Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Síða 21
DV Sport FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ2004 21 VÍKINGUR-FRAM 0-0 10. umferð - Víkingsvöllur -13. Júll Dómari: Magnús Þórisson (3). Áhorfendur: 1011 Gæði leiks: 2. Gul spjöld: Víkingur: Bjarni (54.), Palmer (67.), Viktor Bjarki (75.) - Fram: Ingvar Þór (26.), Kristján (41.), Fróöi (66.). Rauð spjöld: Enginn. Leikmenn Víkings: MartinTrancik Andri Tómas Gunnarsson Richard Keogh Grétar Sigurðsson Steinþór Gíslason Vilhjálmur Vilhjálmsson Bjarni Lárus Hall Haukur Armin Úlfarsson (63., Egill Atlason Viktor Bjarki Arnarsson (88., Jón Guðbrandsson Daníel Hjaltason Jermaine Palmer Leikmenn Fram: Gunnar Sigurðsson Daði Guðmundsson Andrés Jónsson Eggert Stefánsson (55., Hans Fróði Hansen Kristján Hauksson Fróði Benjaminsen Ingvar Þór Ólason (51., Heiðar Geir Júlíusson Ómar Hákonarson Ríkharður Daðason Baldur Þór Bjarnason (66., Jón Gunnar Gunnarsson Andri Fannar Ottósson Tölfræðin: Skot (á mark): 17-5 (8-2) Varin skot:Trancik 1 - Gunnar 8. Horn:5-4 Rangstöður: 8-2 Aukaspyrnur fengnar: 18-25. BESTUR A VELLINUM: Grétar Sigurðsson, Víkingi K A R L A R LANDSBANKADEILD Staðan: Fylkir 10 5 4 1 15-8 19 FH 10 4 5 1 16-11 17 ÍA 10 4 4 2 12-9 16i KR 10 3 4 3 13-12 13 ÍBV 9 3 3 3 14-11 12 KA 9 3 2 410-12 11 Vlkingur 10 3 2 5 9-12 11 Keflavík 9 3 2 4 10-15 11 Griridavík 9 2 4 3 9-13 10 Fram 10 1 4 5 9-14 7 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV 6 Grétar Hjartarson, Grindavík 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Arnar Gunnlaugsson, KR 4 Sævar Þór Glslason, Fylki 4 Framarar mættu til leiks með nýjan þjálfara í brúnni gegn Víkingum á þriðjudagskvöldið og þrátt fyrir augljós batamerki á liðinu í ákveðnum þáttum þá er ljðst að Ólafur Kristjánsson á mikið verk fyrir höndum við að koma liðinu úr botnsæti deildarinnar. Framarar gátu hrósað happi með eitt stig út úr leiknum því Víkingar réðu lögum og lofum eftir daufan fyrri hálfleik og hefðu, ef allt hefði verið eðlilegt, átt að klára leikinn. Fyrri hálfleikurinn var einhver sá bragðdaufasti sem undirritaður hefur séð í Landsbankadeildinni í sumar og segja má að aðeins eitt færi hafi litið dagsins ljós í hálfleiknum. Það fékk Framarinn Ríkharður Daðason strax á fimmtu mínútu en skot hans fór í þverslá Víkingsmarksins. Framarar geta þó huggað sig við það að vörnin var mun traustari heldur en hún hefur verið það sem af er móti og sérstaklega var gaman að fylgjast með því hversu vel Andrés Jónsson og Eggert Stefánsson náðu saman í miðju varnarinnar. Mikill missir í Eggert Það stórsá líka á liðinu þegar Eggert þurfti að fara af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik og Færeyingurinn Hans Fróði Hansen kom inn á í hans stað. Það var fyrst þá sem enski unglingurinn Jermaine Palmer fór að láta að sér kveða og Víkingar tóku völdin á vellinum. Þeir réðu lögum og lofum síðasta hálftíma leiksins en tókst ekki að koma boltanum í netið. Palmer átti nokkur góð skot í áttina að marld Fram en þau enduðu annað hvort í fangi Gunnars Sigurðssonar, markvarðar Fram, eða fóru framhjá markinu. Úrslitin urðu því markalaust jafntefli, nokkuð sem Víkingar geta ekki verið sáttir við en Framarar, sem þurftu þó nauðsynlega á öllum stigunum þremur að halda, gátu fagnað í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Ólafur Kristjánsson hefur tekið að sér hið krefjandi verkefni að bjarga Framliðinu frá falli enn eitt árið. Það er gífurleg vinna framundan hjá Ólafi og félögum við að laga það sem er aðhjá liðinu en í | leiknum gegn Víkingi voru þó ótvíræð batamerki á leik liðsins á nokkrum sviðum. Baráttan var ?