Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ2004 31 * Árni Bergmann segir í pistli sínum aö mikill meirihluti Rússa telji að menn safni ekki auði þar í landi nema með þjófnaði og klíkuskap og eru ósáttir við bilið milli ríkra og fátækra. Meirihluti telur sömu- leiðis að ríkið eigi að hafa virk afskipti af efnahagslífinu til að takmarka umsvif einstaklinga. Ótti við ólýðræðislega stjórnarhætti valdamikils forseta er ekki útbreiddur. Kommúnistar halda þing Kommúnistaflokkurinn hélt þing á dögunum og gekk þar allt á aftur- fótunum; meira að segja rafmagnið fór af. Þingsalur var hálfauður því andstæðingar formannsins, Genna- dis Zjúganovs, í flokknum héldu annað þing á sama tíma og kusu sér formann og báðir vilja þeir nú heita leiðtogar kommúnista. Kommúnistaflokkurinnn hefur verið mjög öflugur í rússneskum stjórnmálum og ber margt til þess. Flokkakerfí í Rússlandi hefur verið mjög á hverfanda hveli eftir að Sovétríkin hrundu. Flokkar hafa ris- ið og hnigið í kringum öfluga ein- staklinga, en kommúnistar gátu þó treyst á mikinn fjölda liðsmanna og skipulag sem náði um allt land. Þeir nutu og góðs af því að vera sam- nefnari fyrir þá sem óánægðir voru með þann þjófnað á auðlindum landsins sem fylgdi vafasömum að- ferðum við einkavæðingu, með hrun stórra framleiðslugreina og stundum að „rétta af' vilja forsetans og hans manna. Hvert skal halda? En við síðustu kosningar tapaði flokkurinn allmiklu fylgi og hefur nú aðeins 51 þingsæti. Pútínblokkin, Sameinað Rússland, getur ráðið hverju sem hún vill í Dúmunni - og óspart á strengi þjóðemishyggju og særðs metnaðar Rússa. Þekktur rússneskur stjórnmálafræðingur vinstrisinnaður, Kaglaritskij, segir að fyrr eða síðar hljóti það að verða flokknum erfitt, að honum hafl ekki tekist að móta stefnu sem almenn- ingur gæti litið á sem raunverulegan valkost við valdablökkina, svo aug- Vladimír Pútfn Hefur tryggt pólitíska stöðu sína undanfarið. auðjöfrinum Khodorkovskij, sem situr í tugthúsi ákærður fyrir skatt- svik, og lýsa þessu sem vanvirðingu við eignarréttinn sem geri fjárfest- um ómögulegt að starfa í Rússlandi. En rússneskum almenningi finnst rétt mátulegt, að þeir menn fái á baukinn sem komust yfir olíu Pútín Rússlandsforseti hefur brotið bæði auðjöfra landsins og stjórnarand- landsins og annan auð með stöðuna á bak aftur, nú síðast Kommúnistaflokkinn. Þetta hefur veist hon- Jeltsins. Og auðjöffarnir em, um tiltölulega auðvelt bæði vegna pólitískra hefða íRússlandi og vonbrigðaKgenduf'risa^-htSf hafa sætt sig við, að þeir geti ekki haft þau áhrif sér í hag á efna- hagspólitík og skattamál og fjölmi- ðla sem þeir áður höfðu. Hver sem afdrif Khodorkovskijs og olíurisans Júkos verða þá munu þeir forðast að koma nálægt stjórnmálum og kaupa sér svo frið. almennings með einkavæðingu og þingræðistilburði. mikla fátækt stórs hluta þjóðarinnar sem fylgdu umskiptunum í landinu og svo með lágt gengi þessa fyrrum risaveldis á alþjóðlegum vettvangi. Kommúnistaflokkurinn var svo öfl- ugur, að við hann hafa meira að segja bandarískir stjórnmálafræði- prófessorar helst tengt vonir um að þingræði gæti verið virkt í Rússlandi. Flokkurinn hafði 113 þingsæti í Dúmunni af 450 og átti að auki bandamenn all- marga á þingi og , tókst því að hafa veruleg áhrif á ýmsa löggjöf, m.ö.o. gegna því hlutverki á Árni Bergmann skrifar um stjórnarhætti Pútíns Rússlandsforseta. Heimsmálapistill m sjálfur var forsetinn endurkjörinn með um 70 prósentum atkvæða fyr- ir skemmstu. Kommúnistar halda því sjálfir fram, að Pútín hafi með ýmsum brellum grafið undan þeim, t.d. með því að ýta undir klofning í þeirra röðum með mútugreiðslum. Þeir geta og með réttu, eins og aðrir flokkar, kvartað yfir því að Pútín- menn hafi með yfirráðum yfir sjón- varpsstöðvum, sem áður voru í eigu einkavæðingarbaróna, mjög mis- munað þeim í aðdraganda kosn- inga. En hér við bætist, að kommún- istar hafa átt erfitt með