Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus FIMMTUDAQUR 15. JÚU2004 29 Christina sköllótt Maður kemur ekki að tómum kofanum þegar Christina Aguilera er annars vegar. Nýjasta fréttin vestanhafs fjallar um hárprýði söngkonunnar eða öllu heldur ' skort á hárprýði. Samkvæmt heim- ildarmanni sem vinnur náið með dívunni er Aguilera að missa hárið og eru tilkomumiklar krullurnar til þess fallnar að skyggja á skalla- blettina sem fjölgar óðum. Ekki er vitað hvort að um sjúkdóm er að ræða eða hvort hárlengingarnar sem Aguilera hefíir notað í mörg ár séu nú loksins að koma í bakið á henni. Nýja útlit- ið á að vega upp á móti hárinu sem hún hefur þegar misst. Blaðafulltrúi söngkonunnar neitar hins vegar orðrómnum og segir að það sé ekkert að hárinu á henni, ekki nokkur skapaður hlutur. Reynir við alltsem hreyfist í Kanada Kvikmyndastjaman Russell Crowe káfaði á hópi kvenna þegar hann var á fylleríi í Kanada á dög- unum. Crowe er sagður hafa kom- ið fjölmörgum konum í uppnám á bar í Toronto með ýmsum ósiðleg- um tilburðum, svo sem að reyna að káfa á þeim og kyssa þær. Hann fór úr skyrtunni sinni og hróp- aði ókvæðisorð að konunum. Hinn fertugi Crowe hefur orð á sér fyrir að vera óknyttastrákur í Hollywood. Hann er staddur í Toronto við tökur á myndinni The Cinderella Man, Öskubuskumanninum. Fjölmargir þeirra sem voru viðstaddir hafa sagt sögu sína í blöðum í Toronto. „Hann reyndi við allt sem hreyfð- ist... þessi gaur er alger aumingi." Hendrik Hermannsson hefur skipulagt glæsilega kvöldstund fyrir vinningshafa áskrifendaleiks DV á nýrri og endurbættri Skólabrú Þrigp ovissuferQ „Við ætlum að fara með vinningshafana í þriggja rétta óvissuferð," segir Hendrik Her- mannsson eigandi veitingastaðar- ins Skólabrúar en hann hefur skipu- lagt glæsilegt kvöld fyrir vinninghafa í áskrifendaleik DV. „Við notum alltaf ferskasta hráeftiið hverju sinni og teflum alltaf fram því besta. Við ætlum að taka á móti vinningshöf- unum með freyðandi drykk og eftir matinn er þeim fært kaffi og heima- tilbúnir konfektmolar á bamum." Skólabrú opnaði aftur í júni þeg- ar Hendrik tók við staðnum. „Við erum búin að fá glæsilegar móttök- ur. Við tókum allt í gegn nema hvað við leyfðum arkitektúrnum að halda sér enda er húsið glæsilegt, byggt 1906 og hefur skemmtilega sál sem við vildum halda í.“ Hendrik segir að á Skólabrú sé franskt, klassískt eldhús og markmiðið sé að vera í hópi þeirra besm með persónulega þjónustu, hlýlegt viðmót og meiri nálgun við gestinn. „Við erum með alhliða matseðil sem er þó árstíðabundinn. Núna er mikið um fisk og villibráðin kem- ur með haustinu. Matreiðslumeistar- ar okkar útbúa allt frá grunni sem tryggir meiri gæði og glæsileika. Stefn- an er að vera alltaf með eitthvað nýtt þema fyrir gestínn. Nú bjóðum við upp á vínsmökkun í nýja vínkjall- aranum, hópar geta fengið að sitja í Kristjánsstofu sem hefur algjörlega slegið í gegn og svo ætlum við að bjóða upp á dádýr í haust." Stjörnuspá Kristján Þór Júliusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, er47 ára ídag. „Hann á það til að efast um eigið gildi og ætti að hætta því hið fyrsta. Maðurinn er fær um að heilla töfra fólk og gerir alla sem elskar að börnum sínum. Það er vissulega góður kostur í fari mannsins." og hann Kristján Þór Julíusson Hendrik Hermannsson yiðnoww alltaf fersk f a hráefniðhverjusinmogtefl um alltaffraw þvi besta. at psír;Kið W Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.) W/ --------------------------------- Hér birtist efnablandan sem einkennir þig; greind og mikill vilja- styrkur og þú lítur björtum augum á til- veruna og álítur hana jafnvel einhvers konar leiksvið þar sem þú ert án efa fær um að sanna þig í ótal hlutverkum. Hér setur þú reglurnar sjálf/ur, minntu þig reglulega á það. Þú ert þinn eigin gæfu smiður (á vel við dagana framundan). (19.febr.