Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ2004 Fréttir DV Gámurfauk tvo metra Vindhraði mældist yfir 30 metrar í fyrrakvöld í Vestmannaeyjum og stóð rokið beint inn Herjólfsdal. „Við urðum fyrir smá skakkaföllum í rokinu í gær en þetta er ekkert fjár- hagslegt tjón. Það fuku plötur og svo brotnaði íssjoppan frá hinum sjopp- unum og fauk um tvo metra. Það sýnir kannski best hversu mikið rok var því sá gámur er um þrjú tonn,“ sagði Birgir Guð- jónsson, formaður Þjóðhá- tíðarnefndar í samtali við eyjar.net í gærmorgun. Útivistar- svæði í sorpgryfju Bæjarráð Vest- mannaeyja hefur sam- þykkt að gera sorpgryfju í austurhluta Helgafells að útivistarsvæöi. Auk þess verður gerður göngustígur frá því svæði upp á topp Helga- fells. Jafnframt verði gígbotn Helgafells slétt- ur og lagfærður, sam- kvæmt því sem sagði í tillögu frá Guðjóni Hjör- leifssyni í bæjarráði Vestmannaeyja í vik- unni. Landsvæðið verð- ur slétt og aðstaða verð- ur gerð sem stenst sam- anburð við önnur úti- vistarsvæði. Meiri fjölgun fyrir austan en sunnan Gríðarleg aukning er- lends vinnuafls að Kára- hnjúkum kemur í ljós þegar litið er á nýjustu tölur Hag- stofunnar um búferlaflutn- inga. Frá því í apríl hafa 542 útlendingar flutt til Austur- lands - langflestir til að vinna við Kárahnjúkavirkj- un. Austurland sker sig þannig úr öðrum byggðar- kjörnum á landsbyggðinni. meðan annars staðar er fækkun fjölgar Austfirðing- um til muna. Á tímabilinu frá janúar til mars fluttu 706 manns til Austurlands. Það er því meiri fólksfjölg- un á Austurlandi en á höf- uðborgarsvæðinu. í Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndaleikstjóri hefur staðið í deilum og bréfa- skriftum við sóknarnefnd Hallgrímskirkju vegna notkunar á tónlist í nýrri kvikmynd sinni þar sem Hákon Eydal fer með aðalhlutverk. Hákon situr sem kunnugt er í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð á fyrrum sambýliskonu sinni. Tónlistin í mynd Böðvars Bjarka er einmitt leikin á orgel Hallgrímskirkju. Orgeltónar Hallgrímskirkju í mynd meints morðingja Ekki hefur gengið átakalaust fyrir Böðvar Bjarka Pétursson kvikmyndaleikstjdra að fá að nota tóna orgelsins í Hall- grímskirkju í nýja kvikmynd sína: „Ég vildi fá þunga og djúpa tóna og fannst ég ekki geta feng- ið þá annars staðar en úr orgeli Hailgrímskirkju," segir Böðvar Bjarki. „Loks fékk ég leyfi en það er Guðmundur Pétursson sem þenur orgelið í kirkjunni í 70 mínútur og verður það tónlistin í myndinni." Einhverjar grunsemdir munu hafa vaknað hjá sóknarnefnd Hallgrímskirkju um að ef til vill væri hugmyndin ekki svo góð og hófust í framhaldinu bré- faskriftir á milli kvikmynda- leikstjórans og sóknarnefnd- arinnar. Eins og staðan er í dag hefur Böðvar Bjarki tón- listina undir höndum en á Jóhannes Pálmason Lánar ekki kirkjuna nema I viðurkenndum til- gangi- ræðir málið við sitt fólk. eftir að fá endanlegt samþykki sóknarneftidarinnar fyrir notkun hennar. Kvikmynd Böðvars Bjarka, Situation 1, verður frumsýnd hér á landi í næsta mánuði. Hún fjallar um hernámið og ástandsárin eins og þau hefðu litið út í dag, árið 2004. Er mynd- in tilbrigði við stef um valdhroka, of- beldi og gamalgróna kvenfyrir- litningu. Hákon Eydal, sem situr í gæsluvarð- haldi grunað- ur um morð á fyrrum sam- býlis- konu sinni, leikur eitt aðalhlut- verkið í myndinni, sjálfan