að gera það upp við sig hvers konar flokkur þeir vflja vera. Stundum láta þeir eins og þeir séu beinir arftakar Lenínism- ans, um leið kveðast þeir vera jafn- aðarmenn og viðurkenna bæði einkaeignarrétt á framleiðslutækj- um og jákvæðan Jilut kirkjunnar í samfélaginu. Þeir hafa lika leikið ljósir mishljómar hafi verið í því á hve marga strengi hann reyndi að leika í einu. Stríð við auðjöfra En svo hefur Pútín einnig tryggt pólitíska stöðu sína með því að taka ýmisleg tromp af bæði kommúnist- um og öðrum stjórnarandstæðing- um. Stjórnarhættir þykja skilvirkari og ekki eins mengaðir meiriháttar spillingu og á dögum Jeltsins. At- vinnulíf hefur rétt úr kútnum, nú stefnir í um það bil 7% hagvöxt og ríkissjóður á nokkurn afgang, þökk sé virkari skattheimtu af auknum olíutekjum. Bæði heima í Rússlandi og erlendis geta menn auðvitað fundið Pútín forseta og hans aðferð- um margt til foráttu - en stjórnarfar hans á sér mikinn hljómgrunn í rússnesku samfélagi. Á Vesturlönd- um lýsa menn t.d. miklum áhyggj- um af því, hve hart Pútín tekur á Öryggi fremur en frelsi Sem fýrr var nefnt hafa menn lýst áhyggjum af því, að með bágri stöðu Kommúni- staflokksins sé staðfest viss lýð- ræðiskreppa: stjórn- arandstaða megi sín ekki lengur neins, þingræðið sé ómark. En þá er að muna, að rússneskur almenn- ingur varð fyrir svo mikl- um vonbrigðum - bæði með einka- væðinguna sem fyrr var nefnd og svo fjölflokkalýðræðið, að hvoru- tveggja er mjög lágt skrifað. Skoð- anakannanir segja frá því, að 84% Rússa telji að auði safni menn ekki í landi þeirra nema með þjófiiaði og klíkuskap og jafnmargir telja að hið mikla bU sem staðfest er milli ríkra og fátækra í landinu nái eldd nokk- urri átt. 72% landsmanna telja að ríkið eigi að hafa virk afskipti af efnahagslíflnu til að takmarka um- svif einstaklinga. Rúmur helmingur kjósenda telur að ijölflokkalýðræði sé mestan part innantómur frasi og geri jafiivel meiri skaða en gagn. Þessum viðhorfum fylgir svo veru- legur söknuður eftir ýmsu sem teng- ist Sovéttímanum, ekki síst stórveld- isstöðu Rússlands. Af þessum sökum virðist ótti við ólýðræðislega stjórnarhætti valda- mikils forseta ekki sérlega útbreidd- ur. Pólitískar hefðir landsins eru tengdar miklum keisurum og leið- togum sem gerðu ríkið öflugt, oftast með harkalegum aðferðum. Drjúgur meirihluti kýs heldur „röð og reglu" (porjadok) en „frelsi" ef spurt er, hvort menn vilji setja ofar á sitt sál- arblað. Og eins og fyrrum andófs- maður og um tíma umboðsmaður stjórnvalda í mannréttindamálum, Kovaljov, hefur sagt; Hvort sem Rússi telur sig til hægri eða vinstri, þá telur hann víst að leiðtoginn (for- setinn) geti og eigi að leysa úr stærsm vandamálum - hann gerir varla ráð fyrir að aðrir komi að þeim málum svo um muni. Svo ekki er að furða þótt það sé Pútín sem ræður. Gennadi Zjúga- nov Leiðtogi kommúnista. Andstæðingar hans i flokknum kusu sér annan formann á dögunum. Vladimir Pútín hefur komið sér í stöðu sem margir valdsmenn mættu öfunda hann af. Hann hefur lagt undir sig áhrifamestu fjölmiðla Rússlands og svínbeygt þá auðjöfra sem áður gerðu sig líldega til að eignast allt sem arðvænlegt var í landinu og pólitíkusana með. Við síðustu kosningar duttu út af þingi borgaralegir flokkar sem vilja sem mest sækja til vestrænna fyrir- mynda og nú síðast er helsti stjórn- arandstöðuflokkurinn, Kommún- istaflokkurinn, í sárum eftir lélega útkomu í kosningum og innbyrðis klofning. Kreml Baráttan um völdin i Rússlandi er forvitnileg en staða Pútíns er tatin sterk. Stokkaðu upp fjármálin - með hagstæðu fasteignaláni Þú getur auðveldlega samið um hagstaett lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjöriö til að skutdbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr,* Vextir % 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 Afborgunar- laust • 4.500 4.960 5.420 6.250 ‘Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.