-20.mars) Þú hefur komið auga á hið góða innra með þér og ekki síður í um- hverfi þinu þegar stjarna þín er skoðuð núna og þú virðist hafa fundið leið til að rækta hið góða sem ríkir innra með þér. Hamingja einkennir líðan þína. Hrúturinn (21. mars-19. april) Betri helmingur þinn er innra með þér en á sama tíma kemur fram að innra með stjömu hrútsins á geysileg hugarstarfsemi sér stað þar sem hún kýs að bæta aðstæðurtii muna og jafn- vel heildarmyndina á góðan máta. Hlustaðu betur og vandaðu valið þegar vinir þínir eru annars vegar. Nautið (20. april-20. mal) Áttaðu þig á því hvenær þú heldur aftur af þér og hvenær þú ættir að hlusta betur þegar samningur eða jafnvel viðskipti eru annars vegar. Þú ættir að nota eiginleika þín á jákvæðan hátt. Ekki berjast gegn tilfinningum þínum Tvíburarnir (21. mal-21.júnl) Ekki hika við að kanna eigin líðan og líta inn á við því þar liggja svör- in. Opnaðu þig tilfinningalega. Þú held- ur glaðværð þinni, jafnvægi og öðlast innri frið sem þú hefur ekki náð fyrr gagnvart manneskju sem unnir þér. Krabbinn(22.j«-22.jú/fl Q*' Þú ættir að huga betur en ella að smáatriðum sem þér eiga til að yfir- sjást í amstri dagsins. Ljónið f2i júli-22.ágúst) Einhver eftirsjá virðist koma fram hjá stjörnu steingeitar. Þú ættir að horfa fram á við og breyta rétt. m Meyjan 0. ágúst-22. septj Slepptu að verja sjónarmið þin af alefli eins og þú það átt til að gera því þannig kemur þú í veg fyrir deilur sem gætu átt sér stað innan tíðar ef ekki ferð þú varlega í þeim efnum. Divine Intervention Sýnd i Háskólabiói. Leikstjóri: Elia Suleiman. Aðalhlutverk: Elia 1 Suleiman, Manal Khad- er, Nayef Fahoum Daher. 1 Ja, sei, sei. Þetta eru þá ekki allt terroristar eftir allt saman Ég veit að maður ætti að sjá svona myndir mun oftar en það er bara eitthvað sem heldur aftur af manni. Kvikmyndir sem eru frekar listaverk en afjþreying, kvikmyndir sem eru fullar af meiningu, súr- realískar og stundum alveg absúrd. Kvikmyndir sem eru raun- verulega fyndnar án þess að það þurfi einhver að gretta sig, prumpa eða tala. Ég ætlaði að byrja pistilinn á því að segja fólki að ef það væri orðið þreytt á sprengingum, sorakjafti og matrixlegum hasar þá ætti það að fjölmenna á Divine Intervention. Málið er að hún inniheldur allt þetta og gerir það meira að segja helvítí vel. Leikstjórinn Elia Suleiman, sem gætí verið arabíski bróðir Roberts Downey Jr., leikur mann sem á í ást- arsambandi við palestínska konu en átökin á milli Israels og Palestínu veldur því að þau geta bara hist hjá vegartálmum á milli Jerúsalems og Ramallah. Einnig fylgjumst við með fólki í litlu hverfi þar sem faðir Elia býr en hann missir aleiguna og fær heilablóðfall í kjölfarið. Þannig hljómar söguþráðurinn í þessari af- skaplega einföldu en jafnframt flóknu stríðsádeilu sem gefur manni allt aðra sýn á líf í Palestínu en maður á að venjast úr fréttunum. Elia hefur hér sett saman ansi fyndna mynd sem er uppfull af myndlíkingum og húmor. Það þarf sennilega mun fróðari mann en mig til að skilja þetta allt saman en það sem ég skildi hafði ég gaman af og hló oft og mikið. Honum hefur tek- ist að finna húmor í öllum þessum átökum, líkt og Roberto Benigni gerði með La Vita Bella, bara mun yfirvegaðri. Hún er falleg, ljóðræn, umfram allt róleg og inniheldur eitt falleg- asta ástaratriði sem ég hef séð lengi. Hún fer ekki hefðbundnar leiðir í frásögninni og margir (þar á meðal ég) myndu segja að hún væri artí fartí og það er sennilega rétt því að þetta er art-mynd, en art-myndir þurfa ekki að vera leiðinlegar. Þvert á móti. Ég veit að ég þarf að sigrast á for- dómum mínum gagnvart listræn- um kvikmyndum og þessi skemmti- lega mynd hjálpaði mér áleiðis. Drífið ykkur endilega í bíó og styrkið gott málefiii í leiðinni. Ómar öm Hauksson Q VogÍtl (22. sept.-23. okt.) Þú geislar af gleði þegar þér Kður vel. Næstu dagar (helgin) fylla hjarta þitt af gleði en á sama tíma ættir þú ekki að taka mark á skoðunum annarra heldur huga eingöngu að eigin líðan. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Ef þú finnur fyrir veiklyndi ein- hvers konar þessa dagana er það án efa hegðunarmynstur sem þú veist ekki hvernig er til komið. / Bogmaðurinn(22.«fc-2Ues.) Hjarta þitt og heili ættu að leita eftir enn frekari samhljómun og þegar taktinum hefur verið náð mun nýr kafli hefjast. Láttu gott af þér leiða og hlustaðu í stað þess að tala. Steingeitin (22. fe-/9.þnj Sökum anna hefur þú á ein- hvern hátt dregið þig I hlé sem er ágætt ráð sem þú ættir ekki að hika við að til- einka þér oftar í framtíðinni. Hafðu hug- fast að þegar hugur þinn er endalaust bundinn við að meta hluti sem jafnvel gefa þér ekki mikið þá skapar það innri óróa. z SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.