for- sætisráðherra íslands á stríðsár- unum. „Við lánum ekki Hallgríms- kirkju nema í viðurkenndum til- gangi og eftir að hafa lesið hand- ritið sáum við ekkert í því sem vanvirt gæti Hallgrímskirkju eða þjóðkirkjuna," segir Jóhannes Pálmason, formaður sóknar- nefndar Hallgrímskirkju. „Þá sé ég ekki að nokkuð samband sé á milli þeirrar ógæfu sem þessi maður hefur ratað í og notkunar á hljóðfæri Hallgrímskirkju í þessari mynd. En við munum að sjálfsögðu ræða málið í okkar hópi,“ segir formaður sóknar- nefndarinnar. Fyrrverandi íbúi í Stórholti 19 segir frá kynnum sínum af Hákoni Eydal Hákon Eydal klifraði eins og Spiderman „Hann var alltaf mjög hjálpsamur," segir Elísabet Agnarsdóttir, fyrrum nág- ranni Hákonar Eydal. Elísabet bjó á efri hæðinni en Hákon á þeirri neðri. Nú er Stórholt 19 umvafið lögregluborða og hjálpsami nágranninn situr í gæslu- varðhaldi grunaður um að eiga aðild að hvarfi fyrrum sambýliskonu sinnar. „Ég gat alltaf farið niður til Hákonar ef eitthvað bilaði," segir Elísabet. „Hann lánaði mér þá verkfæri eða kom sjálfur og gerði við. Oft skipti hann hjá mér um pem eða hengdi upp ljós. Maður gat Hvað liggur á? alltaf treyst á hann.“ Elísabet rifjar upp þegar hún læsti sig eitt sinn úti. Hún bankaði upp á hjá Hákoni sem kom strax til hjálpar. „Hann klifraði upp vegginn á húsinu og smeygði sér inn um glugga á efri hæðinni," segir Eh'sabet. „Sonur minn horfði á hann með aðdáunarsvip; sagði að hann væri einna líkastur Spiderman. Lengi vel var hann viss um að Hákon væri Spiderman sjálfur." Þessar minningar gefa óneitanlega aðra mynd af Hákoni en greyptar em í þjóðarsálina þessa dagana. Sri Rahma- wati, íyrmm sambýliskona Hákonar, „Heimsmet í ríkisútgjöldum d mann er met sem viö eigum ekki að reyna að setja/'segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands.,, Við erum þó því miður að færast uþþ listann og útgjöldin ,y aukast hraðar en í flestum samkeþþnisiöndum okkar. Við erum núíþriðja sæti á meðal OECD-rikja í samneyslu d mann. Fiestar Norðuriandaþjóðirnar eru orðnar eftirbátar okkar íþessum efnum. $&Okkur liggur þvi töluvert á að taka til hendinni iríkisfjármálum. Þvímeira sem ríkisrekst- urinn þenst útþvierfiðara verður aö ná tökum á honum." Stórholt 19 Þegar Elísabet læsti sig úti klifraði Hákon eins og Spiderman og opnaði fyrirhenni. hefur verið týnd í eina ti'u daga. Lög- reglan hefur ekki lýst eftir henni en lýsingar vitna og blóðblettir benda til þess að eitthvað voveiflegt hafi átt sér stað. „Þau virtust alltaf mjög ham- ingjusöm saman," segir Eh'sabet um samband Hákonar og Sri. „Maður tók eftir því að þau héldust alltaf hendur þegar þau gengu saman og virtust hafa það gott. Svo þegar Sri varð ólétt hætti hún skyndilega að koma. Ég sá hana ekki aftur." Eh'sabet flutti á dögunum úr Stór- holtinu. Hún segir atburðina síðustu daga hafa komið sér á óvart en maður viti aldrei. Sá sem býr nú á efri hæðinni heitir Baldvin og sagði við blaðamann DV á dögunum að Stórholtið væri orðið eins og umferðarmiðstöð. Fjöldi fólks kæmi á hverjum degi til að skoða húsið sem Sri heimsótti á sunnudagsmorg- un. „Ég get ekki sagt að ég sakni Stórholtsins en það var samt voðalega gott að búa þama," segir Eh'sabet. simon@dv.is Hákon Eydal Nágranni hans lýsirhonum sem hjálpsömum manni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.