> mikil í liðinu , og þótt spila- | mennskan " væri kannski ekki alltaf hin fegursta þá börðust leikmenn Framliðsins hatrammlega fyrir stiginu. Ólafur virðist einnig hafa fundið ágætis jafnvægi í vörninni. Einn lykilþáttur í því var að taka Færeyinginn Hans Fróða Hansen út úr liðinu, leikmann sem hefur sannað það ítrekað. og tók af allan vafa á þriðjudagskvöldið. að hann er ekki nógu góður til að spila í þessari deild. Hinn ungi og efnilegi Kristján Hauksson hefði löngu átt að vera búinn að fá tækifæri og svo virðist sem bakvarðar- staðan gæti bjargað ferli Daða Ólafur Kristjánsson Stýrði Framliðinu ifyrsta sinn gegn Vikingi á þriðjudaginn og fór burtu með eitt DV-mynd Teitur 'ism * Guðmundssonar. í miðjunni náðu síðan Andrés og Eggert mjög vel saman og það er grunnur til að byggja á. Sóknarleikurinn var hins vegar handónýtur frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu en Ólafur virtist gera sér grein fyrir því að Róm var ekki byggð á einum degi þegar DV ræddi við hann eftir leikinn. Sáttur með stigið „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var. Við fengum nokkur hálffæri í byrjun leiksins til að skora en það var erfitt að spila í þessum vindi sem gerði leikinn hálftil- viljunarkenndan. Þetta var baráttu- leikur eins og allir leikir okkar, sem eftir eru, verða en það sem ég var sérstaklega ánægður með var vörnin. Ég vil reyndar fá meira út úr bakvörðunum í sóknarleiknum en þeir vörðust vel og samvinna- Eggerts og Andrésar gekk vel. Þetta tekur tíma hjá okkur og auðvitað geri ég mér grein fyrir því að verkefnið er erfitt," sagði Ólafur. Víkingsliðið reif sig upp í síðari hálfleik og hefði átt að gera út um leikinn. Jermaine Palmer vaknaði þá til lífsins og var mjög ógnandi en annars var það vörnin sem stóð upp úr. Grétar Sigurðsson og Richard Keogh voru mjög góðir í miðju varnarinnar og héldu Andra Fannari Ottóssyni og Ríkharði Daðasyni í gjörgæslu og Steinþór Gíslason pakkaði Ómari Hákonarsyni saman. Það munaði hins vegar mikið um Kára Arnason á miðjunni því það vantaði allan hraða í þann hluta liðsins. oskar@dv.is Getum þakkað fyrir stigið Framarinn Ríkharður Daðason var sáttur í leikslok þegar blaðamaður DV ræddi við hann þótt hann væri sammála því að spilamennska Framliðsins í síðari hálfleik hefði ekki verið upp á marga fiska. „Ég held að við getum ekki verið annað en sáttir við stigið úr því sem komið var. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og hefðum með heppni getað skorað úr þessum hálffærum sem við fengum en í síðari hálfleik gáfum við eftir. Það er margt sem þarf að laga en Ólafur hefur í það minnsta komið mönnum í skilning um þeirra hlut- verk í liðinu ogþað bætir liðið," sagði Ríkharður. Já, þaö er rétt Siggi! Við þurfum að gera breytlngu á liðinu Sigursteinn Glslason, aðstoöarþjálfari Vlkings, stóð Iströngu gegn Fram Igær þvlauk þess að stjórna liðinu var Sigurður Jónsson, þjáifari liðsins, alltafað hringja I hann. DV-mynd Teitur Sigursteinn Gíslason „stýröi" Víkingum gegn Fram Með Sigurð á línunni Sigurður Jónsson, þjálfari Vík- ings, komst að því á þriðju- dagskvöldið að það er ekkert grín að vera í leikbanni. Sigurður hefur verið iðinn við að tjá sig um ákvarðanir dómara í leikjum Víkings í sumar og uppskorið fyrir vikið fjögur gul spjöld. Hann var því í banni í leiknum gegn Fram á þriðjudagskvöldið og mátti ekki koma nálægt hðinu klukkutíma fyrir leik og á meðan á leik stóð. Sigurður dó þó ekki ráðalaus á meðan á leik stóð því hann tók tæknina í sína þjónustu og talaði nær látlaust við Sigurstein Gíslason, aðstoðar- þjálfara sinn, í gsm- síma á meðan á leik stóð en Sigursteinn „stýrði" liðinu í fjarveru Sigurðar. Það var nokkuð skondið að fýlgjast með Sigursteini þar sem hann stóð með símann í annarri hendi en hina hendina notaði hann til segja sínum mönnum til. Það stendur ekkert um þetta í lögum KSÍ um starfsreglur aga- nefndar að þjálfari sem er í leik- banni megi ekki vera í samandi við bekkinn í gegnum gsm-síma en hugmyndin á bak við leikbannið er að þjálfarar geti ekki stjómað liðinu. Það má ætla að Sigurður hafi ekki verið að ræða við Sigurstein um daginn og veginn eða hvað skyldi gera seinna um kvöldið og því má kannski segja það að þetta sé löglegt en siðlaust hjá Sigurði Jónssyni, þj álfara Víkings. oskarcsdv.is Víkingur og Fram geröu markalaust jafntefli í Víkinni á þriðjudagskvöldiö í leik liðanna í Landsbankadeild karla. Ólafur Kristjánsson stýrði Frömurum í fyrsta sinn og gat þakkað fyrir að fara með eitt stig úr Víkinni. Ólafur á mikið verk Framundan „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var. Við fengum nokkur hálffæri í byrjun leiksins til að skora en það var erfitt að spila í þessum vindisem gerði leikinn hálftilviljunar- kenndan"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.