Patrick Vieira er launahæstur hjá Arsenal með 60 þúsund pund á viku en Campbell og Thierry Henry, sem af flestum er talinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, kæmu næstir með 6,6 milljónir króna, nokkur hundruð þúsund krónum minna en okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. oskar@dv.is Af hverju? Thierry Henry gæti verið að veita því fyrirsér afhverju hann er með iægri laun en Eiður Smári Guðjohnsen. Reuters Það er að komast mynd á handknattleikslið KA fyrir næsta vetur Halldór kominn og örvhentur Dani á leiðinni KA mætir til leiks með mjög breytt lið í handboltanum næsta vetur enda misstu þeir þrjá lykil- menn í atvinnumennsku í sumar. Illa gekk að fylla í skörðin í upphafi sumars en nú er loksins kominn gangur á leikmannamál bikarmeistaranna. Þeir hafa endurheimt Halldór Sigfússon úr atvinnumennsku og staðfestí Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, í samtali við DV Sport að Halldór myndi skrifa undir eins árs samning við félagið í vikunni. Halldór í fantaformi „Það tók tíma að redda honum vinnu en það er allt klárt núna og ég held að það sé óhætt að fullyrða að hann leikur með okkur næsta vetur,“ sagði Jóhannes og bætti við að Halldór væri í fantaformi þessa dagana. KA-menn hafa einnig fengið línumanninn Hörð Fannar Sigþórs- son frá HK og svo varð ekkert úr því að Jónatan Magnússon færi til Svíþjóðar og hefur hann skrifað undir nýjan samning við KA-menn. Dani á leiðinni í næstu viku kemur síðan til Akureyrar 25 ára gömul örvhent skytta frá Danmörku og Jóhannes gerir fastlega ráð fyrir því að semja við þann strák. „Ég er búinn að fá fi'nar upplýsingar um þennan strák og ég er nokkuð bjartsýnn á að við Ekki nýr markvörður Mikið var rætt í fyrra að það sem KA vantaði helst væri sterkur markvörður en KA ætíar göngum frá hans málum seinni- partinn í næstu viku. Hann væri ekki að koma hingað ef hann vildi ekki spila með okkur,“ sagði Jóhannes sem þar með leysir kannski sinn stærsta hausverk enda ekki um auðugan garð að gresja hér á landi er varðar örvhenta leikmenn. Ef þetta gengur eftir þá er Jóhannes orðinn nokkuð sáttur við sinn leikmannahóp en eina spurningamerkið í dag er skyttan Ingólfur Axelsson en hann er meðal annars með tilboð frá Fram og er að skoða sín mál. ekki að bæta við sig nýjum manni þar. Þeir ætla frekar að stóla á þá sem fyrir eru. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.